Sighvatur Bjarnason (bankamaður)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 28. júní 2007 kl. 11:24 eftir Dadi (spjall | framlög) Útgáfa frá 28. júní 2007 kl. 11:24 eftir Dadi (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Sjá aðgreiningarsíðuna fyrir aðra sem hafa borið nafnið „Sighvatur Bjarnason


Sighvatur Bjarnason fæddist í Vestmannaeyjum 15. júní 1919. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 6. desember 1998. Foreldrar hans voru Bjarni Sighvatsson, bankastjóri í Vestmannaeyjum, og Kristín Gísladóttir. Þann 4. júní kvæntist Sighvatur eiginkonu sinni, Elínu Jóhönnu Ágústsdóttur, f. 12.6. 1925

Sighvatur og Elín eignuðust 5 börn, Bjarna, Gísla, Viktor Ágúst, Ásgeir og Elínu. Sighvatur átti dóttur af fyrra hjónabandi, Kristínu.

Sighvatur var fæddur í Vestmannaeyjum en fluttist tveggja vikna gamall til Reykjavíkur og ólst þar upp. Hann flutti aftur til Eyja um þrítugt og bjó þar til 1973 er þau hjón fluttust til Reykjavíkur vegna Heimaeyjargossins. Sighvatur starfaði í Útvegsbanka Íslands í 40 ár (1948­-1988). Hann var virkur félagi í Oddfellow-reglunni um áratuga skeið.