„Blik 1936, 1. tbl./Bindindi - Starf“: Munur á milli breytinga

Fara í flakk Fara í leit
ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 13: Lína 13:
Við skulum svo líta á starf hinna vínelsku. Þar verða víst allir sammála um, að þeirra starf er mikið. Það er mikið starf á bak við það, að lyfta öðru eins Grettistaki og því, að fá smáþjóð til þess að auka vínnautn sína á einu ári um 2 — tvær milljónir króna eða úr 11/2, milljón upp í þrjár og hálfa milljón, eins og átt hefir sér stað hér á landi síðan bannlögin voru afnumin (frá 1. febrúar 1935 til l.febrúar 1936). En þetta starf er svo mikið, að hetjurnar eru orðnar hræddar við afleiðingarnar, jafnvel hræddar við sinn eigin skugga, þora nú hvergi að koma fram til andsvara, og það þótt á þá sé hrópað. Jafnvel rödd prófessorsins í heilbrigðisfræði háskólans er þögnuð, röddin, sem  eitt sinn í
Við skulum svo líta á starf hinna vínelsku. Þar verða víst allir sammála um, að þeirra starf er mikið. Það er mikið starf á bak við það, að lyfta öðru eins Grettistaki og því, að fá smáþjóð til þess að auka vínnautn sína á einu ári um 2 — tvær milljónir króna eða úr 11/2, milljón upp í þrjár og hálfa milljón, eins og átt hefir sér stað hér á landi síðan bannlögin voru afnumin (frá 1. febrúar 1935 til l.febrúar 1936). En þetta starf er svo mikið, að hetjurnar eru orðnar hræddar við afleiðingarnar, jafnvel hræddar við sinn eigin skugga, þora nú hvergi að koma fram til andsvara, og það þótt á þá sé hrópað. Jafnvel rödd prófessorsins í heilbrigðisfræði háskólans er þögnuð, röddin, sem  eitt sinn í
Ríkisútvarpinu barði sér á brjóst út af því, að ekki væri hægt að fá nógu ódýrt brennivín, svo að ''fátækir'' menn gætu keypt það og orðið þess aðnjótandi. Góð og heilsusamleg kenning! Brjóstumkennanlegir heilbrigðisfræðingar!
Ríkisútvarpinu barði sér á brjóst út af því, að ekki væri hægt að fá nógu ódýrt brennivín, svo að ''fátækir'' menn gætu keypt það og orðið þess aðnjótandi. Góð og heilsusamleg kenning! Brjóstumkennanlegir heilbrigðisfræðingar!
Ein ræða bindindismanns hefir þó fengið þessa vínelskendur til þess að koma fram, en það er ræða Þórarins Þórarinssonar blaðamanns, sem flutt var í Útvarpið í byrjun desember f.á. Þessi ræða hefir orðið til þess, að Stúdentaráðið vill fá orðið til andsvara.
En — rofar nú hvergi til í þessu brennivínsmoldviðri, sem virðist hafa myrkvað land vort, um stund? Jú, sem betur fer sér rofa til í lofti. Nú hefir hér á landi verið stofnað Samband bindindisfélaga í skólum (S. B. S.). Í sambandi þessu, sem er tæplega 4 ára, eru nú 18 félög og um 1400 meðlimir. Af starfi þessa félagsskapar má vænta hins bezta. Leiðin er létt: Að menntamennirnir gangi á undan og fræði þá, sem síður hafa átt þess kost, að kynna sér hin skaðlegu áhrif áfengisins. Í höndum þessa félagsskapar má ganga út frá því, sem sjálfsögðu, að einnig á þessu sviði leynist þekkingin vald. Vald — þetta orð hefir mikið inni að halda, og fyrir því hafa margir nötrað og vel væri, ef áfengisnautnin fengi að kenna á þessu valdi, skjalfa fyrir því, og bogna algerlega að lokum fyrir ofurþunga þess. Æskumenn, styðjið þetta vald og fylkið ykkur undir merki þess. Það mun verða ykkur til sóma og landi ykkar til blessunar. — Heill þeim, sem hafa haft þrek og djörfung til þess að ryðja þessari stefnu æskunnar braut, og munið í þessu sambandi það, sem einn af forvígismönnum þjóðar vorr sagði nýlega:
„Eitt af alvarlegustu áhyggjuefnum okkar er vínhneigð unga fólksins. Það er  eins og margt fólk eigi svo lítið af sannri lífsgleði, að það þurfi að taka gleðina að láni fyrir marga daga, jafnvel langt fram í tímann, til þess að geta skemmt sér. Þetta fólk virðist gleyma því, að lífið lánar aldrei neitt, nema láta endurgreiða það til fulls, og það með okurvöxtum".
Æskumenn! Varið ykkur á áfengum drykkjum, en verið fljót og
fús til að styðja hvern þann félagsskap, sem vinnur að siðmenningu þeirri, sem bindindi er samfara.
''J. A. G.''
533

breytingar

Leiðsagnarval