Jóhann Þorkell Jóhannsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 8. mars 2025 kl. 12:06 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 8. mars 2025 kl. 12:06 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Jóhann Þorkell Jóhannsson flugstjóri fæddist 11. maí 1961.
Foreldrar hans Jóhann Friðfinnsson kaupmaður, framkvæmdastjóri, forstöðumaður, f. 3. nóvember 1928, d. 13. september 2001, og kona hans Svanhildur Sigurjónsdóttir húsfreyja, hjúkrunarfræðingur, f. 16. apríl 1932, d. 20. september 2012.

Börn Svanhildar og Jóhanns:
1. Ástþór Jóhannsson, grafiskur hönnuður, leiðsögumaður, f. 21. júní 1955. Kona hans Katrín Ævarsdóttir.
2. Kristín Jóhannsdóttir, menningarfulltrúi, safnstjóri, f. 11. janúar 1960.
3. Jóhann Þorkell Jóhannsson, flugstjóri, f. 11. maí 1961. Kona hans Hildur Halldórsdóttir.
4. Davíð Jóhannsson, viðskiptafræðingur, ráðgjafi, f. 21. júní 1965. Kona hans Ingrid Kertelheim.
5. Vigdís Jóhannsdóttir kennari, f. 3. október 1969. Maður hennar Marteinn Jónasson.
Barn Jóhanns og Ernu Bjargar Vigfúsdóttur var:
6. Hrafnhildur Jóhannsdóttir, f. 8. ágúst 1947, d. 16. ágúst 2019.

Þau Hildur giftu sig, eignuðust þrjú börn. Þau búa í Garðabæ.

I. Kona Jóhanns er Hildur Halldórsdóttir húsfreyja, mannauðsstjóri, ráðgjafi, f. 19. nóvember 1963. Foreldrar hennar Halldór Friðriksson, f. 24. maí 1938, og Villa Guðrún Gunnarsdóttir, f. 17. júlí 1940.
Börn þeirra:
1. Helena Jóhannsdóttir, f. 28. nóvember 1988.
2. Tómas Aron Jóhannsson, f. 5. apríl 1993.
3. María Kristín Jóhannsdóttir, f. 22. september 2000.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.