Hvíld við Höfðaveg

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 15. nóvember 2005 kl. 09:59 eftir Sigurgeir (spjall | framlög) Útgáfa frá 15. nóvember 2005 kl. 09:59 eftir Sigurgeir (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Gistiheimilið Hvíld stendur við Höfðaveg 16. Húsið var í eigu Sigríðar I. Sigurðardóttur frá Skuld en hún og eiginmaður hennar, Ingólfur Theódórsson, netagerðarmeistari, byggðu húsið. Heiti hússins er dregið af því að hinum megin götunnar stendur varðan Hvíld, þar sem fyrr á tíð var áningarstaður Ofanbyggjara.

Við Faxastíg 14 stendur einnig hús sem heitir Hvíld.