Ingólfur Gíslason (matsveinn)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 22. apríl 2020 kl. 11:30 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 22. apríl 2020 kl. 11:30 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Gunnar Ingólfur Gíslason matsveinn fæddist 6. apríl 1915 að Langagerði í Hvolhreppi, Rang. og lést 14. maí 1992.
Foreldrar hans voru Gísli Gunnarsson frá Torfastöðum, bóndi á Torfastöðum og í Langagerði, f. 1. nóvember 1868, d. 14. febrúar 1954, og kona hans Guðrún Halldórsdóttir frá Kotmúla, húsfreyja, f. 15. mars 1878, d. 3. júlí 1961.

Ingólfur var með foreldrum sínum fram á fullorðinsár, en sótti vertíðir í Eyjum frá tvítugsaldri.
Hann var oftast matsveinn og réri m.a. á Óðni VE, Jóni Stefánssyni VE, Hannesi lóðs VE, Kristbjörgu VE og að síðustu á Engey VE.
Um fimmtugt gerðist hann verkstjóri við kjötvinnslu hjá Kaupfélagi Vestmannaeyja.
Þau Guðrún fluttu á Selfoss við Gosið 1973 og þar vann Ingólfur við kjötvinnslu Kaupfélags Árnesinga í átta ár. Þá fluttu hjónin til Reykjavíkur og þar starfaði Ingólfur hjá Meistaranum hf. til starfsloka vegna aldurs.
Þau Guðrún Fanney giftu sig 1941, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í fyrstu á Höfðabrekku við Faxastíg 15, en fimm árum síðar keyptu þau íbúð við Vesturveg 32, bjuggu þar í níu ár, en eignuðust þá húsið við Hólagötu 33 og bjuggu þar ti Goss 1973, er þau fluttu á Selfoss og síðar til Reykjavíkur.
Gunnar Ingólfur lést 1992 og Guðrún Fanney 2017.

Kona Gunnars Ingólfs, (20. desember 1941), var Guðrún Fanney Stefánsdóttir frá Vestra-Stokkseyrarseli í Stokkseyrarhreppi, húsfreyja, f. 23. ágúst 1921, d. 10. nóvember 2017.
Börn þeirra:
1. Steinunn Ingólfsdóttir húsfreyja, f. 11. nóvember 1941 á Höfðabrekku. Fyrrum maður hennar Hjörleifur Hallgríms.
3. Vigfús Ingólfsson, f. 19. janúar 1943 á Höfðabrekku, ókvæntur.
4. Gísli Ingólfsson vélstjóri, f. 24. júlí 1947 á Vesturvegi 32 . Kona hans Linda Hannesdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.