J.P.T. Bryde

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 5. júlí 2006 kl. 10:32 eftir Margret (spjall | framlög) Útgáfa frá 5. júlí 2006 kl. 10:32 eftir Margret (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Johan P. T. Bryde rak Brydebúð. Hann var ennfremur yfirliðsforingi Herfylkingarinnar.

Johan P. T. Bryde

Jóhann Pétur var einn af þremur aðalstofnendum Lestrarfélags Vestmannaeyja. Hann fæddist 10. september 1831. Faðir hans var Niels N. Bryde sem átti verslanir víða um land og var vel liðinn. Við lát hans erfði Jóhann, sem var reyndar gjarnan var kallaður Pétur Bryde, Garðsverslun. Eftir 1870 dvaldi hann þó lengstum í Kaupmannahöfn.

Auk þess að vera einn af stofnendum Lestrarfélagsins gerði hann fyrstu tilraun með trjárækt í Eyjum árið 1856 þegar hann gróðursetti trjáplöntur í Dalnum og nefndi Þórulund til minningar um konu sína.

Talið er að hann hafi útvegað fyrsta lundaháfinn til Vestmannaeyja árið 1875 og þá gaf hann Landakirkju nýtt orgel árið 1877.

Bryde lést í Kaupmannahafn 13. apríl 1910.


Heimildir

  • Þorsteinn Þ. Víglundsson. Blik, ársrit Gagnfræðaskólans í Vestmannaeyjum. Maí 1962.