Geirseyri

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Húsið Geirseyri stendur við Strandveg 18. Það var reist árið 1970 og er mjölgeymsluhús. Í eldgosinu 1973 braust hraunið inn í húsið en það var hreinsað og gert við skemmdirnar.

Geirseyri, séð af nýja hrauninu.
Gamla Geirseyri

Áður en þetta stóra hús var byggt stóð þar önnur Geirseyri. Það hús byggði Kaupfélagið Herjólfur á árunum 1910-1911. Nokkrum árum síðar, um 1915, keypti Siggeir Torfason húsið en hann hóf útgerð í Eyjum árið 1916. Var húsið oft kennt við eigandann og kallað Siggeirshús en síðar var það alltaf kallað Geirseyri. Siggeir var með þrjá báta í útgerð, Helgu, Sillu og Láru.

Á lofti gömlu Geirseyrinnar voru verbúðir fyrir sjómenn og aðgerðarmenn ásamt mötuneyti. Í kjallaranum var aðgerð og söltun fór þar fram. Á miðhæð var fiskurinn umsaltaður og á sumrin var þar þurrfiskgeymsla. Við austurgafl hússins voru hin gömlu skipahróf, uppsátur Eyjabáta í aldaraðir.



Heimildir

  • Karl Guðmundsson. Ég man þá tíð... Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1975.