Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 2005/Sjómannasund

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 16. mars 2017 kl. 14:54 eftir Halla1 (spjall | framlög) Útgáfa frá 16. mars 2017 kl. 14:54 eftir Halla1 (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit
Sjómannasund


Vatnslitamynd sem Ragnar Engilbertsson málaði um 1950 af neðsta hluta Sjómanna-sunds en það var gamalt króarsund sem lá skáhallt frá Strandveginum upp að Njarðarstíg eins og sjá má á uppdrætti af Vestmannaeyjabæ frá 1923. I gamalli minnisbók frá 1925 er að finna eftir-farandi um Sjómannasund: Sjómannasund frá Strandvegi að Njarðarstíg. Við götuna eru eftirtalin hús: Nr. 3 Bjórgvin; nr. 4 Skel; nr. 5 Garðsstaðir ; nr. 10 A Sjávargata; nr. 10 B Sjónarhóll; nr.12 Ahaldahús hafnarinnar. Njarðarstígur lá fyrir norðan og neðan Miðstræti, sem enn er til, frá Krossgötum (Heimatorgi) þar sem komu saman á sannkölluðu Stjörnutorgi eins og við Sigurbogann i París! sex götur eða götu-slóðar, talið með sólu, Njarðarstigur, Formanna-sund, Víðisvegur, Urðavegur, Heimagata og Kirkjuvegur. Síðar var þessu breytt og voru um það miklar umræður. Myndin segir mikið um allt umhverfí og aðstæður við Vestmannaeyjahöfn á fyrri hluta 20. aldar, þar sem ægði saman aðgerðarhúsum og íbúðarhreysum, og fjöldi fólks bjó í aðeins einu herbergi og eldhúsi, en húsnæðisvandræði voru mikil í þeirri miklu uppbyggingu sem var í Vestmannaeyjum frá 1906 og fram yfir 1930. Fátækt var víðast hvar mikil. Á 30 árum jókst íbúatalan frá rúmlega 600 manns (601) árið 1901 í rúmlega 1300 árið 1910 (1319), 2.426 íbúar voru í Vestmannaeyjum árið 1920 og nærri því 3.400 manns árið 1930 (3.393). A þessum uppgangsárum flykktist fólk bókstaflega til Vestmannaeyja til að freista þar gæfunnar; nær undantekningarlaust var það ungt þróttmikið fólk af Suðurlandi; margt fólk kom frá Stokkseyri og

VÓLLUR l f.* ~.afcu1 VEST.MANNAB"^ 1 TEMPLARINN STAKKAGER-DIS" T Ú N

STAKKAGERÐI^ * STAÐARHQLL# ♦


\/ *STAÐARFELL HOLT Ilitlaland kirkjuhvoll kirk iuland»


HAFNAREYRI q flóðsker —■ *<%,""■ .GAReFJÓS ^

miðhúsaklettur /elliðaeyjarlón langalónsklöpp) """","/' óv^" MIÐHUS -^LANGAV" MIOHUSATUN [GJABAKKAPYTTUR Sf^ABAS 'V kVALDASKER llv-GJÁBAKKIlELDBl/ ] %BRIMNES \ • LEIÐARVAR-ÐA i ^E-GJABAKKI ÞURRKHÚS-AK.UR " VATNSDALUR VATNSDALUR 'G</, "un NOR-JUÍ8/S.JAR SiOAR VATNSOALSTÚN HOF ASGARÐUR" \\ MIÐEY : "~~S. A \\-^5Ó/ LAUFASTÚN HEIÐll <'^A

.J//i, »LAUFAS

■'HEIÐARHlí, vallaneS^ ■í-ytv, SKARÐSTUN " -OjO„ "E-VESTURHUSATUN V-VESTuHHÚSaTUN -CPRESTHUS VESTURHUS ■ ■ . S , ^VESTURHÚSA .. , BÚSSA M "' ,,.o ■ ^








IUF

Vestmannaeyjar 1923. Austurbœrinn og athafnasvœðið upp af höfninni. Mikill hluti afþessu svœði fór undir hraun í eldgosinu 1973. Kortið er úr bókinni .. Vestmanaeyjar - Byggð og eldgos. " eftir greinarhöfund GAE. en bókin kom út 1973.

Eyrarbakka og austan af fjörðum. A vetrarvertíðinni, langt fram í maí. var þarna ein samfelld hljómkviða stritandi fólks, karla, kvenna og barna. Loftið var fyllt lykt af fiski og slori, mótorskellum háværra glóðarhausvéla mótorbát-anna, en í austan hvassviðrum var rigningarúðinn blandinn seltu og sjódrifi sem rauk yfir höfnína og lágreistar aðgerðarkrærnar á pöllunum neðan og ofan við Strandveginn. Þrátt fyrir mikið strit, oft langt fram á nætur. var þama litrfkt mannlíf og Strandvesurinn hin mikla breiðsata o" búlevard Eyjanna, þó að með vaxandi bflamenningu yrði hann of þröngur. A vetrarkvöldum var stundum söngur og gleðskapur eftir öllum Strandveginum frá gamla Turninum við Mandal og austur undir Skans. Engínn hefur lvst erfiðinu betur en Theódór Friðriksson í ævisögu sinni I verum. En þar segir hann (bls. 593): „Fiskurinn var fluttur af bryggj-unni í handvögnutn með löngum kjúlkum, og ýttu menn vögnunum á undan sér eins og í tryllingi. Voru þarna stundiim áferð vagnar svo að tiiguin og

Anna í Björgvin. Anna Guðrún Sveinsdóttir, f. 14. apríl 1864 - d. 9.febrúar 1943.


hundruðum skipti, og œddu menn áfram með þá berhöfðaðir, en löðursveittir í hörkufrosti. Var það því mörgum lausnarstund, er fiskurinn var kominn í hús í hvert skipti, þó að ekki vœri við annað notalegra að hvílast en aðgerðina og það eigi ósjaldan með fingurmein eða sinaskeiðabólgu. Blöskraði me'r það alveg, hvað e'g sá marga menn í Vestmannaeyjum með vafða fingur og hendur í fatla. En það þótti linkuháttur að gefast upp,fyrr en í fiilla hnefana, en frœgð að geta skrúfað sig sem mest." Erfitt reyndist að fá upplýsingar um öll húsin á myndinni. Allir eldri Vestmannaeyingar þekkja rauða húsið fyrir enda myndarinnar, það er Geirseyri, þar sem útgerð Kap VE 272 hafði lengstum aðstöðu. Á neðstu hæðinni var gert að og fiskur saltaður í stæður og var óaðgerður fiskur tekinn inn um svörtu lúguna neðst til vinstri á myndinni. Á efri hæðinni var veiðarfærageymsla og verbúðir, en þrír kvistir voru á þakhæðinni að norðan þar sem bjuggu vertíðarmenn, þ.e. sjómenn og aðgerðar- Bræðurnir íBjörgvin. Halldór Magnús Halldórsson t.v., f. 6. apríl 1905 - d. I. mars 1942. James White Halldórsson t.h.J. 13. júlí 1906 - d. 20. apríl 1934.

menn. Anna White í Björgvin segir mér að þar hafi amk. í tvær vertíðir verið ráðskona, Sigurbjörg Einarsdóttir frá Eskifirði. í kjallaranum var stund-um beitt. Þetta var stórt hús sem kaupfélagið Herjólfur byggði áríð 1912 og Siggeir Torfason, kaupmaður og útgerðarmaður í Reykjavík, keypti árið 1915 og við hann var húsið kennt. Siggeir lét smíða bátana Helgu VE 180, Láru VE 181 og Syllu VE 182, 11 til 12 tonna báta, sem Guðmundur á Háeyri byggði og fyrst gengu á vetrarvertíðinni 1916. Meðfram Geirseyrinni að vestan lá leiðin niður á Bæjarbryggju en að norðan var fjaran og á flóði féll alveg upp að húsinu. I framhaldi af norðurveggnum var uppsteyptur veggur í kringum hrófin og tveir allbrattir, steinsteyptir slískar lágu upp frá Læknum, þar sem árabátar voru dregnir upp, þegar komið var frá bólum utan af Botni. Austurhliðin á Geirseyri lá að gömlu uppsátrunum eða Hrófunum eins og þau voru alltaf kölluð. Þarna, og á stóru svæði norður í Lækinn sem var, er nú mjölgeymsla FES. Sunnan við götuna, á horni Strandvegar og Formannabrautar að austan, var Oskasteinn, þar sem þeir feðgar Markús og Jón



Gíslason frá Armóti höfðu aðstöðu og veiðar-færageymslu. Þar var áfengisverslun áður en bann-árin komu. Ef til vill er nafnið frá þeim tíma!. Til vinstri við Geirseyrina sést í endann á „Svarta húsinu" sem svo var kallað eða „Þrætuhúsinu" eins og það var stundum nefnt. Fyrirtækið Gunnar Ólafsson & Co. á Tanganum átti þetta hús og um það voru miklar deilur vegna þess að húsið þótti þrengja mjög að leiðinni niður á Bæjarbryggju, þaðan sem aðgerðarmenn urðu að ýta þungum handvögnum fullum af fiski upp í aðgerðarkrærnar eins og áður er lýst. Af Iöngu bláu þakinu sést að þetta var stórt og mikið hús. Hátt tvflyft hús með þremur gluggum mun hafa verið beitu- og veiðar-færakró sem Tómas í Höfn átti og notaði fyrir sína báta, Lagarfoss VE 234 (síðar Lítillátur og Haukur) og Lagarfoss VE 292 og Sjöstjörnuna VE 92. Næst þessu húsi er grænn hjallur eða kró sem Helgi Jónatansson á Staðarhól við Kirkjuveg átti, en frá 1938 gerði hann út Örninn VE 173. Gula húsið með glugga á stafni er Björgvin, sem Elías Sæmundsson trésmiður byggði 1898- 1899. Þetta var lítið hús, aðeins baðstofa og lítið eldhús, þar á milli var lítil kompa. Þegar fátæktin svarf að Önnu gömlu í Björgvin eftir að hún missti mann sinn í sjóinn í april 1913 leigði hún frá sér baðstof-una og svaf sjálf í eldhúsinu. Hjallur með bröttu þaki yst til vinstri við Bjórgvin tilheyrði Garðsstöðum. Milli þessa hjalls og Björgvin var mjótt sund, þar sem stóð vatns-tunna sem margur fór í. Gráa húsið til hægri, sem ber í Geirseyrina, var áður beitu- og aðgerðarhús, en milli 1940 og 1950 mun Friðrik Matthíasson á Sóla, sem var með umboðssölu, hafa átt þetta hús sem var steinsteypt. Síðar var bæjarvigt á horni Strandvegar og Formannabrautar. Þetta hús hlýtur að vera Stakkagerðiskróin sem tilheyrði Gísla Lárussyni í Stakkagerði og var aðgerðarkró mótorbátsins Más sem fórst 12. febrúar 1920 með allri áhöfn. Um þessa kró skrif-aði Theódór Friðriksson sem fyrr er vitnað til: „Stakkagerðiskróin var beint upp af Bæjarbryggj-unni, en bryggjurnar voru þú þrjár í Vestmanna-eyjum... Stakkagerðiskróin bar þarna af flestum hinum krónum. Þetta var lítið einlyft steinhús og gert að fiskinum niðri, en beitningin fórfram uppi á loftinu. I krónni voru þrjúr steyptar þrœr í röð með öðrum veggnum, og átti þar að pœkilsalta fiskinn, en síðan skyldi umhlaða honam eftir nokkra daga." Kró var nafnið a aðgerðar- og veiðarfærahúsum í Vestmannaeyjum fyrr á tíð. Fram undir 1940 voru flestar krærnar norðan Strandvegar og vestan við Bæjarbryggjuna. Þær stóðu þar á steinstöplum, en á flóði flæddi undir pallana og skolaði sjórinn burt slógi og úrgangi og ekki var óalgengt að fólk gengi þar örna sinna á þeim tíma þegar engin vatnsveita var í Eyjum. Ofar í Sjómannasundi, neðan við Sjávargötu, átti Sæmundur í Jómsborg aðgerðarkró, en erfitt hefur verið að fá nákvæmar upplýsingar um hver átti þau hús sem sjást til hægri á myndinni. Björgvin var þekktast þessara húsa og stóð fram til 1. október 1958 þegar það var rifið og varð að víkja fyrir nýju skipulagi og breikkun Strandveg-arins. Söluturninn sem tók við af gamla Turninum sem stóð við Mandal og var því miður brotinn niður, stóð fram að eldgosinu 1973 þar sem Björgvin hafði staðið. Tómas Guðjónsson í Höfn byggði stórhýsi á tveimur hæðum á horni Strandvegar og Formannabrautar a árunum 1956- 1957. Húsið var áfast við Kuða, sem hafði staðið lengi vestan við Formannasund, en á rishæð voru miklir kvistir og var þar veiðarfærageymsla. Það þótti sögulegt að

komið var niður á beinagrind af manni þegar grafið var fyrir þessu húsi og minnti á sagnir um róstu-sama fyrri tíma, þegar Englendingar voru upp-vöðslusamir í Vestmannaeyjum skömmu eftir 1400. Um tómthúsið Björgvin ritaði Arni Árnason sím-ritari frá Grund í Blik árið 1959: „ Nú er Björgvin horfin afsviði okkar daglega lífs og er ekki laust við að rnanni þyki einhver óvenju-legur tórnleiki orðinn þarna við Strandstíginn garnla. Þrátt fyrir smœð sína og framlega smíði var einhver hlýleiki yfir húsinu alla tíð. Það stóð þarna innan ttm ftskikrœrnar eins og eitthvert sœltthús í óbyggðinni. Þangað flýðtt aðgerðarmenn og oft sjómenn og fengu, þrátt fyrir þröngan kost btíertd-anna, að velgja upp kaffibrúsann sinn og drekka slatta úr hontim íhlýjunni. Kannske höfðu þeir tíma til að spjalla tirn stund við fólkið, meðan mesti kuldinn leið úr kroppnum. Heftr víst oftlega sann-azt á búendum Björgvins, að þar sem nœgilegt er hjartarúrn, er ávallt nægilegt htísrúm. " Anna Guðrún Sveinsdóttir (f. 1864) sem bjó í Björgvin frá 1910 til dauðadags 9. febrúar 1943 var þekktust þeirra sem bjuggu í Björgvin. Hún var þekkt undir nafninu Anna í Björgvin og var mikil raunakona sem missti eiginmann sinn og báða syni í sjóinn. Björn Th. Björnsson rithöfundur og list-fræðingur (f. 1922) sem átti sín æskuár í Eyjum, í Drífanda rétt við Strandveginn, frá 1924 til 1936, skrifaði skáldævisögu um Önnu, sem hann nefndi Brotasögu og kom út 1998. Um Björgvin skrifar Björn Th. : „enda var húsið ( þ.e. Björgvin) miðsvœðis í öllu mannlíft Eyjanna; ekki nema nokkur skref niður á bryggjur og ekki nerna undir húsvegg til allra tíðinda að spyrja." Anna í Björgvin var þjóðsagnapersóna í lifanda lífi. Hún var skaphörð kona og hafði í heitingum, þegar heitt skap hennar braust fram, og þóttu reyn-ast áhrínsorð. Sumir voru því hálfsmeykir við Önnu og lýstu henni sem hörkutóli, en hún hafði reynt sitt af hverju í lífinu. Anna var lausaleiksbarn 19. aldarinnar, ólst upp hjá vandalausum og átti erfiða æsku. Ég sem set þessar línur á blað á þó ekki slæmar minningar um Önnu í Björgvin frá því ég sem fimm ára drengur fór með Binnu, frænku minni á Búastöðum, niður í Björgvin að sækja lunda, en Dóri sonur hennar var sókningsmaður í Ellirey þar sem Búastaðir áttu nytjar ásamt 15 öðrum jörðum. Ég man eftir að Anna talaði ekki mikið við mig, drenghnokkann. Binna brýndi fyrir mér að vera stilltum og gamla konan vék að mér góðu. I minningunni var þetta góð og eftirminnileg ferð. Anna í Björgvin og maður hennar Halldór Runólfsson, sem var bróðir Guðrúnar á Sveinsstöðum, móður Arsæls Sveinssonar, Júlíönu listakonu, Sigurveigar á Strembu, (móður Sveins listmálara) og þeirra systkina, fluttu frá Reykjavfk til Vestmannaeyja árið 1908 með fjögur börn. Þau bjuggu fyrstu árin á Litlu-Löndum, en árið 1910 fluttu þau hjón með þrjú eftirlifandi börn sín í tómthúsið Björgvin; Gunnlaugur Marel sem var 5 ára, þegar þau komu til Eyja árið 1908, dó í október 1909. Halldór Runólfsson var formaður á sex manna fari, opnum vorbáti. Hann fórst ásamt þremur skipverjum sínum í suðaustan stormi austan við Eyjar, sennilega í straumröstinni sunnan við Bjarnarey, hinn 6. aprfl 1913. Börn þeirra Önnu og Halldórs Runólfssonar voru auk Gunnlaugs Marels: Halldór Magnús sem fædd-ur var í Hull, þar sem þau hjón bjuggu í nokkur ár; hann drukknaði með vélbátnum Þuríði formanni 1. mars 1942; James White, fæddur í Reykjavfk 1906, drukknaði 22. apríl 1934, þegar bátur hans, lóðsbát-urinn Brirnill, fórst við Eyjar og Margrét Ingibjörg, sem fæddist í Vestmannaeyjum áriðl909. Hún býr nú 96 ára gömul á dvalarheimili aldraðra að Blesastöðum á Skeiðum; þekktur borgari í Eyjum sem Magga í Björgvin. Dætur Margrétar eru Anna Jenný White Marteinsdóttir, f. 1937, sem gift er Adólf Sigurgeirssyni frá Stafholti og Margrét Cornell (f. 1944) gift Bjarna H. Joensen og búa þau í Þorlákshöfn. Eftir að Björgvin var rifin fluttist Margrét með dætrum sínum að Óiafsvöllum, innar á Strandveginum, vestan við Geitháls. Þau hjón, Anna Jenný og Adólf, eru búsett í Grindavfk og eiga þrjú uppkomin börn. Þau veittu mér mestar upplýsingar um vatnslitamyndina sem var upphaf þessara skrifa. Ennþá er óleyst úr ýmsum spurningum um myndina, sem þeir er betur vita geta þá bætt við síðar. Vatnslitamyndin er í eigu hjónanna Kristínar Guðjónsdóttur og Ólafs A Sigurðssonar sem er ættaður úr Vestmannaeyjum. fæddur þar og uppalinn. Olafur vann lengi á Tanganum, þar sem afi haas, Gunnar Ólafs-son, réði forðum ríkjum. Myndin var brúðargjöf til þeirra hjóna frá Guðrúnu Gunnarsson og Þorsteini Magnússyni í London þegar þau voru gefm saman í hjónaband l.júlíárið 1952. Guðjón Armann Eyjólfsson