Þórshamar (við Vestmannabraut)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 18. júlí 2006 kl. 13:57 eftir Daniel (spjall | framlög) Útgáfa frá 18. júlí 2006 kl. 13:57 eftir Daniel (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Sjá Þórshamar við Vestmannabraut fyrir annað hús sem ber nafnið „Þórshamar


Hótel Þórshamar

Húsið Þórshamar stendur við Vestmannabraut 28. Þorsteinn Johnson frá Jómsborg byggði húsið sem var kallað Gamla bíó áður fyrr í daglegu tali. Margs kyns starfsemi var í húsinu, svo sem kvikmyndasýningar og skemmtanir, ásamt verksmiðjurekstri, auk þess sem það var síðar meir notað sem geymsluskemma. Húsið hrundi í gosinu 1973 en var endurbyggt eftir gos og hýsir nú Hótel Þórshamar og veitingastaðinn Fjóluna.