„Blik 1957/Tóta í Uppsölum“: Munur á milli breytinga

Fara í flakk Fara í leit
ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 106: Lína 106:
Eins og ég gat um, var Kristín húsfreyja í Litlabæ trúkona mikil. Sá eiginleiki var líka ríkastur í sálarlífi Þórunnar. Þær höfðu því mikla ánægju af því að lesa hvor fyrir aðra sálma, svo sem Passíusálmana og önnur trúarljóð, og syngja. Einnig lásu þær saman í Ritningunni og ræddu um menn þar og málefni. Þetta innilega trúarlíf og samlíf þeirra beggja, Kristínar og Þórunnar, varð hinni síðarnefndu eins konar læknisdómur, sem hún naut lengi — ef til vill til æviloka. Ég hefi aldrei kynnzt mannveru, sem haft hefur svo heillandi nautn af trúariðkunum eins og Þórunn Ketilsdóttir. Trú hennar gagntók hana gjörsamlega. Hún sótti kirkju, samkomur í K.F.U.M. og K., þar sem hún starfaði mörg ár, samkomur Hvítasunnusafnaðarins og Aðventista, oft allt sama daginn af einskærri þrá eftir að hlusta á trúarleg ræðuhöld, sálma og söng. Það, sem á milli þessara flokka kann að bera í trúmálum, virtist Þórunni Ketilsdóttur algjört aukaatriði. Trúargrundvöllur þeirra allra var hinn sami fyrir hennar augum, og það var henni nóg. Sá grundvöllur var henni allt. <br>
Eins og ég gat um, var Kristín húsfreyja í Litlabæ trúkona mikil. Sá eiginleiki var líka ríkastur í sálarlífi Þórunnar. Þær höfðu því mikla ánægju af því að lesa hvor fyrir aðra sálma, svo sem Passíusálmana og önnur trúarljóð, og syngja. Einnig lásu þær saman í Ritningunni og ræddu um menn þar og málefni. Þetta innilega trúarlíf og samlíf þeirra beggja, Kristínar og Þórunnar, varð hinni síðarnefndu eins konar læknisdómur, sem hún naut lengi — ef til vill til æviloka. Ég hefi aldrei kynnzt mannveru, sem haft hefur svo heillandi nautn af trúariðkunum eins og Þórunn Ketilsdóttir. Trú hennar gagntók hana gjörsamlega. Hún sótti kirkju, samkomur í K.F.U.M. og K., þar sem hún starfaði mörg ár, samkomur Hvítasunnusafnaðarins og Aðventista, oft allt sama daginn af einskærri þrá eftir að hlusta á trúarleg ræðuhöld, sálma og söng. Það, sem á milli þessara flokka kann að bera í trúmálum, virtist Þórunni Ketilsdóttur algjört aukaatriði. Trúargrundvöllur þeirra allra var hinn sami fyrir hennar augum, og það var henni nóg. Sá grundvöllur var henni allt. <br>
Árin liðu. Börnin í Litlabæ fluttu úr föðurtúnum og gerðust sjálfstæðir heimilisfeður og mæður. Aldurinn færðist yfir hjónin Ástgeir og Kristínu. Loks hættu þau sjálfstæðu heimilishaldi í Litlabæ, og Þórunn varð að flytja þaðan. Hvar var nú skjól að fá? — Jú, lögð er jafnan líkn með þraut. <br>
Árin liðu. Börnin í Litlabæ fluttu úr föðurtúnum og gerðust sjálfstæðir heimilisfeður og mæður. Aldurinn færðist yfir hjónin Ástgeir og Kristínu. Loks hættu þau sjálfstæðu heimilishaldi í Litlabæ, og Þórunn varð að flytja þaðan. Hvar var nú skjól að fá? — Jú, lögð er jafnan líkn með þraut. <br>
Árið, sem Þórunn Ketilsdóttir dvaldist í Nýborg, fluttist hingað til Eyja ung stúlka af landi. Af sérstakri tilviljun hafði hún kynnzt Þórunni þegar við komu sína hingað til Eyja. Þórunn hafði þá í fátækt sinni og umkomuleysi skotið yfir hana skjólshúsi og léð henni vistarveru. Þessi stúlka hafði gifzt hér og átti nú húsum að ráða. Hjá henni og manni hennar fékk nú Þórunn húsaskjól. Hjónin eru þau [[Sigríður Brandsdóttir á Uppsölum|Sigríður Brandsdóttir]] og [[Gísli Ingvarsson]] að [[Uppsalir|Uppsölum]]. Hjá þessum mætu hjónum leigði Þórunn herbergi í 28 ár, og hjá þeim dó hún í desember 1953, 88 ára að aldri eins og áður segir. <br>
Árið, sem Þórunn Ketilsdóttir dvaldist í Nýborg, fluttist hingað til Eyja ung stúlka af landi. Af sérstakri tilviljun hafði hún kynnzt Þórunni þegar við komu sína hingað til Eyja. Þórunn hafði þá í fátækt sinni og umkomuleysi skotið yfir hana skjólshúsi og léð henni vistarveru. Þessi stúlka hafði gifzt hér og átti nú húsum að ráða. Hjá henni og manni hennar fékk nú Þórunn húsaskjól. Hjónin eru þau [[Sigríður Brandsdóttir (Uppsölum)|Sigríður Brandsdóttir]] og [[Gísli Ingvarsson (Uppsölum)|Gísli Ingvarsson]] að [[Uppsalir|Uppsölum]]. Hjá þessum mætu hjónum leigði Þórunn herbergi í 28 ár, og hjá þeim dó hún í desember 1953, 88 ára að aldri eins og áður segir. <br>
Þau árin, sem Þórunn leigði í Uppsölum, greiddi bæjarsjóður húsaleigu fyrir hana. Sigríður og Gísli voru Þórunni í alla staði góð. Hún unni þeim og virti þau. Margir Eyjabúar véku góðu að Þórunni Ketilsdóttur. Hún naut jafnan hjálpsemi þeirra og hugarhlýju. Það viðurkenndi hún fúslega og þakkaði. Börn þeirra hjóna frá Reynisholti voru henni hugulsöm og góð til hinztu stundar. Einnig afkomendur þess fólks, er hún ólst upp hjá, voru henni artarlegir og sendu henni gjafir. Kaupmaður í bænum, sem dvalizt hafði og starfað í Skaftafellssýslu um árabil, gaf henni neyzlumjólk í mörg ár. Svo mætti lengur telja dæmi um hjálpsemi og samúð fólks til handa hinni hjartahlýju og trygglyndu öðlingskonu, sem bar jafnan þunga byrði og lifði við kvöl og kröm heilsuleysis langa ævi sökum skorts og skilningsleysis, sökum miskunnarleysis og harðýðgi, sökum vöntunar á mannúð og meðkennd á uppvaxtarárunum. <br>
Þau árin, sem Þórunn leigði í Uppsölum, greiddi bæjarsjóður húsaleigu fyrir hana. Sigríður og Gísli voru Þórunni í alla staði góð. Hún unni þeim og virti þau. Margir Eyjabúar véku góðu að Þórunni Ketilsdóttur. Hún naut jafnan hjálpsemi þeirra og hugarhlýju. Það viðurkenndi hún fúslega og þakkaði. Börn þeirra hjóna frá Reynisholti voru henni hugulsöm og góð til hinztu stundar. Einnig afkomendur þess fólks, er hún ólst upp hjá, voru henni artarlegir og sendu henni gjafir. Kaupmaður í bænum, sem dvalizt hafði og starfað í Skaftafellssýslu um árabil, gaf henni neyzlumjólk í mörg ár. Svo mætti lengur telja dæmi um hjálpsemi og samúð fólks til handa hinni hjartahlýju og trygglyndu öðlingskonu, sem bar jafnan þunga byrði og lifði við kvöl og kröm heilsuleysis langa ævi sökum skorts og skilningsleysis, sökum miskunnarleysis og harðýðgi, sökum vöntunar á mannúð og meðkennd á uppvaxtarárunum. <br>
Þórunn gat rímað vísu, þegar hún vildi það við hafa. Það gerði hún helzt, þegar hún skrifaði í minningabækur ungra vina sinna. Flestar vísur hennar, þær, sem ég hefi séð, eru fyrirbænir eða frómar óskir til vina hennar og velgjörðarmanna. Ég læt hér nokkrar fjúka, og skulu þær vera sýnishorn af kveðskap hennar.
Þórunn gat rímað vísu, þegar hún vildi það við hafa. Það gerði hún helzt, þegar hún skrifaði í minningabækur ungra vina sinna. Flestar vísur hennar, þær, sem ég hefi séð, eru fyrirbænir eða frómar óskir til vina hennar og velgjörðarmanna. Ég læt hér nokkrar fjúka, og skulu þær vera sýnishorn af kveðskap hennar.

Leiðsagnarval