Hjörleifur Sigurjónsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 12. október 2006 kl. 10:24 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 12. október 2006 kl. 10:24 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Hjörleifur fæddist 25. okt.1872, lézt 5. júní 1954. Foreldrar voru Sigurjón bóndi á Tjörn í Svarfaðardal, en síðast á Húsavík Jónsson og Þórdís Hjörleifsdóttir.
Hjörleifur stundaði útgerð á Húsavík og í Eyjum eftir að hann fluttist þangað 1924. Var hann um skeið í félagi með Helga Benediktssyni. Á efri árum gerðist hann húsvörður við Barnaskólann, en flutti til dóttur sinnar í Kópavog 1948.
Maki (6. ágúst 1921): Stefanía Guðrún Hannesdóttir ljósmóðir. Þau bjuggu í Engidal
Barn (kjörbarn): Björg Sigurveig, f. 24. júní 1920, búsett í Kópavogi. Maki: Hilmar Árnason.

Heimildir:

  • Ljósmæður á Íslandi.
  • Sigfús M. Johnsen: Saga Vestmannaeyja.
  • Pers.