Eiríkur Jónsson (Skýlinu)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 20. júní 2007 kl. 16:45 eftir Daniel (spjall | framlög) Útgáfa frá 20. júní 2007 kl. 16:45 eftir Daniel (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Eiríkur Jónsson, Hásteinsveg, fæddist á Reyðarfirði 17. desember 1894 og lést 30. júní 1970

Árið 1918 fór hann til Vestmannaeyja þar sem hann byrjaði að stunda sjóinn. Formennsku byrjaði Eiríkur með Óskar II fyrir Gísla Magnússon og var með þann bát eina vertíð. Síðan var hann formaður á Nirði.

Eftir að Eiríkur hætti á sjónum var hann forstöðumaður Verkamannaskýlisins í Vestmannaeyjum í fleiri ár.


Heimildir

  • Sjómannablaðið Víkingur. 6-7 tbl. 1968. Farmanna- og Fiskimannasamband Íslands.