Halldór Svavarsson (Byggðarholti)
Halldór Svavars Svavarsson, seglasaumari, kaupmaður í Hfirði fæddist 9. júlí 1942.
Foreldrar hans voru Guðjón Svavar Antoníusson frá Byggðarholti, útgerðarmaður, skipstjóri, f. 27. desember 1908, d. 19. maí 1979, og kona hans Kristín Halldórsdóttir frá Tréstöðum í Hörgársveit í Eyjafirði, húsfreyja, f. 20. nóvember 1913, d. 22. febrúar 1991.
Börn Kristínar og Svavars:
1. Ólöf Svavarsdóttir húsfreyja, starfsstúlka í Svíþjóð, f. 10. nóvember 1938 í Byggðarholti.
2. Kristjana Svavars Svavarsdóttir húsfreyja í Eyjum, f. 16. mars 1941 í Byggðarholti. Maður hennar var Hjálmar Guðnason.
3. Halldór Svavars Svavarsson seglasaumari, kaupmaður í Hafnarfirði, f. 9. júlí 1942 í Byggðarholti. Kona hans Vigdís Ásgeirsdóttir.
4. Bragi Svavars Svavarsson, f. 27. september 1944 í Byggðarholti, d. 4. febrúar 1966 af slysförum.
5. Valur Svavars Svavarsson flísalagningamaður, kaupmaður í Hafnarfirði, f. 27. september 1944 í Byggðarholti. Kona hans Halldóra Valdimarsdóttir.
6. Antoníus Þorvaldur Svavars Svavarsson flugvélstjóri í Þýskalandi, býr nú í Reykjavík, f. 18. mars 1949 í Byggðarholti. Kona hans Hrafnhildur Sigurðardóttir.
7. Margrét Guðbjög Svavars Svavarsdóttir húsfreyja, fóstra í Danmörku, f. 1. nóvember 1954. Maður hennar Jens Parbo.
Þau Vigdís giftu sig, eignuðust fjögur börn. Þau búa í Hfirði.
I. Kona Halldórs er Vigdís Ingibjörg Ásgeirsdóttir frá Ísafirði, húsfreyja, fiskverkakona, f. 22. september 1938.
Börn þeirra:
1. Kristín Halldórsdóttir, f. 6. september 1962.
2. Ásgeir Halldórsson, f. 3. ágúst 1965.
3. Svavar Halldórsson, f. 10. apríl 1970.
4. Bergljót Halldórsdóttir, f. 17. apríl 1972.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Halldór.
- Heimaslóð.
- Íslendingabók.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.