„Vélbátaútgerð“: Munur á milli breytinga

Fara í flakk Fara í leit
Lagaðar fyrirsagnir
(Setti inn nýjan texta)
(Lagaðar fyrirsagnir)
Lína 2: Lína 2:
Eros, sem oftast var kallaður Rosi, uppfyllti ekki þær væntingar sem gerðar voru og var ekki gerður út til fiskveiða.  Hann þótti óhentugur til slíks og við bættist að vélin var ekki gangviss.
Eros, sem oftast var kallaður Rosi, uppfyllti ekki þær væntingar sem gerðar voru og var ekki gerður út til fiskveiða.  Hann þótti óhentugur til slíks og við bættist að vélin var ekki gangviss.


Upphafið á Ísafirði
 
== Upphafið á Ísafirði ==


Vestmannaeyingar voru ekki forgöngumenn í vélvæðingu bátaflotans, því að tveimur árum áður hafði vél verið sett í bát á Ísafirði.  Í nóvember 1902 var vél sett í sexæringinn Stanley á Ísafirði og síðan í fleiri báta.  Líklegt má telja að þetta frumkvöðlastarf Ísfirðinga hafi verið kveikjan að vélvæðingunni í Eyjum sem og annars staðar en [[Þorsteinn Jónsson]] í [[Laufás]]i kynntist þessari tækni í bátnum Bjólfi frá Seyðisfirði og hreifst af henni..
Vestmannaeyingar voru ekki forgöngumenn í vélvæðingu bátaflotans, því að tveimur árum áður hafði vél verið sett í bát á Ísafirði.  Í nóvember 1902 var vél sett í sexæringinn Stanley á Ísafirði og síðan í fleiri báta.  Líklegt má telja að þetta frumkvöðlastarf Ísfirðinga hafi verið kveikjan að vélvæðingunni í Eyjum sem og annars staðar en [[Þorsteinn Jónsson]] í [[Laufás]]i kynntist þessari tækni í bátnum Bjólfi frá Seyðisfirði og hreifst af henni..


Knörr VE 73
 
== Knörr VE 73 ==
 


Þó að þessi fyrsta tilraun í Eyjum hafi misheppnast, lögðu menn ekki árar í bát.  Í september, árið 1905, komu tveir vélbátar til Eyja.  [[Sigurður Sigurfinnsson]], hreppstjóri og formaður á [[Heiði]], sigldi hingað báti sem fékk nafnið [[Knörr VE 73]].
Þó að þessi fyrsta tilraun í Eyjum hafi misheppnast, lögðu menn ekki árar í bát.  Í september, árið 1905, komu tveir vélbátar til Eyja.  [[Sigurður Sigurfinnsson]], hreppstjóri og formaður á [[Heiði]], sigldi hingað báti sem fékk nafnið [[Knörr VE 73]].
Lína 13: Lína 16:
Í ljós kom að vélin var of lítil fyrir jafnstórt skip og Knörrinn var.  Hann náði ekki sama gangi og áraskipin og væri eitthvað að veðri, var vélaraflið ekki nóg til að andæfa á línunni.  Þá var báturinn of djúpristur fyrir dýpið í höfninni.  Um haustið var Knörr notaður til flutninga milli lands og Eyja, bæði upp í Landeyjasand og til Stokkseyrar og þótti gífurleg framför frá því sem verið hafði.
Í ljós kom að vélin var of lítil fyrir jafnstórt skip og Knörrinn var.  Hann náði ekki sama gangi og áraskipin og væri eitthvað að veðri, var vélaraflið ekki nóg til að andæfa á línunni.  Þá var báturinn of djúpristur fyrir dýpið í höfninni.  Um haustið var Knörr notaður til flutninga milli lands og Eyja, bæði upp í Landeyjasand og til Stokkseyrar og þótti gífurleg framför frá því sem verið hafði.


Unnur VE 80
 
== Unnur VE 80 ==
 


[[Unnur VE 80]] kom til Eyja fjórum dögum á eftir Knerrinum, þann 9. september 1905, og var báturinn fluttur frá Danmörku með Lauru.  Unnur var nýsmíði frá Frederikssund í Danmörku, súðbyrt, 7,23 tonn að stærð, 33 fet á lengd og 8 feta breið. Í henni var átta hestafla Dan-vél.
[[Unnur VE 80]] kom til Eyja fjórum dögum á eftir Knerrinum, þann 9. september 1905, og var báturinn fluttur frá Danmörku með Lauru.  Unnur var nýsmíði frá Frederikssund í Danmörku, súðbyrt, 7,23 tonn að stærð, 33 fet á lengd og 8 feta breið. Í henni var átta hestafla Dan-vél.
Fimm voru eigendur að Unni.  Formaðurinn, Þorsteinn Jónsson í Laufási, [[Geir Guðmundsson]] [[Geirland]]i, [[Friðrik Svipmundsson]] [[Lönd]]um, [[Þórarinn Gíslason]] [[Lundur|Lundi]] og [[Þorsteinn Jónsson í Jómsborg|Þorateinn Jónsson]] í [[Jómsborg]] sem var vélamaður.
Fimm voru eigendur að Unni.  Formaðurinn, Þorsteinn Jónsson í Laufási, [[Geir Guðmundsson]] [[Geirland]]i, [[Friðrik Svipmundsson]] [[Lönd]]um, [[Þórarinn Gíslason]] [[Lundur|Lundi]] og [[Þorsteinn Jónsson í Jómsborg|Þorateinn Jónsson]] í [[Jómsborg]] sem var vélamaður.


Aflinn þrefaldaðist
 
== Aflinn þrefaldaðist ==


Fyrsti róðurinn á Unni var farinn 3. febrúar 1906 í góðu veðri.  Aðeins var fimm manna áhöfn um borð þar sem ekki þurfti að andæfa á árum meðan línan var dregin.  Á stóru áttæringunum voru jafnan 18 menn í áhöfn þegar róið var með færi.
Fyrsti róðurinn á Unni var farinn 3. febrúar 1906 í góðu veðri.  Aðeins var fimm manna áhöfn um borð þar sem ekki þurfti að andæfa á árum meðan línan var dregin.  Á stóru áttæringunum voru jafnan 18 menn í áhöfn þegar róið var með færi.
Allt gekk að óskum í þessum fyrsta róðri og var aflinn 280 þorskar og 30 ýsur.  Frá því að farið var í þennan fyrsta róður á Unni, 3. febrúar 1906 og fram til 18. júlí sama ár, voru farnir 83 róðrar á bátnum.  Aflinn varð á þessum tíma 24.250 af þorski og löngu, 4000 ýsur, 2460 keilur og 420 stórar skötur.  Aflinn vigtaði fullverkaður 282 skippund og var það um þrefalt meira en gott þótti á áraskipi með fjölmenna áhöfn.
Allt gekk að óskum í þessum fyrsta róðri og var aflinn 280 þorskar og 30 ýsur.  Frá því að farið var í þennan fyrsta róður á Unni, 3. febrúar 1906 og fram til 18. júlí sama ár, voru farnir 83 róðrar á bátnum.  Aflinn varð á þessum tíma 24.250 af þorski og löngu, 4000 ýsur, 2460 keilur og 420 stórar skötur.  Aflinn vigtaði fullverkaður 282 skippund og var það um þrefalt meira en gott þótti á áraskipi með fjölmenna áhöfn.


Þáttaskil í útgerð
 
== Þáttaskil í útgerð ==
 


Vestmannaeyingar voru fljótir að sjá að þetta var framtíðin.  Vertíðin 1906 er talin síðasta áraskipavertíðin.  Þá reru héðan 28 áraskip.  Á vertíðinni 1907 gengu héðan 18 vélbátar og árið 1908 voru þeir yfir 30 og áraskipin heyrðu nánast sögunni til.
Vestmannaeyingar voru fljótir að sjá að þetta var framtíðin.  Vertíðin 1906 er talin síðasta áraskipavertíðin.  Þá reru héðan 28 áraskip.  Á vertíðinni 1907 gengu héðan 18 vélbátar og árið 1908 voru þeir yfir 30 og áraskipin heyrðu nánast sögunni til.
Lína 35: Lína 43:




Helstu heimildir:
 
== Helstu heimildir: ==


Sigfús M. Johnsen.  ''Saga Vestmannaeyja.''
Sigfús M. Johnsen.  ''Saga Vestmannaeyja.''
1.401

breyting

Leiðsagnarval