Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1964/ Björn Finnbogason, skipstjóri Kirkjulandi

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 23. febrúar 2016 kl. 14:40 eftir Kristinsigurlas (spjall | framlög) Útgáfa frá 23. febrúar 2016 kl. 14:40 eftir Kristinsigurlas (spjall | framlög) (Ný síða: <big><big><center>Björn Finnbogason, skipstjóri</center></big></big><br> <big><center>Kirkjulandi</center></big><br> <big><center>Fæddur 7. desember 1885. Dáin...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Björn Finnbogason, skipstjóri


Kirkjulandi


Fæddur 7. desember 1885. Dáinn 4. apríl 1964


Þeim fækkar nú óðum Vestmannaeyingunum, sem byrjuðu formennsku á áraskipunum um síðustu aldamót hér í Eyjum, og stóran kapítula hafa þeir Iifað í sögu þjóðarinnar á öllum sviðum hins mannlega lífs. Ekki hvað sízt við það, sem að sjónum lýtur. Þá var hér engin höfn, sem heitið gat, engir hafnargarðar, engir vegir, engin skip nema áraskip, engin veiðarfæri nema handfæri með einum krók, engin farartæki nema hesturinn. Það, sem fiskaðist varð fólkið að bera í höndunum neðan frá sjávarmáli upp í litlar fiskikrær til aðgerðar. Þá hafa verið erfiðir tímar, að sjá sér og sínum farborða hér í Eyjum.
Þá var það, að hingað bárust glæsilýsingar frá gósenlöndum hinum megin við hafið, sem heillaði stóran hluta þjóðarinnar á brott þann hlutann, sem tapað hafði trú á Iandið og framtíð þess. Sá hlutinn, sem heima sat, stóð svo föstum fótum í íslenzkri jörð, að hann vildi heldur bíða hel, en hverfa af sinni fósturjörð, laun þessa fólks urðu svo þau, að lífskjör þess urðu konungleg við það, sem áður var. Þetta fólk er nú orðið gamalt að árum, en það voru sterkir stofnar í harðbýlu landi, sem skilað hafa nútíðinni dýrmætum arfi til ávöxtunar.
Einn af þessum stofnum sem eftir sat, var minn góði vinur allt frá mínum æskuárum, Björn Finnbogason, sem nú hefur kvatt sína samferðamenn og Iagt í sína síðustu siglingu til sólarlanda eilífðarinnar, sem hann trúði svo einlæglega á, og kemur þar eflaust heill af hafi eins og hann ævinlega gerði hér í Eyjum alla sína löngu og farsælu formannstíð. Það má með sanni segja um Björn, að hann stundaði alla höfuðatvinnuvegi Eyjanna eins og þeir voru á hans fyrri dögum, sjósókn, fuglaveiðar og fjallgöngur, og var jafnvígur á þær allar.
Björn Finnbogason var fæddur 7. desember 1885 að Dvergasteini á Seyðisfirði. Tveggja ára gamall fluttist hann með foreldrum sínum, Rósu Eyjólfsdóttur og Finnboga Björnssyni, til Vestmannaeyja, og settust þau að í húsinu Nojsomhed. Síðan fluttust þau í húsið Uppsali, 1892 flytur svo þessi fjölskylda að Norðurgarði, sem var síðan æskuheimili Björns, ásamt fjögurra bræðra hans, en þrír af þeim urðu merkisformenn hér í Eyjum, en einn fluttist til Vesturheims. Í Norðurgarði bjó faðir hans til æviloka, 16. apríl 1943.
Ungur að árum fór Björn að stunda sjóinn með föður sínum og sagði hann mér, að það hefði verið sinn sjómannaskóli. Faðir hans var annálaður formaður alla sína sjómannstíð og má segja að Björn hafi í sinni löngu formannstíð fetað dyggilega í fótspor föður síns með alla stjórnsemi og farsæld, sem fylgdi honum alla tíð.
Það sýnir bezt, hvert álit Björn hefur haft, þegar hann fimmtán ára gamall rær með föður sínum á áraskipinu Nýja Öldin, að faðir hans veiktist um sinn, að þá var Birni falin formennskan á skipinu og þótti honum strax vel úr hendi fara. Gísli J. Johnsen átti skipið Nýju öldina, og eignaðist Björn part í henni síðar og var formaður með hana og fleiri áraskip þar til mótorbátarnir komu 1905. Þá kaupir hann vélbátinn Neptúnus, átta smálestir, smíðaðan í Danmörku í félagi við Gísla J. Johnsen og Björn Jónsson í Gerði, og er formaður með hann til 1916. Þá Iáta þeir félagar smíða nýjan Neptúnus og stærri hér í Eyjum og er Björn með hann til 1923 að hann hættir formennsku sakir vanheilsu.
Björn var alla sína formannstíð einn af beztu fiskimönnum hér í Eyjum.
Einn mesta gæfudag í lífi sínu taldi Björn 11. september 1910, er hann giftist frændkonu sinni, Láru Guðjónsdóttur frá [[KirkjubærKirkjubæ. Sama ár reistu þau framtíðarheimili sitt. Kirkjuland, og hefur það verið mikið átak í þá daga og lýs-ir stórhug þeirra hjóna. Þarna reyndist heldur ekki tjaldað til einnar nætur því þarna bjuggu þau allan sinn búskap, rúmlega 53 ár. Þau hjón eignuðust sex börn. eitt dó í æsku. en hin fimm eru á lífi, öll hið ágætasta fólk, sem allir bera traust til, sem þekkja. Björn ræktaði stórt tún í kringum heimili sitt og hafði fram á seinni ár nokkurn búskap með útgerðinni eins og altítt var hér í Eyjum. Sjósókn hefur alla tíð verið erfið og áhættu-söm, ekki sízt á meðan fleytan var smá og ör-yggistæki engin. En þetta var eini bjargræðis-vegurinn til að sjá sér og sínum farborða og var stundaður af miklu kappi. Og þar lét Björn Finnbogason sinn hlut ekki eftir liggja. Fugla-veiðar stundaði Björn um áraraðir og var slyngur í þeirri íþrótt og var heiðursfélagi Bjargveiðifélags Vestmaniiaeyja. En það má muna, að það voru ekki ein-göngu karlmennirnir, sem byggðu upp sjávar-plássin á fyrri hluta þessarar aldar. Þar stóðu konurnar með mönnum sínum af miklum dugn-aði, ásamt börnum, er þau komust á legg, að allri velferð heimilisins, með því að fara sjálf-ar í aðgerðina þegar vel aflaðist, á fiskreitinn á sumrin, þegar hver þurrkaði fiskinn sinn sjálfur og í heyskapinn eftir því sem með þurfti. En svona var vinnan þrotlaus í þá daga. Og þetta gerðist allt á Kirkjulandsheimilinu. Þeir, sem kunnugir hafa verið þessu heimili, vita, að sterk og hlý hönd húsmóðurinnar var Birni bæði aflgjafi og ylgjafi til hinztu stund-ar. Enda fór Bjórn ekki dult með við þann, sem þetta ritar, að eiginkonan var honum allt. Hon-um fannst heiður að því, að hann hefði stækk-að af sambúðinni við hana, þannig ferst stór-mennum ætíð og eins virti Lára og dáði eigin-mann sinn. Mér fannst, þegar ég leit heim til þeirra stöku sinnum í vetur, að þau væru ekki tvö, heldur einn maður. Það hlaut að hlýja öðrum um hjarta að finna þá einingu. Fegurra getur tæplega, en öldruð hjón, sem lifa fyrst og fremst hvort annars lífi. Samhent og sameinuð í h'fi og dauða fyrir Guði og mönnum. Hver getur litið til slíkra hjóna í elli þeirra öðruvísi en með lotningarfullum hug? Síðast sá ég Bj örn á sj úkrahúsinu hér fáum dögum áður en hann andaðist. Hið mikla lífs-fjör var að dvína og þrótturinn. En söm var hjartahlýjan og handtak hins mæta drengskap-armanns. Það er gott að minnast þeirra, sem starfað hafa í grandvarleik og varðveitt það, sem þeim hefur verið trúað fyrir. I þeim hópi tel ég Björn. Langur dagur var að kveldi kom-inn, ferðbúinn var hann og vissi, hvert ferðinni var heitið og var hljóðnæmur á þessi orð: Að kveldi dags skuluð þér vita, að Drottinn kem-ur. Bjórn var einlægur kirkjunnar maður og trú-málin voru hans helgidómur. Hann starfaði