Blik 1939, 4. tbl./Kveðja

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 29. júní 2023 kl. 19:32 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 29. júní 2023 kl. 19:32 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Efnisyfirlit 1939


Kveðja.
Sólskin um sund og voga.
Sumar um land og haf.
Draumlyndur þeyrinn þýtur,
þenur hið hvíta traf.
Lygnar öldur bátinn bera
burt frá strönd.
Í fjarska djúpið dylur
mín draumalönd.
Blás þú sólhýri sunnanvindur
í seglin þönd.
— — — —
Ég átti viðkvæmar vonir,
sem vermdust í hjartans glóð.
Til himins stigu í hljóðri bæn
mín helgu draumaljóð.
Og loks er kominn sá langþráði dagur,
er legg ég á höf með bros á vörum
—og stefni í fjarskann — einn í förum.
H. Sæmundsson.