Jenný Sigríður Samúelsdóttir

Jenný Sigríður Samúelsdóttir, húsfreyja í Svíþjóð fæddist 23. febrúar 1936 á Stað við Helgafellsbraut 10 og lést 21. ágúst 2017.
Foreldrar hennar voru Samúel Ingvarsson sjómaður, verkamaður, f. 7. september 1908, d. 15. desember 1993, og fyrri kona hans Ásta Gréta Jónsdóttir húsfreyja, f. 30. nóvember 1916, d. 6. ágúst 1945.
Fósturforeldrar hennar voru Salóme Gísladóttir og Vigfús Jónsson móðurbróðir Huldu.
Börn Ingvars og fyrri konu hans Ástu Grétu Jónsdóttur.
1. Jenný Sigríður Samúelsdóttir, f. 23. febrúar 1936 á Stað við Helgafellsbraut 10, d. 21. ágúst 2017. Hún bjó í Gautaborg.
2. Ingibjörg Hulda Samúelsdóttir, f. 30. nóvember 1937 á Jaðri við Vestmannabraut 6, bjó í Eyjum, d. 20. febrúar 2023.
3. Stúlka, f. 10. júlí 1943 á Bifröst við Bárugötu 11, d. 8. desember 1943.
Börn Samúels og síðari konu hans Arnfríðar Jónu Sveinsdóttur.
4. Ásta Gréta Samúelsdóttir fulltrúi, f. 20. janúar 1949 á Vestmannabraut 58 B, Rauðafelli.
5. Tryggvi Óskar Samúelsson bifreiðastjóri, f. 16. febrúar 1952 á Vestmannabraut 58 B, Rauðafelli.
6. Bjarni Samúelsson bifreiðastjóri, f. 3. ágúst 1956 á Sámsstöðum í Fljótshlíð.
Börn Arnfríðar Jónu og stjúpbörn Samúels, - hálfsystkini barna hans:
7. Ólafur Tryggvason vélvirki, járnsmiður, f. 21. janúar 1932 í Neðri-Dal u. Eyjafjöllum, d. 9. júní 1995. Hann ólst upp u. Eyjafjöllum.
8. Ingibergur Garðar Tryggvason, verkamaður, framkvæmdastjóri, f. 10. febrúar 1933 á Vesturhúsum, d. 13. desember 2013.
9. Guðrún Jóna Tryggvadóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 6. desember 1935. Hún ólst upp hjá Sigurði Einarssyni og Elínu Jónínu Ingvarsdóttur föðursystur sinni í Austur-Búðarhólshjáleigu í A-Landeyjum. Maður hennar: Ólafur Grímsson.
10. Svanhvít Inga Tryggvadóttir, f. 13. febrúar 1938 á Ásum við Skólaveg 47, bjó í Danmörku, d. 18. apríl 1996.
Þau Hans giftu sig, eignuðust tvö börn.
I. Maður Jennýjar Hans Mogensen.
Börn þeirra:
1. Guðrún Hólm Mogensen, f. (1960).
2. Kim Posselt Mogensen, f. 20. júní 1957, d. 16. júní 2024.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Heimaslóð.
- Íslendingabók.
- Morgunblaðið. Minning.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.