„Jóhanna Jónsdóttir (Helgabæ)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 5: Lína 5:
Þau fluttust í [[Helgahjallur|Helgahjall]] í Eyjum með barnið Jóhann 1860, voru komin í Helgabæ síðla árs, -  Jóhanna ól Gunnar á því ári, en hann lést í júlí 1861.<br>
Þau fluttust í [[Helgahjallur|Helgahjall]] í Eyjum með barnið Jóhann 1860, voru komin í Helgabæ síðla árs, -  Jóhanna ól Gunnar á því ári, en hann lést í júlí 1861.<br>
Hún fæddi Guðrúnu 1861.<br>
Hún fæddi Guðrúnu 1861.<br>
Jóhanna lést úr „guluveiki “ 1864. Börnunum var komið í fóstur austur í Meðallandi.<br>
Jóhanna ól barn 10. janúar 1864 og  lést úr „guluveiki “ 7. mars 1864, og barnið dó 11. mars. Börnunum tveim var komið í fóstur austur í Meðallandi.<br>


Maður Jóhönnu, (17. júlí 1857), var [[Halldór Jónsson (Helgabæ)|Halldór Jónsson]] tómthúsmaður, sjómaður, f. 14. desember 1832, fórst  með þilskipinu Helgu í apríl 1867.<br>
Maður Jóhönnu, (17. júlí 1857), var [[Halldór Jónsson (Helgabæ)|Halldór Jónsson]] tómthúsmaður, sjómaður, f. 14. desember 1832, fórst  með þilskipinu Helgu í apríl 1867.<br>
Lína 12: Lína 12:
2. Gunnar Halldórsson, f. 6. september 1860, d. 5. júlí 1861.<br>
2. Gunnar Halldórsson, f. 6. september 1860, d. 5. júlí 1861.<br>
3. [[Guðrún Halldórsdóttir (Helgabæ)|Guðrún Halldórsdóttir]] verkakona, f. 14. nóvember 1861, d. 26. júlí 1933. <br>
3. [[Guðrún Halldórsdóttir (Helgabæ)|Guðrún Halldórsdóttir]] verkakona, f. 14. nóvember 1861, d. 26. júlí 1933. <br>
4. Jón Halldórsson, f. 10. janúar 1864, d.  11. mars 1864 „af almennri ungbarnaveiki“.<br>
{{Heimildir|
{{Heimildir|
*Samantekt: [[Víglundur Þór Þorsteinsson]].  
*Samantekt: [[Víglundur Þór Þorsteinsson]].  

Útgáfa síðunnar 23. nóvember 2014 kl. 15:43

Jóhanna Jónsdóttir húsfreyja í Helgabæ fæddist 24. júní 1833 á Syðri-Steinsmýri í Meðallandi og lést 7. mars 1864 í Helgabæ.
Foreldrar hennar voru Jón Ólafsson bóndi víða, en síðast í Langholti í Meðallandi, f. 27. júní 1794 á Undirhrauni þar, d. 17. júlí 1843 í Langholti, og síðari kona hans Margrét Jónsdóttir húsfreyja, f. 1789, líklega í Háu-Kotey í Meðallandi, d. 18. júlí 1876 í Langholti.

Jóhanna var með foreldrum sínum til 1858. Þau Halldór giftust 1857 og voru húsfólk þar 1858-1860.
Þau fluttust í Helgahjall í Eyjum með barnið Jóhann 1860, voru komin í Helgabæ síðla árs, - Jóhanna ól Gunnar á því ári, en hann lést í júlí 1861.
Hún fæddi Guðrúnu 1861.
Jóhanna ól barn 10. janúar 1864 og lést úr „guluveiki “ 7. mars 1864, og barnið dó 11. mars. Börnunum tveim var komið í fóstur austur í Meðallandi.

Maður Jóhönnu, (17. júlí 1857), var Halldór Jónsson tómthúsmaður, sjómaður, f. 14. desember 1832, fórst með þilskipinu Helgu í apríl 1867.
Börn þeirra hér:
1. Jóhann Halldórsson, f. 4. nóvember 1857 í Langholti í Meðallandi. Hann var með foreldrum sínum í Langholti 1860, fór með þeim til Eyja á því ári, fór 7 ára í Meðalland 1864, var tökubarn í Langholt þar 1864-1869, á sveit á Syðri-Steinsmýri 1869-1871. Þá fór hann að Helliskoti. Hann var vinnumaður á Minni-Vatnsleysu á Vatnsleysuströnd 1880.
2. Gunnar Halldórsson, f. 6. september 1860, d. 5. júlí 1861.
3. Guðrún Halldórsdóttir verkakona, f. 14. nóvember 1861, d. 26. júlí 1933.
4. Jón Halldórsson, f. 10. janúar 1864, d. 11. mars 1864 „af almennri ungbarnaveiki“.


Heimildir