Jakobína Kristmundsdóttir (Skógum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 19. maí 2021 kl. 16:39 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 19. maí 2021 kl. 16:39 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Viglundur færði Jakobína Kristmundsdóttir á Jakobína Kristmundsdóttir (Skógum))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Jakobína Kristmundsdóttir frá Skógum, hárgreiðslumeistari fæddist 19. október 1918 að Jaðri við Vestmannabraut 6 og lést 18. desember 2008.
Foreldrar hennar voru Kristmundur Jónsson frá Ytri-Skógum u. Eyjafjöllum, bifreiðastjóri, f. 11. september 1889, d. 8. ágúst 1968, og kona hans Guðlaug Sigurðardóttir frá Rauðafelli u. Eyjafjöllum, húsfreyja, f. 24. mars 1888, d. 22. mars 1983.

Jakobína Kristmundsdóttir.

Jakobína var með foreldrum sínum.
Hún flutti til Reykjavíkur, lærði hárgreiðslu og fékk meistararéttindi. Hún vann við iðn sína fram að giftingu.
Eftir skilnað flutti hún til Eyja og bjó með móður sinni í Skógum.
Þær fluttu til Reykjavíkur við Gosið 1973, bjuggu við Síðumúla. Jakobína dvaldi að síðustu á hjúkrunarheimilinu í Sóltúni í Reykjavík.
Þau Bjarni giftu sig 1943, eignuðust þrjú börn. Þau skildu 1963. Jakobína lést 2008.

I. Maður Jakobínu, (1943), var Bjarni Kristján Bjarnason vélstjóri, f. 4. september 1911, d. 8. mars 1985. Foreldrar hans voru Bjarni Bjarnason söðlasmiður, f. 23. ágúst 1874, d. 26. mars 1958, og Friðrikka Ingunn Friðriksdóttir húsfreyja, f. 16. júlí 1886, d. 27. nóvember 1954.
Börn þeirra:
1. Guðlaug Bjarnadóttir, f. 17. nóvember 1943. Maður hennar Gísli Svavarsson.
2. Bjarni Bjarnason, f. 28. mars 1945, d. 2. nóvember 2019. Fyrrum kona hans Margrét Eyjólfsdóttir. Barnsmóðir hans Hildur Hilmarsdóttir.
3. Kristmundur Bjarnason, f. 9. október 1954.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.