Sólveig Eggertsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 23. apríl 2024 kl. 17:38 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 23. apríl 2024 kl. 17:38 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Sólveig Eggertsdóttir.

Sólveig Eggertsdóttir húsfreyja, skrifstofumaður fæddist 9. maí 1917 í Rvk og lést 18. mars 2008 á Hjúkrunarheimilinu Skjóli.
Foreldrar hennar voru Eggert Einar Jónsson frá Nautabúi í Skagafirði, kaupsýslumaður í Rvk, útgerðarmaður, framkvæmdastjóri, umboðsmaður, f. 16. mars 1890, d. 28. september 1951, og kona hans Elín Sigmundsdóttir frá Vindheimum í Skagafirði, húsfreyja, f. 22. júlí 1890, d. 31. janúar 1975.

Sólveig bjó í Rvk, en var með foreldrum sínum í Eyjum í nokkur ár.
Hún var skrifstofumaður.
Þau Elías giftu sig 1942, eignuðust eitt barn. Þau skildu.
Hún eignaðist barn með Allen 1961.

I. Maður Sólveigar, (10. apríl 1942), var Elías Eyvindsson læknir, f. 14. júní 1916 á Fögrubrekku, d. 16. mars 1980 í Bandaríkjunum.
Barn þeirra:
1. Eggert Einar Elíasson verslunarmaður í Rvk, f. 27. júlí 1942.

II. Barnsfaðir Sólveigar var Allen S. Maestre, frá Bandaríkjunum, f. 1. febrúar 1915.
Barn þeirra:
2. Guðrún Elín Eggerts starfsmaður Bændasamtakanna, f. 30. janúar 1961, d. 1. september 2003.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.