Hannes Hansson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 24. júlí 2006 kl. 10:23 eftir Daniel (spjall | framlög) Útgáfa frá 24. júlí 2006 kl. 10:23 eftir Daniel (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Hannes Hansson fæddist í Vestmannaeyjum 5. nóvember 1890 og lést 18. júní 1974. Hann ólst upp hjá hjónunum Ögmundi Ögmundssyni og konu hans Vigdísi Árnadóttur sem bjuggu í tómthúsinu Landakoti sem stóð nálægt Stakkagerði. Kona Hannesar var Magnúsína Friðriksdóttir frá Gröf.

Hannes byrjaði ungur sjómennsku, meðal annars hjá Þorsteini í Laufási á Unni og hjá Sigurði Ingimundarsyni á Gnoð. Árið 1912 hóf Hannes formennsku á Nansen. Hannes hætti sjómennsku árið 1940 og gerðist afgreiðslumaður á Básaskersbryggju á olíu til flotans. Hann var einn af stofnendum skipstjóra- og stýrimannafélagsins Verðandi og var hann kjörinn heiðursfélagi þar árið 1963.