Stefán Jón Friðriksson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Stefán Jón Friðriksson frá Efra-Ási í Hjaltadal í Skagafirði, sjómaður, bátsmaður, stýrimaður, skipstjóri, útgerðarmaður fæddist þar 12. febrúar 1943.
Foreldrar hans voru Friðrik Rósmundsson bóndi í Efra-Ási og í Gröf á Höfðaströnd, síðar trésmiður og kennari á Hofsósi, síðast í Hveragerði, f. 24. júní 1919, d. 27. febrúar 1994, og kona hans Anna Sigurbjörg Jónsdóttir húsfreyja, fiskiðnaðarkona, f. 12. janúar 1921, síðast í Hveragerði, d. 20. júní 2007.

Stefán Jón Friðriksson.

Stefán var með foreldrum sínum til 15 ára aldurs, en þá fór hann til Eyja.
Hann var þar verkamaður, en sjómaður frá 16 ára aldri.
Stefán lauk Stýrimannaskólanum í Eyjum 1964, eignaðist ásamt Gunnari Marel Tryggvasyni Erling VE 295 1976 og var skipstjóri á honum til 1989.
Þá fór hann í land, vann í netagerð, en var síðan ýmist bátsmaður eða stýrimaður á Herjólfi til starfsloka.
Þau Ágústa giftu sig 1964, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu á Illugagötu 16, keyptu og bjuggu síðan á Heiðarvegi 30 og þá á Heiðarvegi 53. Þau byggðu á Austurvegi 1a, Garðshorni og búa þar.

I. Kona Stefáns Jóns, (28. mars 1964), er Ágústa Patricia Högnadóttir frá Vatnsdal, húsfreyja, f. 14. mars 1944 í Englandi.
Börn þeirra:
1. Anna Stefánsdóttir starfsmaður Borgarbókasafnsins í Reykjavík, Landmælinga Íslands og er nú skrifstofumaður hjá verslun tengdaforeldra sinna, f. 26. júlí 1964 í Eyjum. Maður hennar Oddur Sigurðsson.
2. Jón Högni Stefánsson sjómaður, vélstjóri í Eyjum, f. 27. ágúst 1968 í Eyjum. Fyrrum sambýliskona hans Dagbjört Laufey Emilsdóttir. Kona hans Stefanía Ársælsdóttir.
3. Eyrún Stefánsdóttir hárgreiðslukona í Noregi, f. 17. október 1977 í Eyjum. Sambýlismaður hennar Eyvar Örn Geirsson.
4. Guðni Davíð Stefánsson verslunarmaður, f. 11. janúar 1982 í Eyjum.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.