„Sveinbjörn Hjartarson (Geithálsi)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 1: Lína 1:
[[Mynd:KG-mannamyndir 14648.jpg|thumb|220px|Sveinbjörn]]
'''Sveinbjörn Hjartarson''' fæddist í Vestmannaeyjum 4. nóvember 1915 og lést 5. janúar 1978. Foreldrar hans voru [[Katrín Sveinbjörnsdóttir]] og [[Hjörtur Einarsson]] kenndur við [[Geitháls]]. Sveinbjörn var kvæntur Guðrúnu Guðmundsdóttur sem ættuð var að austan. Þau eignuðust þrjú börn, Helgu, Guðmund og Hjört.  
'''Sveinbjörn Hjartarson''' fæddist í Vestmannaeyjum 4. nóvember 1915 og lést 5. janúar 1978. Foreldrar hans voru [[Katrín Sveinbjörnsdóttir]] og [[Hjörtur Einarsson]] kenndur við [[Geitháls]]. Sveinbjörn var kvæntur Guðrúnu Guðmundsdóttur sem ættuð var að austan. Þau eignuðust þrjú börn, Helgu, Guðmund og Hjört.  


Lína 12: Lína 14:
:''Formanns til fír er borinn,
:''Formanns til fír er borinn,
:''fátlaus og tíðum kátur.
:''fátlaus og tíðum kátur.
== Myndir ==
<Gallery>
Mynd:Blik 1980 125.jpg
Mynd:KG-mannamyndir 1104.jpg
Mynd:KG-mannamyndir 12549.jpg
Mynd:KG-mannamyndir 12686.jpg
Mynd:KG-mannamyndir 12876.jpg
Mynd:KG-mannamyndir 12883.jpg
Mynd:KG-mannamyndir 13078.jpg
Mynd:KG-mannamyndir 14647.jpg
Mynd:KG-mannamyndir 14648.jpg
Mynd:KG-mannamyndir 14649.jpg
Mynd:KG-mannamyndir 14651.jpg
Mynd:KG-mannamyndir 14652.jpg
Mynd:KG-mannamyndir 14653.jpg
Mynd:Mynd-Mynd-KG-mannamyndir 17682.jpg
</gallery>


{{Heimildir|
{{Heimildir|

Útgáfa síðunnar 31. júlí 2012 kl. 16:47

Sveinbjörn

Sveinbjörn Hjartarson fæddist í Vestmannaeyjum 4. nóvember 1915 og lést 5. janúar 1978. Foreldrar hans voru Katrín Sveinbjörnsdóttir og Hjörtur Einarsson kenndur við Geitháls. Sveinbjörn var kvæntur Guðrúnu Guðmundsdóttur sem ættuð var að austan. Þau eignuðust þrjú börn, Helgu, Guðmund og Hjört.

Ungur að árum hóf hann sjóróðra með Oddgeiri Þórarinssyni og síðar með Eyjólfi á Búastöðum. Árið 1945 gerðist hann formaður á Hilmi og Frigg. Vann Sveinbjörn og skipshöfn hans mikið björgunarafrek þegar þeim tókst að bjarga 7 mönnum af Veigu þegar hún fórst í aftakaveðri árið 1951. Árið 1952 stofnaði hann ásamt bróður sínum hlutafélag sem keypti 49 lesta bát frá Danmörku sem þeir nefna Frigg líkt og gamla bátinn. Þessi bátur sökk út af Krísuvíkurbergi árið 1973 en þá höfðu þeir nýflutt útgerð sína til Grindavíkur.

Óskar Kárason samdi formannavísu um Sveinbjörn:

Sveinbjörn ég garpinn greini
grérinn Hjartar í veri.
Frigg siglir drengur dyggur,
duna þó mið um bruni.
Ugglingum bana bruggar
baldinn, þó aukist kaldinn.
Formanns til fír er borinn,
fátlaus og tíðum kátur.

Myndir


Heimildir

  • Óskar Kárason. Formannavísur II. Vestmannaeyjum, 1956.