Ragnar Engilbertsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 9. júní 2006 kl. 09:58 eftir Sigurgeir (spjall | framlög) Útgáfa frá 9. júní 2006 kl. 09:58 eftir Sigurgeir (spjall | framlög) (Leiðrétti og bætti við texta)
Fara í flakk Fara í leit

Ragnar er fæddur 15. maí 1924 og er hann sonur Engilberts Gíslasonar húsamálara og Guðrúnar Sigurðardóttur húsmóður, en faðir hans hafði stundað listmálun um langt skeið. Telja má líklegt að það hafi haft áhrf á hann.

Ragnar lærði húsamálun, en nítján ára fór hann í Handíða- og myndlistaskólann í Reykjavík (1943-1945). Á árunum 1948-1951 var hann við nám í Kunstakademíunni í Kaupmannahöfn.

Hógværð og lítillæti er aðalsmerki Ragnars og það var ekki fyrr en um 1980 sem myndir Ragnars birtust almenningi í Eyjum. Áður hafði hann sýnt á nokkrum samsýningum til dæmis í Charlottenborg og Reykjavík.

Á sumardaginn fyrsta 2004 var Ragnar gerður að heiðurslistamanni Vestmannaeyja og er hann sá fyrsti sem hlýtur þá nafnbót.