Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1983/ Minning látinna

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 16. desember 2016 kl. 11:34 eftir Karibjarna2 (spjall | framlög) Útgáfa frá 16. desember 2016 kl. 11:34 eftir Karibjarna2 (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit
Minning látinna
Líknargjafinn þjáðra þjóða
, :::::þú sem kyrrir vind og sjó
. :::::Ættjörð vor í ystu höfum
 :::::undir þinni miskunn bjó
. :::::Vertu með oss, vaktu hjá oss
, :::::veittu styrk og hugarró
. :::::Þegar boðinn heljar hækkar
, :::::herra, lægðu vind og sjó

.
Þegar brotnar bylgjan þunga,
::::: brimið heyrist yfir fjöll.
::::: Þegar hendir sorg við sjóinn,
::::: syrgir, tregar þjóðin öll.
::::: Vertu ljós og leiðarstjarna,
::::: lægðu storm og boðaföll,
 :::::líknargjafinn þjáðra þjóða,
::::: þegar lokast sundin öll.

Halldór Jónsson
F. 28. ágúst 1919 - D. 17. maí 1982.

Halldór Jónsson var fæddur og alinn upp í Hafnarnesi við Fáskrúðsfjörð. Faðir hans,Jón Níelsson, lést 1953, en móðir hans, Guðlaug Halldórsdóttir, er enn á lífi, á Sólvangi í Hafnarfírði, á tíræðisaldri. Þau Jón og Guðlaug eignuðust níu börn, tvö dóu í bernsku en sjö komust til fullorðinsára. Tvö þeirra systkina hafa lifað og starfað hér í Vestmannaeyjum, Dóri (eins og tengdafaðir minn var jafnan kallaður) og Kristín, kona Óskars Ólafssonar pípulagningarmanns.
Í Hafnarnesi vandist Dóri við öll algeng störf til sjávar og sveita enda byggðist afkoma manna þar jöfnum höndum á útgerð og búskap. Hann lærði fljótt að bjarga sér enda vinnusemi og samviskusemi honum í blóð borin. Það átti þó ekki fyrir Dóra að liggja að verða útvegsbóndi í Hafnarnesi. Hinn 4. júlí 1944 giftist Dóri eftirlifandi eiginkonu sinni, Önnu Guðrúnu Erlendsdóttur, og bjuggu þau á Fáskrúðsfirði fram til ársins 1952. Þar fæddust börn þeirra þrjú, Jóhann, skipstjóri og útgerðarmaður á Andvara, giftur undirritaðri, og Brynja, gift ((Haraldur Benediktsson|Haraldi Benediktssyni)) skipstjóra á skuttogaranum Klakki; eitt barn misstu þau í bernsku. Barnabörnin eru orðin átta, og eitt þeirra, Ernu, dóttur Brynju, ólu þau Anna og Dóri upp að öllu leyti.
Dóri kom fyrst til Vestmannaeyja 1935 á vertíð, en fluttist með fjölskyldu sinni hingað 1952. Hér reistu þau sér hús, á Boðslóð 16, og bjuggu þar þangað til þau fluttust að Hásteinsvegi 60 fyrir fjórum árum.
Eftir að til Vestmannaeyja kom stundaði Dóri sjó, fyrst í stað var hann á Ver með Jóni Guðmundssyni, en gerði síðan út Skuldina með þeim Bergþóri og Guðjónií Hlíðardal, eða þar til hann seldi hlut sinn og fór í land vegna magasárs 1962. Vann hann eftir það lengst af í Fiskimjölsverksmiðjunni h.f.
Dóri var tíður gestur á bryggjunum, fylgdist vel með einkum syni og tengdasyni; þar var hans líf og yndi.
Árið 1973, gosárið, kenndi Dóri fyrst þess sjúkdóms sem átti síðar eftír að draga hann til dauða. Hann átti eftir að þjást mikið, en kvartaði aldrei og bar sjúkdóm sinn af einstakri karlmennsku og æðruleysi. Í upphafi sl. árs brá enn til hins verra og var þá ákveðið að hann gengist undir mikla hjartaaðgerð í London. Sú aðgerð heppnaðist ekki og lést Dóri þar á sjúkrahúsi langt um aldur fram.
Dóri var fríður maður í útliti, fremur lágvaxinn og snaggaralegur í hreyfingum. Hann var skapgóður og glaðlyndur, hjálpfús og laghentur. Hann var félagslyndur og sat í stjórn Verkalýðsfélags Vestmannaeyja um árabil.
Dóri reyndist mér eins og besti faðir þegar ég kom inn á heimili þeirra Önnu fyrst. Fyrir það er ég honum þakklát, og tel mikið lífslán að hafa átt samfylgd með honum. Og börn mín hafa sannarlega misst sinn besta vin. Með Halldóri Jónssyni er genginn góður og heiðarlegur maður. Aðalbjörg Bernódusdóttir.


Magnús Guðmundsson F. 22. mars 1964 — D. 11. júh 1982 Á einu augnabliki er líf ungs drengs hrifsað úr faðmi fjölskyldu og vina. Eftir er sár söknuður, bitur raunveruleikinn að hið mannlega er ekki