Hörður Elíasson (Varmadal)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 11. mars 2024 kl. 13:20 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 11. mars 2024 kl. 13:20 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Hörður Elíasson (Varmadal)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Hörður Elíasson frá Varmadal við Skólaveg 24, húsasmiður, stýrimaður fæddist þar 31. ágúst 1941.
Foreldrar hans voru Elías Sveinsson frá Varmadal, skipstjóri, f. 8. september 1910, d. 13. júlí 1988, og kona hans Eva Lilja Þórarinsdóttir frá Sunnuhvoli á Blönduósi, húsfreyja, f. 18. febrúar 1912, d. 19. júlí 2007.

Hörður Elíasson.

Hörður varð 4. bekkjar gagnfræðingur í Gagnfræðaskólanum í Eyjum 1958, lauk stýrimannaprófi í Eyjum 1965. Hann lærði húsasmíði, lauk sveinsprófi í Iðnskólanum í Eyjum 1969 og síðan í Rvk 1976.
Hann byrjaði á sjó á síldveiðum 1957, og var á sjó öðrum þræði síðan, var stýrimaður seinni árin, en hefur eingöngu unnið við smíðar frá 1971.
Þau Elínbjörg giftu sig, eignuðust þrjú börn.

I. Kona Harðar er Elínbjörg Þorbjarnardóttir frá Harrastöðum í Miðdölum, húsfreyja, f. 10. júlí 1941. Foreldrar hennar Guðmundur Þorbjörn Ólafsson bóndi, f. 14. mars 1891, d. 6. maí 1958, og Björg Ebenesersdóttir, f. 1. maí 1904, d. 2. febrúar 2005.
Börn þeirra:
1. Björg Harðardóttir, f. 29. apríl 1968.
2. Lilja Harðardóttir, f. 29. apríl 1971.
3. Heiða Harðardóttir, f. 9. maí 1977.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.