Magnús Guðmundsson (Vesturhúsum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 27. júní 2007 kl. 09:00 eftir Dadi (spjall | framlög) Útgáfa frá 27. júní 2007 kl. 09:00 eftir Dadi (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Sjá aðgreiningarsíðuna fyrir aðra sem hafa borið nafnið „Magnús Guðmundsson


Magnús Guðmundsson fæddist 27. júní 1872 að Vesturhúsum og lést 24. apríl 1955. Magnús var bóndi og formaður. Foreldrar hans voru Guðmundur bóndi Þórarinsson á Vesturhúsum og Guðrún Erlendsdóttir. Magnús giftist Jórunni Hannesdóttur hafnsögumanns Jónssonar. Þau hjón bjuggu allan sinn búskap á Vesturhúsum í Eyjum. Jórunn lést 24. janúar 1962.

Magnús byrjaði að stunda sjóinn um fermingaraldur. Fljótlega varð hann formaður. Þar til vélbátarnir komu var hann lengi formaður á Ingólfi. Magnús var um áratugi með allra snjöllustu formönnum og fyrstur til að stunda veiðar við Vestmannaeyjar með þorskalínu árið 1898. Einnig byrjaði Magnús á því að leggja þorskanet í sjó við Eyjar. Hann var formaður á Hansínu frá 1906 til 1921. Hann smíðaði nýja Hansínu, Hansínu II, árið 1916. Magnús var aflakóngur 1908.



Heimildir

  • Eyjólfur Gíslason. Hannes Lóðs. Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1954.
  • Jón Sigurðsson. Aflakóngar Vestmannaeyja 1906-1929. Sjómannadagsblaðið 1961. 10. árg.
  • Sjómannablaðið Víkingur. Farmanna- og Fiskimannasamband Íslands.
  • Þorsteinn Víglundsson. Saga barnafræðslunnar í Vestmannaeyjum. Blik. 23. árg 1962.