„Katrín Sigurðardóttir (Ottahúsi)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
m (Verndaði „Katrín Sigurðardóttir (Ottahúsi)“ (‎[edit=sysop] (ótiltekinn)))
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 9. maí 2014 kl. 16:30

Katrín Sigurðardóttir húsfreyja á Sitjanda í Eyvindarhólasókn, síðar í dvöl hjá Þóru Jónsdóttur dóttur sinni í Ottahúsi fæddist í ágúst 1779 á Rauðafelli þar, d. 25. júní 1856.
Faðir hennar var Sigurður bóndi á Rauðafelli, f. 1751, d. fyrir 1788, Bjarnason bónda á Raufarfelli og Hrútafelli, f. 1720, Jónssonar bónda og hreppstjóra á Seljalandi í Fljótshverfi í V-Skaft., f. 1691, d. fyrir 1735, Bjarnasonar, og konu Jóns Bjarnasonar, Guðrúnar húsfreyju frá Hólum í Hornafirði (mt 1703), f. 1690, á lífi 1758, Sveinsdóttur.
Móðir Sigurðar á Rauðafelli og kona Bjarna á Raufarfelli var Guðrún húsfreyja, f. 1718, Eiríksdóttir.

Móðir Katrínar í Ottahúsi og kona Sigurðar á Rauðafelli var Rannveig húsfreyja, f. 1759, Ólafsdóttir bónda í Pétursey, f. 1723, d. 1765, Jónssonar bónda í Eystri-Dal í Fljótshverfi Eyjólfssonar, og konu Jóns í Eystri-Dal, Guðrúnar húsfreyju, f. 1685, Oddsdóttur.
Móðir Rannveigar á Rauðafelli og kona Ólafs í Pétursey var Katrín húsfreyja, f. 1725, d. 19. janúar 1825, Jónsdóttir .

Maður Katrínar í Ottahúsi var Jón Þorleifsson bóndi á Sitjanda, f. 1735 í Pétursey í Mýrdal.

Barn Katrínar og Jóns hér:
1. Þóra Jónsdóttir húsfreyja, f. 1808, d. 14. mars 1894.


Heimildir