Lárus S. Knudsen

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Lárus Sigmundsson Knudsen á Hjalla, kyndari, verkamaður fæddist 25. október 1891 í Hvolseli í Saurbælarhreppi í Dalas. og lést 24. ágúst 1968.
Foreldrar hans voru Sigmundur Páll Knudsen bóndi í Svínadal í Saurbæ, f. 24. október 1854, d. 14. maí 1915, og kona hans Signý Indriðadóttir húsfreyja, f. 4. júlí 1865, d. 6. maí 1950. Lárus var með foreldrum sínum í æsku, í Hvolseli, á Felli í Strandasýslu 1901.
Hann var hjú á Skriðinsenni í Strandasýslu 1910, vinnumaður á Seljalandi u. V._Eyjafjöllum 1914-1917, eiginmaður Mörtu þar 1916. Þau Marta fluttu mð Guðnýju til Eyja 1917. Hann var húsbóndi á Hjalla, kyndari á e/s Borg og fjarverandi 1920.
Þau fluttu til Lands og skildu.
Marta lést 1924 á Vífilsstöðum.
Lárus bjó með Sigríði í Reykjavík. Þau eignuðust sex börn, bjuggu í Bankastræti 14b 1930 og 1945.
Lúðvík lést 1968 og Sigríður 1987.

Lárus Knudsen.

Lárus átti tvær konur.
Fyrri kona hans, (8. janúar 1916), var Marta Jónsdóttir húsfreyja, f. 25. janúar 1892 á Tjörnum u. V.-Eyjafjöllum, d. 18. apríl 1924 á Vífilsstöðum.
Börn þeirra:
1. Guðný Lárusdóttir Knudsen, f. 21. nóvember 1916, d. 11. maí 1949.
2. Jóna Knudsen, f. 22. október 1918 á Hjalla, d. 16. desember 1918.

II. Síðari kona Lárusar var Sigríður Jónsdóttir frá Norður-Götum í Mýrdal, f. þar 4. mars 1895. d. 25. maí 1987. Foreldrar hennar voru Jón Gíslason bóndi, f. 26. september 1858 á Mið-Fossi í Mýrdal, d. 27. júní 1945 á Norður-Götum, og fyrri kona hans Tala Hjaltadóttir húsfreyja, f. 16. september 1866 á Suður-Götum í Mýrdal, d. 20. júlí 1898 á Norður-Götum.
Börn þeirra:
3. Hrefna Lárusdóttir húsfreyja, póstafgreiðslumaður í Reykjavík, f. þar 25. júlí 1926, d. 6. desember 2011. Fyrrum maður hennar Kurt Zeissel frá Austurríki. Síðari maður hennar Ólafur Halldórsson, látinn.
4. Sigmundur Páll Lárusson múrarameistari í Reykjavík, f. 4. ágúst 1928, d. 20. júlí 2012. Kona hans Anna Hjörleifsdóttir, látin.
5. Sigurður Lárusson Knudsen múrari í Reykjavík, f. 29. nóvember 1930, d. 26. apríl 2009. Kona hans Ólöf Huld Matthíasdóttir, látin.
6. Jón Lárusson Knudsen verkamaður í Reykjavík, f. þar 6. febrúar 1932.
7. Reynir Lárusson sölumaður í Reykjavík, f. þar 27. október 1933. Fyrrum kona Hulda Hjaltadóttir.
8. Anna María Lárusdóttir póstafgreiðslumaður í Reykjavík, f. þar 29. júní 1936. Maður hennar Jason Jóhann Vilhjálmsson, látinn.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Knudsensætt 1-2. Ritstjóri Þorsteinn Jónsson. Sögusteinn 1986.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.