Elín Björk Hartmannsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 8. mars 2024 kl. 10:27 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 8. mars 2024 kl. 10:27 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Elín Björk Hartmannsdóttir“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Elín Björk Hartmannsdóttir frá Reykjavík, hjúkrunarfræðingur fæddist þar 3. mars 1955.
Foreldrar hennar Hartmann Guðmundur Guðmannsson frá Tungufelli í Svarfaðardal, Ey., bifreiðastjóri, f. 26. maí 1935, d. 20. ágúst 2019, og Lilja Guðlaugsdóttir frá Framnesi í Kelduhverfi, f. 21. júlí 1937, d. 6. júní 2008.

Elín lauk landsprófi í Héraðsskólanum í Skógum 1971, 5. bekkjar prófi í Héraðsskólanum í Reykholti, Borg. 1973, lauk námi í HSÍ í október 1976, lauk framhaldsnámi í heilsugæsluhjúkrun við NHS í apríl 1986.
Hún var hjúkrunarfræðingur í Sjúkrahúsinu í Eyjum 1. nóvember 1976 til 30. nóvember 1978, á Heilsverndarstöð Rvk 1. apríl til 1. júlí 1980, á Sjúkrahúsi Húsavíkur 1. október 1980 til september 1981, Heilsugæslustöð Húsavíkur 1. september 1981 til 1. nóvember 1984, 1. júní til september 1985 og frá 1. maí 1986, hjúkrunarforstjóri þar frá 1. júlí 1985. Hún var í þjónustuhópi aldraðra frá 1984.
Þau Gísli voru í sambúð, eignuðust eitt barn, en slitu sambúðinni.
Þau Viðar giftu sig 1985, eignuðust eitt barn. (þannig 1988).

I. Sambúðarmaður Elínar Bjarkar, slitu, var Gísli Ásmundsson frá Stóra-Gjábakka, verkstjóri, kaupmaður, f. 15. september 1950, d. 18. mars 2015.
Barn þeirra:
1. Ásmundur Gíslason, f. 8. janúar 1979. Kona hans María Birgisdóttir.

II. Maður Elínar Bjarkar, (17. ágúst 1985), er Viðar Sigurðsson stýrimaður á Júlíusi Havsteen frá Húsavík, f. 25. október 1947. Foreldrar hans Sigurður Guðnason vélstjóri, f. 2. maí 1914, d. 24. desember 1981, og kona hans Anna Guðlaug Sigurjónsdóttir húsfreyja, f. 25. febrúar 1927, d. 28. júlí 2022.
Börn þeirra:
2. Bjartur Viðarsson, f. 18. apríl 1988.
3. Elvar Viðarsson, f. 2. október 1991.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Hjúkrunarfræðingatal I-III. Hjúkrunarfélag Íslands 1969-1992.
  • Íslendingabók.
  • Morgunblaðið. Minning Önnu Guðlaugar.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.