Jóhann J. Johnsen

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Jóhann Jörgen Johnsen fæddist 9. október 1847 og lést 11. maí 1893. Hann var sonur Guðfinnu Jónsdóttur Austmann, dóttur Jóns Jónssonar Austmann, og Kasper Johan Jörgen Johnsen, verslunarstjóra í Garðurinn.

Jóhann J. Johnsen útvegsmaður og kaupmaður (d.1893)

Jóhann var kvæntur Önnu Sigríði Árnadóttur. Þau hófu búskap sinn árið 1880 í gamla Frydendal. Synir þeirra voru: Gísli J. Johnsen, Kristinn Lárus Johnsen, Sigfús M. Johnsen, Guðni Hjörtur Johnsen og Árni J. Johnsen.

Í Frydendal ráku hjónin veitingasölu, útgerð og búskap.