Óskar Guðmundur Guðjónsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 1. júní 2023 kl. 19:33 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 1. júní 2023 kl. 19:33 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Óskar Guðmundur Guðjónsson frá Reyðarfirði, sjómaður, verkamaður, húsasmíðameistari fæddist á Búðareyri þar 5. október 1920 og lést 28. janúar 2009 á Landspítalanum í Kópavogi.
Foreldrar hans Guðjón Jónsson frá Byggðarenda á Álftanesi, Gull., útgerðarmaður, skipstjóri, f. 7. febrúar 1893, fórst í Hornafjarðarósi 26. mars 1921, og kona hans Margrét Guðmundsdóttir frá Veltu í Mjóafirði eystra, húsfreyja, f. 25. júlí 1894, d. 6. júlí 1975. Stjúpfaðir Óskars var Sveinbjörn P. Guðmundsson búfræðingur, bóndi á Hólmum í Reyðarfirði, kennari, verslunarmaður, símstöðvarstjóri, oddviti, síðar kennari í Flatey á Breiðafirði, f. 23. apríl 1880, d. 2. október 1955.

Óskar Guðmundur Guðjónsson.

Systir Óskars Guðmundar var
1. Kristín Guðjónsdóttir húsfreyja í Viðey, f. 28. júlí 1918, d. 19. september 2019.

Óskar var með foreldrum skamma stund. Faðir hans lést er Óskar var á fyrsta ári sínu. Hann ólst upp hjá móður sinni og stjúpföður, Sveinbirni Guðmundssyni, f. 23. apríl 1880, d. 2. október 1955.
Óskar flutti til Svefneyja á Breiðafirði 14 ára með móður sinni og stjúpföður og síðan til Flateyjar þar.
Hann var sjómaður, verkamaður, lærði húsasmíðar og vann við þá iðn sína.
Þau Guðbjörg Vallný giftu sig 1948, eignuðust tvö börn. Þau hófu búskap í Flatey, en fluttu til Eyja og bjuggu í Lambhaga við Vesturveg 19 1948. Þau fluttu til Reykjavíkur 1964 og bjuggu þar síðan, síðast á Háaleitisbraut 14.
Óskar lést 2009.

I. Kona Óskars, (27. mars 1948), er Guðbjörg Vallý Magnúsdóttir frá Höfðabrekku við Faxastíg 15, húsfreyja, f. þar 4. október 1928.
Börn þeirra:
1. Ragnar Heiðar Óskarsson með BA-próf í sagnfræði og íslensku, framhaldsskólakennari í Eyjum, f. 17. janúar 1948 í Lambhaga. Kona hans Jóhanna Njálsdóttir Andersen.
2. Guðjón Grétar Óskarsson óperusöngvari, starfar við þjónustu við geðfatlaða í Garðabæ, f. 3. ágúst 1954 í Lambhaga. Fyrrum kona hans Inga Kristín Grímsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.