Steina Scheving (Langholti)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 3. desember 2020 kl. 17:56 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 3. desember 2020 kl. 17:56 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Steina Scheving (Langholti)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Aðalheiður Steina Guðjónsdóttir Scheving frá Langholti, hjúkrunarfræðingur fæddist 19. febrúar 1927 í Bergholti og lést 30. júní 2018 á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi.
Foreldrar hennar voru Guðjón Scheving málarameistari, kaupmaður, f. 11. september 1898 í Dölum, d. 9. október 1974, og kona hans Ólafía Jónsdóttir húsfreyja, f. 4. apríl 1904 í Varmahlíð u. Eyjafjöllum, d. 10. apríl 1983.

Aðalheiður Steina Scheving.

Börn Ólafíu og Guðjóns:
1. Jón Guðjónsson Scheving, fæddur 1. mars 1924 á Sólbergi, dáinn 19. desember 1992.
2. Aðalheiður Steina Scheving, fædd 19. febrúar 1927 í Bergholti, d. 30. júni 2018.
3. Sveinn Guðjónsson Scheving, fæddur 27. ágúst 1933 á Faxastíg 8, d. 5. júní 2009.

Steina var með foreldrum sínum í æsku, í Bergholti við Vestmannabraut 67 1927, á Arnarfelli við Skólaveg 29 1930, síðan í Langholti við Vestmannabraut.

Hún nam í Kvöldskóla iðnaðarmanna 1941-1944, Húsmæðraskólanum í Reykjavík 1946-1947 og lauk námi í Hjúkrunarskóla Íslands í maí 1951.
Steina lauk framhaldsnámi í geðhjúkrun í Nýja hjúkrunarskólanum 1977.
Hún var hjúkrunarkona við Sjúkrahúsið í Eyjum 1. júní 1951-1. ágúst 1951, 1. janúar 1952-1. maí 1954, leysti yfirhjúkrunarkonu af í júní 1955.
Hún vann við Heilsuverndarstöð Vestmannaeyja 1. september 1964- til 1. desember 1964 og með heilsugæslu í skólum 1. september 1967- janúar 1970, vann á geðdeild Borgarspítalans frá september 1970- desember 1972, var deildarstjóri frá desember 1972-ágúst 1979, var hjúkrunarstjóri á göngudeild Kleppsspítala og geðdeild Landspítala frá 1. september 1979 -31. desember 1982 og hjúkrunarframkvæmdastjóri geðdeildar Borgarspítalans frá 1. janúar 1983-starfsloka vegna aldurs 1990.
Steina var í bygginganefnd nýja sjúkrahússins í Eyjum, fyrsti formaður Vestmannaeyjadeildar Hjúkrunarfélags Íslands.
Þau Loftur giftu sig 1954, eignuðust fimm börn. Þau bjuggu í Langholti við Vestmannabraut 48 1954, síðar við Boðaslóð 12. Þau fluttu til Kópavogs í árslok 1969.
Loftur lést 2011 og Aðalheiður Steina 2018.

I. Barnsfaðir Steinu var Tryggvi Þorsteinsson læknir, lektor, f. 30. desember 1923 í Reykjavík, d. 23. nóvember 2015. Foreldrar hans voru Þorsteinn Jóhannesson prestur á Stað í Steingrímsfirði, prófastur í Vatnsfirði, N.-Ís., síðar fulltrúi í dóms-og kirkjumálaráðuneytinu, f. 24. mars 1898, d.17. apríl 2001, og kona hans Laufey Tryggvadóttir frá Seyðisfirði, húsfreyja, f. þar 16. desember 1900, d. 30. desember 1990.
Barn þeirra:
1. Guðjón Óli Scheving Tryggvason verkfræðingur, f. 7. október 1951 í Langholti. Kona hans Sigrún Stefánsdóttir.

II. Maður Aðalheiðar Steinu, (7. maí 1954) var Guðmundur Loftur Magnússon frá Ísafirði, kaupmaður, síðar sölumaður í Reykjavík, f. 24. júlí 1925, d. 6. júní 2011.
Börn þeirra:
2. Jón Loftsson rafeindavirki, f. 15. september 1954. Kona hans Jóhanna Björgvinsdóttir.
3. Hreinn Loftsson hæstaréttarlögmaður, f. 12. janúar 1956. Kona hans Ingibjörg Kjartansdóttir.
4. Magnús Loftsson framkvæmdastjóri, f. 12. janúar 1957. Maki hans Gunnar Ásgeirsson.
5. Ásdís Loftsdóttir húsfreyja, fatahönnuður, f. 7. febrúar 1958. Fyrrum maður hennar Guðmundur Sigurbjörnsson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Hjúkrunarfræðingatal I-III. Hjúkrunarfélag Íslands 1969-1992.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 10. júlí 2018. Minning.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.