Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1969/ Stýrimannafræðsla í Vestmannaeyjum

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 29. apríl 2016 kl. 16:38 eftir StefánBjörn (spjall | framlög) Útgáfa frá 29. apríl 2016 kl. 16:38 eftir StefánBjörn (spjall | framlög) (Ný síða: <center><big><big>'''Stýrimannafrœðsla í Vestmannaeyjum'''</big></big></center><br> Í vandaðri skrá sýningarinnar íslendingar og hafið voru stuttar yfirlitsgreinar um flest...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Stýrimannafrœðsla í Vestmannaeyjum


Í vandaðri skrá sýningarinnar íslendingar og hafið voru stuttar yfirlitsgreinar um flesta sýningaraðila, en fremst var mjög fróðleg grein eftir Lúðvík Kristjánsson sagnfræðing, sem hann nefndi Árin og seglið.
Í skránni var stutt ágrip af sögu stýrimannafræðslu í Vestmannaeyjum og Stýrimannaskólanum hér. Svo slysalega vildi til í prentun, að tvær málsgreinar milli greinarskila féllu alveg úr þessu stutta og knappa ágripi, sem var sniðinn þröngur stakkur.
Birtum við því greinina hér leiðrétta og vonum, að betur muni takast í prentuninni í þetta skipti.
Á liðinni öld og á fyrstu árum vélbátaútgerðar er í Vestmannaeyjum getið tveggja dugandi sjómanna, sem kenndu undirsröðuatriði siglingafræði og meðferð ártavita. Þessir menn voru Jósef Valdason skipstjóri, sem fórst í fiskiroðri árið 1887 og Sigurður Sigurfinnsson hreppstjóri, sem andaðist árið 1916.
Vegna hafnleysis varð aldrei lagður grundvöllur að skútuútgerð frá Vestmannaeyjum; þó er getið fáeinna jakta, sem stunduðu hákarlalegur á ofanverðri 19. öld. Notkun áttavita um borð í áraskipum í Vestmannaeyjum er þekkt frá því um 1890, en árið 1910, 4 árum eftir upphaf vélbátaútgerðar, krafðist Bátaábyrgðarfélag Vestmannaeyja, að formenn væru prófaðir í siglingareglum og meðferð áttavita. Félagið skipaði Sigurð hreppstjóra prófdómara, og varð vottorð um kunnátu formanns að fylgja, þegar óskað var eftir tryggingu báts.
Með tilkomu hafnar í lok fyrri heimsstyrjaldar stækkaði vélbátaflotinn ört og varð nú öllum ljóst, að aukin menntun sjómanna væri brýn nauðsyn. Fyrsti vísir að skipulegri sjómannafræðslu í Vestmannaeyjum er stutt vélfræðinámskeið Fiskifélags íslands haustið 1915, þá nefnt „vélarnámskeið". Getið er, að 14 nemendur hafi að meðaltali sótt námskeiðið, og luku 8 prófi.

Fyrsta stýrimannanámskeið í Vestmannaeyjum er haldið haustið 1918, frá byrjun október til jóla. Námskeiðið sórtu 23 nemendur, og höfðu 8 þeirra rétt til að ganga til prófs. Spænska veikin truflaði mjög kennslu, og luku 5 nemendur prófi. Upp frá þessu vom stýrimannanámskeið í Eyjum haldin næstum reglulega á hverju ári allt fram til 1940. Forstöðumaður og kennari á fyrsta námskeiðinu og oftast síðar var Sigfús Scheving, sem lauk prófi frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík árið 1907. Námskeið þessi stóðu haustmánuðina fram til vertíðarbyrjunar um miðjan janúar og veittu fyrst 30, en síðan (50 og loks 120 tonna skipstjórnarréttindi.
Til mikils óhagræðis sjómönnum í Vestmannaeyjum og annars staðar á landinu voru námikeið þessi lögð niður um tíma. Með breyttum Jögum árið 1957 voru stýrimannanámskeið aftur tekin upp, og fram til ársins 1964 voru haldin 4 námskeið í Vestmannaeyjum og útskrifaðir 82 stýrimenn með 120 tonna skipstjórnarréttindi.
Með stækkandi fiskiskipaflota landsmanna fullnægðu þessi svonefndu minnaprófs námskeið ekki lengur kröfum tímans. Sjómannasamtökin í Vestmannaeyjum, og þá einkum Skipstjóra- og stýrimannafélagið Verðandi, höfðu lengi óskað eftir að fá stýrimannaskóla til Vestmannaeyja, sem gæti veitt skipstjórnarréttindi á fiskiskip af hvaða stærð sem væri.
Hinn 30. marz 1964 samþykkti Bæjarstjórn Vestmannaeyja því einróma þá tillögu að beita sér fyrir stofnun stýrimannaskóla í Vestmannaeyjum. Bar Guðlaugur Gíslason alþingismaður þegar á alþingi veturinn 1964 fram frumvarp vil laga um stofnun skólans. Málinu var þá vísað til nefndar, en var á næsta þingi um haustið endurflutt, og voru þá meðflutningsmenn Guðlaugs þingmennirnir Pétur Sigurðsson og Lúðvík Jósefsson. Hinn 18. desember 1964 var frv. til laga um Stýrimannaskólann í Vestmannaeyjum samþykkt á Alþingi og voru lögin staðfest af forseca 31. desember það ár.
Skólinn hafði þegar tekið til starfa haustið 1964 í tveimur bekkjardeildum með 20 nemendum. Skólastjóri var ráðinn Guðjón Ármann Eyjólfsson, en auk hans störfuðu við skólann 10 stundakennarar og 1 fastráðinn kennari við 1. bekk. Strax í upphafi var skólinn búinn nýtízku siglinga- og kennslutækjum, og bar Vestmannaeyjabær allan kostnað af stofnun skólans og rekstri. Við stofnun gáfu einstakir sjómenn, samtök þeirra og slysavarnadeildin Eykyndill stórgjafir til skólans. Á næstu fjárlögum var skólanum veitt 225 þú. kr. ríkisframlag, og er rekstur skólans nú að hálfu borinn uppi af ríkinu.
Vorið 1965 útskrifuðust fyrstu nemendur skólans með hið meira fiskimannapróf. Með breyttum lögum um stýrimannamenntun í landinu haustið 1966 lengdist nám 1. bekkjar og lýkur nú með fiskimannaprófi 1. stigs, sem veitir 120 tonna skipstjórnarréttindi.
Hinn 11. maí sl. lauk 5. starfsári skólans, og hefur skólinn þá gefið út 75 stýrimannsskírteini, 26 skírteini fiskimannaprófs 1. stigs og 49 skírteini meira fiskimannaprófs eða fikimannaprófs 2. stigs. Vestmannaeyjabær á og rekur skólann og kýs 4 af 5 manna skólanefnd, en ráðherra skipar formann skólanefndar.