Matthías Guðmundsson (forstjóri)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 13. apríl 2024 kl. 13:33 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 13. apríl 2024 kl. 13:33 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Matthías Guðmundsson frá Sólheimatungu við Brekastíg 14, málarameistari, verslunarmaður, forstjóri fæddist þar 11. apríl 1930 og lést 19. mars 2012.
Foreldrar hans voru Guðmundur Guðjónsson frá Borgareyrum u. Eyjafjöllum, netamaður, útgerðarmaður, verkamaður, f. 27. október 1901, d. 28. maí 1976, og kona hans Karólína Sigríður Ingvarsdóttir, frá Hvíld á Stokkseyri, húsfreyja, skrifstofumaður, f. 28. ágúst 1904, d. 18. febrúar 1973.

Matthías Guðmundsson.

Börn Sigríðar og Guðmundar:
1. Matthías Guðmundsson forstjóri, f. 11. apríl 1930, d. 19. mars 2012.
2. Guðjón Viggó Guðmundsson, f. 24. maí 1934, d. 10. mars 2011.

Matthías var með foreldrum sínum, í Sólheimatungu, á Hásteinsvegi 8 1934, á Hjalla við Vestmannabraut 57 1930, flutti með þeim til Selfoss.
Hann stundaði nám í Héraðsskólanum á Laugarvatni, hóf nám í málaraiðn hjá Ingþóri Sigurbjörnssyni 1948, lauk náminu hjá Pétri Hjaltested 1952. Hann lauk námi í Iðnskólanum á Selfossi 1950 og sveinsprófi í Rvk 1952, fékk meistarabréf 1956.
Hann var verslunarstjóri og síðan forstjóri hjá bifreiðaverslun Egils Vilhjálmssonar hf.
Matthías stofnaði Matthías Glerið s.f., heildsölu- og glerverkstæði 1982.
Þau Ingunn giftu sig 1949, eignuðust fjögur börn.
Matthías lést 2012 og Ingunn 2013.

I. Kona Matthíasar, (11. júní 1949), var Ingunn Egilsdóttir húsfreyja, skrifstofumaður, f. 17. september 1928, d. 25. janúar 2013. Foreldrar hennar voru Egill Vilhjálmsson bifreiðastjóri, kaupmaður, f. 28. júní 1893, d. 29. nóvember 1967, og kona hans Helga Sigurðardóttir húsfreyja, f. 9. október 1898, d. 25. júlí 1982.
Börn þeirra:
1. Sigríður Matthíasdóttir, f. 13. nóvember 1949. Maður hennar Guðmundur Kristinsson.
2. Helga Matthíasdóttir, f. 18. mars 1954. Maður hennar Valmundur Gíslason.
3. Erna Matthíasdóttir, f. 12. mars 1960. Maður hennar Víðir Bergmann Birgisson.
4. Egill Matthíasson, f. 13. apríl 1965. Kona hans Linda Lek Thieojanthuk.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Íslenskir málarar - Saga og málaratal. Kristján Guðlaugsson. Málarameistarafélag Reykjavíkur 1982.
  • Morgunblaðið. Minning Matthíasar.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.