„Varmidalur“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
(Setti inn texta)
Lína 1: Lína 1:
[[Mynd:Varmidalur.jpg|thumb|left|400px|Varmidalur við Skólaveg]]Húsið '''Varmidalur''' stendur við [[Skólavegur|Skólaveg]] 24. Það var reist árið 1924.
[[Mynd:Varmidalur.jpg|thumb|left|400px|Varmidalur við Skólaveg]]Húsið '''Varmidalur''' stendur við [[Skólavegur|Skólaveg]] 24. Það var reist árið 1924.
[[Björn Sigurðsson]] (Bjössi í Heiðarhól), þurrabúðarmaður [[Hvoll|Hvoli]] Vestmannaeyjum og kona hans [[Jóna Ásbjörnsdóttir]] fengu lán þann 6. júlí 1923 að upphæð kr. 4000, hjá Ólafi Eiríkssyni kennara frá Eyvindarhólum í Austur-Eyjafjallahreppi í Rangárvallasýslu, til að bygga húsið Varmadal í Vestmannaeyjum, mð veði í 2/3 af fyrirhuguðu húsi. 1/3 hluta hússins byggðu [[Þórður Sigurðsson]] og [[Sæfinna Jónsdóttir]], tengdamóðir Björns. Stærð hússins var 65 ferm. að grunnfleti.
Í veðskuldabréfi, útgefnu 6. júlí 1923, stendur eftirfarandi:
''Jeg Björn Sigurðsson þurrabúðarmaður á Hvoli í Vestmannaeyjum viðurkenni hjer með að jeg skulda herra Ólafi kennara Eiríkssyni frá Eyvindarhólum í Austur-Eyjafjallahreppi í Rangárvallasýslu kr. 4000,- fjögur þúsund krónur er jeg skuldbind mig til að greiða þannig: 500,- krónur á ári hverju þar til skuldinni er að fullu lokið. Gjalddagi er ákveðinn 1. október ár hvert. Fyrstaafborgun skal því greiðast 1. október 1924. Í vexti af láni þessu eins og það er á hverjum gjalddaga, greiði jeg 6 sex af hundraði á ári og greiðist á sama tíma og afborganirnar..''
Í lóðaleigusamningi stendur m.a: ''Umboðsmaðurinn yfir Vestmannaeyjum gjörir kunnugt þann 13. júní 1923 að hann leigi Birni Sigurðssyni og Þórði Sigurðssyni lóð þá er fylgja ber húseigninni Varmidalur í Vestmannaeyjum frá fardögum 1924. Lóðin er 480 fermetrar og er leigð til 50 ára.''
Björn Sigurðsson seldi [[Sveinn Þórðarson|Sveini Þórðarsyni]] Vestmannaeyjum sinn hluta af húsinu (2/3) þann 3. október 1929. Verð var 10.000 kr.
[[Helga Sveinsdóttir|Helga]], [[Valdimar Sveinsson|Valdimar]], [[Elías Sveinsson|Elías]] og [[Þórður Valdimarsson|Þórður]] Sveinsbörn, erfðu hlut föður síns þann 3. október 1938. Matsverð var 10.300 kr. Sama dag greiddu bræðurnir Helgu út sinn arfshlut í Varmadal, kr. 1164,82. Árið 1940 seldi Þórður Sigurðsson sinn hluta (1/3) þeim [[Stefán Nikulásson|Stefáni Nikulássyni]] og [[Guðbjörg Sveinsdóttir|Guðbjörgu Sveinsdóttur]] á kr. 5000 sem greitt var með veðskuldabréfi. Stefán seldi svo bræðrunum Valdimar og Elíasi hlut sinn árið 1944 á kr. 17.000. Árið 1946 seldi Þórður þeim Valdimar og Elíasi sinn hlut á kr. 3.500. Valdimar lést árið 1947 og [[Margrét Pétursdóttir]], ekkja hans, seldi Elíasi dánarbú Valdimars í Varmadal þann 22. maí 1958; verð kr. 114.500. Frá og með þeim degi var Elías einn eigandi Varmadals.


[[Flokkur:Hús]]
[[Flokkur:Hús]]

Útgáfa síðunnar 15. febrúar 2006 kl. 11:46

Varmidalur við Skólaveg

Húsið Varmidalur stendur við Skólaveg 24. Það var reist árið 1924.

Björn Sigurðsson (Bjössi í Heiðarhól), þurrabúðarmaður Hvoli Vestmannaeyjum og kona hans Jóna Ásbjörnsdóttir fengu lán þann 6. júlí 1923 að upphæð kr. 4000, hjá Ólafi Eiríkssyni kennara frá Eyvindarhólum í Austur-Eyjafjallahreppi í Rangárvallasýslu, til að bygga húsið Varmadal í Vestmannaeyjum, mð veði í 2/3 af fyrirhuguðu húsi. 1/3 hluta hússins byggðu Þórður Sigurðsson og Sæfinna Jónsdóttir, tengdamóðir Björns. Stærð hússins var 65 ferm. að grunnfleti.

Í veðskuldabréfi, útgefnu 6. júlí 1923, stendur eftirfarandi: Jeg Björn Sigurðsson þurrabúðarmaður á Hvoli í Vestmannaeyjum viðurkenni hjer með að jeg skulda herra Ólafi kennara Eiríkssyni frá Eyvindarhólum í Austur-Eyjafjallahreppi í Rangárvallasýslu kr. 4000,- fjögur þúsund krónur er jeg skuldbind mig til að greiða þannig: 500,- krónur á ári hverju þar til skuldinni er að fullu lokið. Gjalddagi er ákveðinn 1. október ár hvert. Fyrstaafborgun skal því greiðast 1. október 1924. Í vexti af láni þessu eins og það er á hverjum gjalddaga, greiði jeg 6 sex af hundraði á ári og greiðist á sama tíma og afborganirnar..

Í lóðaleigusamningi stendur m.a: Umboðsmaðurinn yfir Vestmannaeyjum gjörir kunnugt þann 13. júní 1923 að hann leigi Birni Sigurðssyni og Þórði Sigurðssyni lóð þá er fylgja ber húseigninni Varmidalur í Vestmannaeyjum frá fardögum 1924. Lóðin er 480 fermetrar og er leigð til 50 ára.

Björn Sigurðsson seldi Sveini Þórðarsyni Vestmannaeyjum sinn hluta af húsinu (2/3) þann 3. október 1929. Verð var 10.000 kr. Helga, Valdimar, Elías og Þórður Sveinsbörn, erfðu hlut föður síns þann 3. október 1938. Matsverð var 10.300 kr. Sama dag greiddu bræðurnir Helgu út sinn arfshlut í Varmadal, kr. 1164,82. Árið 1940 seldi Þórður Sigurðsson sinn hluta (1/3) þeim Stefáni Nikulássyni og Guðbjörgu Sveinsdóttur á kr. 5000 sem greitt var með veðskuldabréfi. Stefán seldi svo bræðrunum Valdimar og Elíasi hlut sinn árið 1944 á kr. 17.000. Árið 1946 seldi Þórður þeim Valdimar og Elíasi sinn hlut á kr. 3.500. Valdimar lést árið 1947 og Margrét Pétursdóttir, ekkja hans, seldi Elíasi dánarbú Valdimars í Varmadal þann 22. maí 1958; verð kr. 114.500. Frá og með þeim degi var Elías einn eigandi Varmadals.