Laufey Grétarsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 7. apríl 2024 kl. 22:02 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 7. apríl 2024 kl. 22:02 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit
Laufey Grétarsdóttir.

Laufey Grétarsdóttir frá Rvk, húsfreyja fæddist 2. nóvember 1962.
Foreldrar hennar Grétar Sigurðsson starfsmaður Flugfélags Íslands og í félögum tengdum því, f. 2. febrúar 1938, d. 5. ágúst 2010, og kona hans Sigríður Þóra Ingadóttir, húsfreyja, verslunarmaður, f. 23. október 1942, d. 14. september 2021.

Bróðir Laufeyjar – í Eyjum, er
1. Ingi Grétarsson, f. 1967. Kona hans Svandís Geirsdóttir.

Laufey var með foreldrum sínum í æsku.
Hún flutti til Eyja, giftist Eyþóri. Þau eignuðust tvö börn. Þau búa við Hólagötu 38.

I. Maður Laufeyjar er Eyþór Harðarson, rafmagnstæknifræðingur, f. 11. júní 1963.
Börn þeirra:
1. Aníta Ýr Eyþórsdóttir, f. 18. mars 1984.
2. Grétar Þór Eyþórsson, f. 23. júní 1986.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.