Hansína Gunnarsdóttir Bjarnasen

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 2. febrúar 2021 kl. 09:57 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 2. febrúar 2021 kl. 09:57 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Hansína Gunnarsdóttir Bjarnasen húsfreyja fæddist 11. mars 1887 á Hjalteyri við Eyjafjörð og lést 2. nóvember 1973.
Foreldrar hennar voru Gunnar Einarsson kaupmaður á Hjalteyri við Eyjafjörð, f. 11. september 1853, d. 10. febrúar 1944, og kona hans Jóhanna Friðriksdóttir húsfreyja, f. 19. júní 1864, d. 3. mars 1903.

Hansína var með foreldrum sínum á Hjalteyri 1890 og með þeim í Reykjavík 1901. Hún var verslunarkona hjá Jes Ziemsen, búandi hjá föður sínum í Reykjavík 1910.
Hansína flutti frá Reykjavík til Eyja 1916.
Þau Jóhann giftu sig 1916, bjuggu í Dagsbrún 1918 með barnið Anton Gísla Emil á 1. ári, en hann var skírður í Reykjavík, líklega af trúarástæðum. Jóhanna María var einnig skírð þar, en ekki er getið um skírnartíma né skírnarstað Gunnars Jóhannesar. Þau voru búsett í Laufási í Eyjum 1920 með Jóhanni og börnunum Antoni og Jóhönnu Maríu, á Nýlendu 1925 og á Brekastíg 16 1927.
Þau Jóhann byggðu húsið við Brekastíg 32 1929-1930 og þar bjuggu þau síðan.
Hansína var kaþólskrar trúar, komin af kaþólíkum. Gunnar faðir hennar var heiðraður fyrir störf sín í þágu trúarinnar og bróðir hennar Jóhannes Tryggvi varð Hólabiskup 1943.
Hansína bjó síðar að Háteigsvegi 8 í Reykjavík.
Hún lést 1973.

Maður Hansínu, (1916), var Jóhann Antonsson Bjarnasen kaupmaður, f. 26. júní 1885 í Frydendal, d. 24. september 1953.

Börn þeirra hér:
1. Anton Gísli Emil Jóhannsson Bjarnasen, f. 30. ágúst 1918 í Dagsbrún, d. 23. júlí 1994.
2. Jóhanna María Jóhannsdóttir Bjarnasen, f. 19. nóvember 1919 í Laufási, d. 15. júní 1972.
3. Gunnar Jóhannes Jóhannsson Bjarnasen, f. 10. september 1922 í Laufási, d. 9. nóvember 1987.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.