Inga Dóra Þorsteinsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 10. nóvember 2006 kl. 10:46 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 10. nóvember 2006 kl. 10:46 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Inga Dóra Þorsteinsdóttir sjúkraliði og húsmóðir frá Goðasteini (Kirkjubæjabraut 11) fæddist 2. maí 1946.
Foreldrar: Þorsteinn Þórður Víglundsson, f. 1899 og k.h. Ingigerður Jóhannsdóttir, f. 1902.
Hún bjó í Goðasteini að Kirkjubæjabraut 11 í Eyjum til ársins 1973, en fluttist þá til Reykjavíkur.
Inga Dóra var í Gagnfræðaskólanum 1959-1963. Hún lauk sjúkraliðaprófi 1978.
Hún vann á Borgarspítalanum (Grensásdeild og deild 6A) 1978-1998, Hjúkrunarheimilinu Skógarbæ í Rvk 1998-2000, en síðan á Reykjalundi í Mosfellsbæ.
Maki (10. des. 1966): Helgi (Guðmundur Helgi) Guðjónsson, f. 1947.
Börn: Ingigerður sjúkraþjálfari, f. 1966; Guðný Helga löggiltur endurskoðandi, f. 1968; Kristín Hrönn kennari, f. 12. febr. 1976 í Rvk.

Heimildir:

  • Pers.