Sigríður Sigmarsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 18. mars 2024 kl. 16:08 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 18. mars 2024 kl. 16:08 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Sigríður Sigmarsdóttir''' húsfreyja, ferðamálafræðingur, þroskaþjálfi fæddist 13. júní 1973.<br> Foreldrar hennar Sigmar Georgsson frá Vegbergi við Skólaveg 32, verslunarstjóri, framkvæmdastjóri, f. 1. apríl 1950, og kona hans Edda Angantýsdóttir frá Hlaðbæ við Austurveg 28, húsfreyja, bókavörður, bókari, f. 7. apríl 1953. Sigríður var með forel...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Sigríður Sigmarsdóttir húsfreyja, ferðamálafræðingur, þroskaþjálfi fæddist 13. júní 1973.
Foreldrar hennar Sigmar Georgsson frá Vegbergi við Skólaveg 32, verslunarstjóri, framkvæmdastjóri, f. 1. apríl 1950, og kona hans Edda Angantýsdóttir frá Hlaðbæ við Austurveg 28, húsfreyja, bókavörður, bókari, f. 7. apríl 1953.

Sigríður var með foreldrum sínum, á Vegbergi við Skólaveg 32.
Hún varð stúdent í Framhaldsskólanum í Eyjum 1992, lærði ferðamálafræði í HÍ, síðar þroskaþjálfun þar, lauk því námi 2006.
Sigríður vann á Ferðaskrifstofu stúdenta 1994-1997, var leiðbeinandi í Grunnskólanum í Eyjum fyrir þroskaþjálfanámið, hefur verið þroskaþjálfi í verkdeild Grunnskólans í Eyjum.
Þau Jón Valur giftu sig 2001, eignuðust tvö börn. Þau búa við Hólagötu 43.

I. Maður Sigríðar, (9. júní 2001), er Jón Valur Jónsson frá Bakka í A.-Landeyjum, vélvirki, f. 2. júní 1973.
Börn þeirra:
1. Kristín Edda Jónsdóttir, leikskólakennari, f. 17. mars 1997. Sambúðarmaður hennar Gunnar Davíð Frímannsson.
2. Einar Örn Jónsson, lærir vélstjórn í Tækniskólanum. Sambúðarkona Ethel María Hjartardóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Heimaslóð.
  • Íslendingabók.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Sigríður.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.