Þuríður Hannesdóttir (Oddsstöðum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 3. maí 2022 kl. 10:00 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 3. maí 2022 kl. 10:00 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Þuríður Hannesdóttir húsfreyja á Oddsstöðum, í Breiðholti og að síðustu í Reykjavík, fæddist 10. júní 1867 í Efri-Ey í Meðallandi og lést 4. apríl 1953 í Reykjavík.
Foreldrar hennar voru Hannes Hannesson bóndi, f. 12. júlí 1834, d. 1898, og kona hans, (skildu), Þuríður Sigurðardóttir húsfreyja, f. 29. febrúar 1840, d. 2. mars 1916 í Eyjum.

Þuríður Hannesdóttir.

Börn Þuríðar og Hannesar í Eyjum voru:
1. Þuríður Hannesdóttir húsfreyja á Oddsstöðum og Vesturhúsum, f. 10. júní 1867, d. 4. apríl 1953.
2. Hannes Hannesson vinnumaður, síðar skósmiður á Siglufirði, f. 24. október 1868, d. 28. janúar 1906.
3. Dagbjört Hannesdóttir, síðar húsfreyja í Reykjavík, f. 25. september 1880, d. 2. febrúar 1960.
4. Dómhildur Hannesdóttir, f. 14. september 1865, d. 16. desember 1959. Hún var vinnukona í Eyjum skamma stund um aldamótin 1900.
5. Guðrún Hannesdóttir vinnukona, síðar húsfreyja í Mjóafirði og Reykjavík, f. 3. október 1877, d. 18. september 1963.
6. Rannveig Hannesdóttir vinnukona, síðar húsfreyja í Vesturheimi, f. 7. janúar 1879.
7. Kristín Hannesdóttir vinnukona, síðar húsfreyja í Eyjum í Breiðdal, f. 25. september 1880, d. 23. febrúar 1943.

Þuríður var með foreldrum sínum í Efri-Ey til 1877, á Grímsstöðum í Meðallandi 1877-1884, í Klauf þar 1884-1885.
Hún fluttist að Stakkagerði 1885, þá 19 ára vinnukona.
Fráskilin móðir hennar kom frá Dalsseli u. Eyjafjöllum 1887.
Þau Oddur giftust 1890 og á því ári bjuggu þau með foreldrum Odds á Oddsstöðum.
Þuríður ól 4 börn á Oddsstöðum, missti Odd mann sinn 1896 og barnið Steinunni 1897.
Hún fluttist til Reyðarfjarðar og þaðan vinnukona að Sandhúsum í Mjóafirði. Hún var hjá Guðrúnu systur sinni í Skógum í Mjóafirði eystri 1901 með Ásdísi hjá sér.
1904 fluttist hún til Gunnólfsvíkur á Langanesi, en kom aftur til Eyja 1905, var vinnukona í Garði 1906. Hún fluttist til Gunnólfsvíkur að nýju 1908 og var bústýra hjá Haraldi við giftingu þeirra 1910, en Haraldur hafði komið að Gunnólfsvík frá Tungugerði í S-Þing. 1903. Þuríður var húsfreyja í Gunnólfsvík í Bakkafirði 1910 með Haraldi og Jóhönnu Þuríði dóttur sinni og Maríu dóttur Haraldar. Oddrós Anna Sigríður var þar um skeið, en fluttist til Reykjavíkur 1916.
Þau Haraldur fóru frá Gunnólfsvík 1917 til Breiðdals og þaðan til Eyja 1918. Með þeim var frændi Haraldar, fósturbarn þeirra, Haraldur Þór Jóhannsson, f. 18. desember 1912, d. 24. janúar 2004. Hann var sonur Jóhanns Stefánssonar bónda á Skálum á Langanesi og k.h. Maríu Friðriksdóttur úr Grímsey. Móðir Jóhanns var Sofía Helgadóttir móðursystir Haraldar Magnússonar.
Þau Haraldur fluttust til Reykjavíkur 1921. Þar bjuggu þau 1930 og Þuríður bjó ekkja þar 1939.
Hún lést 1953.

Úr minningargrein:
„Allt líf Þuríðar var óslitin barátta. Barátta við fátækt og vanheilsu. Ofan á hennar eigin vanheilsu bættust langvarandi veikindi maka hennar beggja.
En ekkert virtist geta bugað þessa smávöxnu, grönnu konu.
Þuríður var vel gefin kona og víðlesin. Söngvin var hún mjög. Er mér minnisstætt, að það eina, sem hún virkilega harmaði að hafa farið á mis við í uppvextinum, var tónmenntun. “

Þuríður var tvígift.
I. Fyrri maður hennar, (17. október 1890), var Oddur Árnason útvegsbóndi á Oddsstöðum, f. 30. júní 1865, d. 3. maí 1896.
Börn þeirra voru:
1. Steinunn Oddsdóttir, f. 20. júlí 1891, d. 14. apríl 1897 í Frydendal.
2. Ásdís Oddsdóttir, f. 19. febrúar 1893, var 8 ára tökubarn hjá Guðrúnu móðursystur sinni í Skógum í Mjóafirði eystri 1901, d. 10. ágúst 1907.
3. Jóhanna Þuríður Oddsdóttir, f. 21. júlí 1895, d. 2. maí 1972. Hún var alin upp hjá Guðlaugi og Margréti í Gerði (1901), fluttist til Gunnólfsvíkur á Langanesi 1908 og var þar með móður sinni og stjúpföður 1910, bjó síðar í Reykjavík.
4. Oddrós Anna Sigríður Oddsdóttir, f. 25. október 1896 að föður sínum látnum. Hún var fóstruð hjá Guðmundi Þórarinssyni og Guðrúnu Erlendsdóttur á Vesturhúsum 1901 og 1910, bjó síðar í Danmörku, d. 1980.

II. Síðari maður Þuríðar, (5. nóvember 1910), var Haraldur Magnússon kaupmaður, bóndi, f. 18. desember 1872 á Læknesstöðum á Langanesi, d. 12. júní 1938 í Reykjavík.
Þau voru barnlaus, en fóstruðu
5. Einar Odd Þór Einarsson systurson Þuríðar. Hann var fæddur 10. júlí 1925 í Chicago í Bandaríkjunum. Hann var loftskeytamaður og síðar skrifstofustjóri, lést 31. mars 2010 í Reykjavík.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Minning. Morgunblaðið 15. apríl 1953.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.
  • Ættir Austfirðinga. Einar Jónsson og fleiri. Austfirðingafélagið í Reykjavík 1953-1968.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.