Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1981/ Björgunartæki Sigmunds

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 23. febrúar 2016 kl. 14:54 eftir StefánBjörn (spjall | framlög) Útgáfa frá 23. febrúar 2016 kl. 14:54 eftir StefánBjörn (spjall | framlög) (Ný síða: Á nýliðnum vetri hefur okkar ágæti samborgari Sigmund Jóhannsson ekki setið auðum höndum hvað varðar slysavarna- og öryggismál sjómannastéttarinnar.<br> Þegar skip...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Á nýliðnum vetri hefur okkar ágæti samborgari Sigmund Jóhannsson ekki setið auðum höndum hvað varðar slysavarna- og öryggismál sjómannastéttarinnar.
Þegar skip hafa farist með snöggum hætti hefur áhöfnum þeirra oft ekki gefist tími til þess að sjósetja gúmmíbjörgunarbáta.
Sigmund hefur fundið upp einfalt og gott tæki, sem hentar öllum skipum stórum og smáum, sem sjósetur og blæs upp gúmmíbjörgunarbátana með því að kippt er í handfang, sem er á stjórnpalli eða víðar í sama skipi.
Einnig hefur Sigmund hannað útbúnað við þetta tæki, sem sjósetur og blæs upp bátana án þess að mannshöndin komi þar nærri. Þegar kassi í brú fyllist af sjó þeytist gúmmíbáturinn uppblásinn í sjóinn.
Fimmtudaginn 21. maí sl. var sýnt af 5 skipum í Vestmannaeyjahöfn hvernig tæki þessi vinna.
Hér á síðunni eru myndir frá þessari sýningu. Sjómenn, útgerðarmenn og björgunaraðilar, sem fylgdust með voru allir á einu máli um að hér væri komið tæki, sem svo oft hefði vantað þegar skip hefðu farist með snöggum hætti. Björgunarmöguleikar sjómanna hefðu vaxið mikið með tilkomu þess, og skilda yrði tækið á allan íslenska flotann hið fyrsta. Að lokinni sýningu átti fréttamaður útvarpsins, Helgi Pétursson, viðtal við Sigmund þar sem þetta kom fram.
Helgi: Þetta virðist vera einföld og góð lausn?
Svar: Menn, sem einungis hafa barnaskólapróf geta ekki látið sér detta neitt flókið í hug.
Síðar segir fréttamaður „Það hefur komið fram að þú ætlir ekki að taka nein laun fyrir þetta hvorki hugmyndina né vinnuna þína!!
Svar Sigmunds var: Mín laun verða, ef ég sé eitthvert barn taka á móti föður sínum, þó að skip hans nái ekki að landi.

Friðrik Ásmundsson