Eiríkur Ásbjörnsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 20. júlí 2006 kl. 20:20 eftir Margret (spjall | framlög) Útgáfa frá 20. júlí 2006 kl. 20:20 eftir Margret (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Eiríkur Ásbjörnsson, Urðavegi 41, fæddist 21. maí 1893 á Eyrarbakka. Hann var kvæntur Ragnheiði Ólafsdóttur í Eiríkshúsi og eignuðust þau þrjú börn. Árið 1919 fluttist Eiríkur til Vestmannaeyja og byrjar hann formennsku tveimur árum síðar á Emmu sem hann keypti nýjan. Formennsku stundaði hann á Emmu fram á fjórða áratuginn. Eftir það stundaði Eiríkur útgerð.

Eiríkur tók mikinn þátt í félagsstörfum útvegsmanna í Vestmannaeyjum og sat hann í stjórnum margra félaga.


Heimildir

  • Sjómannablaðið Víkingur. Farmanna- og Fiskimannasamband Íslands.