Gunnar Karl Haraldsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Gunnar Karl Haraldsson frá Eyjum, félagsmálafræðingur fæddist þar 25. september 1994 og lést 28. febrúar 2021 á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja.
Foreldrar hans eru Haraldur Þorsteinn Gunnarsson rekstrarstjóri, f. 1. maí 1956, og kona hans Kristín Gunnarsdóttir, húsfreyja, bókari, f. 19. mars 1960.

Gunnar Karl Haraldsson.

Börn Kristínar og Haraldar:
1. Hrefna Haraldsdóttir, f. 28. apríl 1980. Fyrrum maður hennar Þorsteinn Elías Þorsteinsson. Maður hennar Ásgeir Bachmann.
2. Eyrún Haraldsdóttir, f. 26. mars 1985.
3. Gunnar Karl Haraldsson tómstunda- og félagsfræðingur, f. 25. september 1994, d. 28. febrúar 2021.

Gunnar var með foreldrum sínum í bernsku.
Hann varð stúdent í Framhaldsskólanum í Eyjum 2015, lauk B.A.-prófi í tómstunda- og félagsmálafræði í HÍ 2019. Hann hóf síðan framhaldnám í kennslufræði framhaldsskóla.
Gunnar vann ýmis störf, m.a. í félagsmiðstöðvum og í Reykjadal.
Hann var virkur þátttakandi í ýmsum félagsstörfum, m.a. í Vöku, ÍBV og í Liverpool-klúbbnum.
Gunnar lést 2021.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.