Elliðaey

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 2. júní 2005 kl. 11:33 eftir Simmi (spjall | framlög) Útgáfa frá 2. júní 2005 kl. 11:33 eftir Simmi (spjall | framlög) (→‎Höskuldur í Elliðaey: - Greinaskil bætt við)
Fara í flakk Fara í leit

Höskuldur í Elliðaey

Ýmsar sögur eru til úr Elliðaey, en ein þeirra hljómar á þá leið:

Einhvern tíma fyrir löngu var margt fólk við slátt í Elliðaey. Þar á meðal var vinnukona sem hét Guðrún Höskuldsdóttir. Á almæli var að þessi kona var ekki ein saman og hún hafði orðið léttari í Elliðaey um sláttinn. Hún bar barnið út og faldi það í helli einum í lundabyggðinni skammt austur af Nautaréttinni. Þessi útburður var nefndur Höskuldur eftir föður móðurinnar og hellirinn síðan Höskuldarhellir því að útburðurinn hafðist þar við.
Þessi útburður gerði lundamönnum og sláttumönnum ónæði með væli sínu á nóttum, einkum þó þegar gekk á með illvirði. Þá heyrðist útburðarvælið frá hellinum langt að.
Sögn Gísla Lárussonar í Stakkagerði