Guðbjörg Matthíasdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 20. júlí 2006 kl. 14:27 eftir Margret (spjall | framlög) Útgáfa frá 20. júlí 2006 kl. 14:27 eftir Margret (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Guðbjörg Matthíasdóttir er fædd 14. mars 1952. Árið 1976 giftist Guðbjörg Sigurði Einarssyni en hann lést 4. október 2000. Guðbjörg og Sigurður bjuggu allan sinn búskap í Vestmannaeyjum og eignuðust fjóra syni, Einar, Sigurð, Magnús og Kristinn. Guðbjörg á heimili að Birkihlíð.

Guðbjörg útskrifaðist sem kennari árið 1976 og starfaði í fjöldamörg ár sem slíkur í Barnaskóla Vestmannaeyja. Eftir lát Sigurðar á Guðbjörg Ísfélag Vestmannaeyja að mestu. Guðbjörg situr í stjórn Ísfélagsins og Tryggingamiðstöðvarinnar sem hún er stór eigandi. Hún situr auk þess í stjórn Landsbanka Íslands.

Guðbjörg er formaður Sjálfstæðiskvennafélagsins Eyglóar. Guðbjörg sat í 11. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins til bæjarstjórnakosninga 2006. Guðbjörg er einnig í sóknarnefnd Ofanleitissóknar.