„Blik 1978/Þrír ættliðir“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: == ÞORSTEINN Þ. VlGLUNDSSON == == '''Þrír ættliðir.''' == =='''Þáttur eiginkonunnar í uppbyggingu vélbátaútvegsins í Vestmannaeyjum'''== Hér er minnzt hinnar mikilvægu ...)
 
Lína 3: Lína 3:


== '''Þrír ættliðir.''' ==
== '''Þrír ættliðir.''' ==
=='''Þáttur eiginkonunnar í uppbyggingu vélbátaútvegsins í Vestmannaeyjum'''==
'''Þáttur eiginkonunnar í uppbyggingu vélbátaútvegsins í Vestmannaeyjum'''


Hér er minnzt hinnar mikilvægu hlutdeildar, sem húsmæður áttu á sínum tíma í atvinnurekstri og uppbyggingu vélbátaútvegsins í Vestmannaeyjum.
Hér er minnzt hinnar mikilvægu hlutdeildar, sem húsmæður áttu á sínum tíma í atvinnurekstri og uppbyggingu vélbátaútvegsins í Vestmannaeyjum.
Lína 21: Lína 21:
Já, þetta getur verið löng og margorð frásögn, því að efnið er í heild kafli úr atvinnusögu heillar þjóðar. En hér verður saga þessi klippt og skorin. Hins vegar er það innileg ósk mín, að mér mætti takast að leiða glöggan lesanda til skilnings á þessum þætti konunnar í atvinnu-sögu þjóðarinnar.
Já, þetta getur verið löng og margorð frásögn, því að efnið er í heild kafli úr atvinnusögu heillar þjóðar. En hér verður saga þessi klippt og skorin. Hins vegar er það innileg ósk mín, að mér mætti takast að leiða glöggan lesanda til skilnings á þessum þætti konunnar í atvinnu-sögu þjóðarinnar.


I<br>
'''Afi og amma'''<br>
'''Erfið lífsbarátta háöldruðu fólki.'''
Við hvörflum huga undir Eyjafjöllin og litumst um á Skálabæjunum á síðasta fjórðungi síðustu aldar. Þar er þríbýli. Í Suðurbænum, sem svo er kallaður, búa hjónin frú [[Kristín Björnsdóttir frá Ysta-Skála|Kristín Björnsdóttir]] og [[Jón bóndi Einarsson bóndi frá Ysta-Skála|Jón Einarsson]], bóndi og meðhjálpari. Hann er fæddur þarna á bænum 14. apríl 1838, sonur hjónanna [[Einar Sighvatsson|Einars bónda Sighvatssonar]] og konu hans frú [[Arnlaug Sveinsdóttir|Arnlaugar Sveinsdóttur]]. [[Jón Einarsson bóndi frá Ysta- Skála|Jón]] var yngsta barn þeirra.
[[Jón Einarsson bóndi frá Ysta-Skála|Jón Einarsson]] gerðist snemma víðlesinn og fróður, enda fróðleiksfús og stálminnugur, og las allt, sem hann átti kost á til lestrar, en þó mest Íslendingasögurnar og þjóðsögur. Hann var jafnframt vinnuglaður og hreinskilinn, snyrtimenni í hvívetna, en fjarri því að hafa hug til kvenfólks, svona ungur maður og upprennandi í byggðinni. Margar litu hann þó hýru auga, því að glæsilegur þótti hann og talinn gott mannsefni í bændastétt.
[[Kristín Björnsdóttir frá Ysta-Skála|Kristín Björnsdóttir]] hét prestsdóttirin í Holti undir Eyjafjöllum. Orð fór af hlýju og yndisleik hennar og fólk undraðist, að þessi efnilega og vel ættaða heimasæta með allan sinn yndisþokka hefði ekki enn látið freistast til ástarleika og giftingar.
Hún var dóttir séra Björns sóknarprests í Holti Þorvaldssonar prests og sálmaskálds Böðvarssonar. Séra Þorvaldur Böðvarsson hafði einnig verið sóknarprestur í Holti á sínum tíma. Það var á árunum 1824-1836.
Móðir Kristínar heimasætu var fyrri kona séra Björns sóknarprests, maddama Halldóra Finnbogadóttir frá Vík á Flateyjardal í Suður-Þingeyjarsýslu, nyrzta bænum þar í sveit. [[Kristín Björnsdóttir frá Ysta-Skála|Kristín Björnsdóttir]] fæddist að Stafafelli í Lóni 3. september 1839. Þar var faðir hennar þá sóknarprestur. — Ung missti hún móður sína. En brátt kvæntist presturinn aftur og gekk að eiga Solveigu Einarsdóttur. Þannig atvikaðist það, að Kristín ólst upp hjá stjúpu sinni, sem reyndist henni eins og bezta móðir. Milli þeirra ríkti hlýhugur alla tíð, meðan báðar lifðu.
Séra  Björn  Þorvaldsson,  faðir Kristínar heimasætu, var prestur í Holti undir Eyjafjöllum á árunum 1862-1874. Systir séra Björns var frú Hólmfríður Þorvaldsdóttir, eiginkona hins kunna stjórnmálamanns í sögu okkar, Jóns Guðmundssonar, ritstjóra Þjóðólfs m.m.
Eitt sinn dvaldist Kristín heimasæta hjá frú Hólmfríði föðursystur sinni í Reykjavik. Þá bar þar gest að garði. Þetta var myndarlegur maður og spengilegur á velli en kominn af æskuskeiði. Hann hafði skilaboð að færa ritstjóranum Jóni Guðmundssyni frá föður sínum Einari bónda Sighvatssyni á Yzta-Skála, sem var góðkunningi ritstjórans, dyggur kaupandi Þjóðólfs og lesandi.
Frú Hólmfríður horfði lengi á eftir gestinum, þar sem hann hvarf út um dyrnar og fjarlægðist íbúðarhúsið. Síðan snýr frúin sér að Kristínu frænku sinni og segir: „Þarna sá ég mannsefnið þitt.“ — Svo liðu árin undir Eyjafjöllum eins og annars staðar og þó ekki mörg. Og Kristín Björnsdóttir og Jón Einarsson, bóndasonurinn á Yzta-Skála, felldu hugi saman. Þau giftust 14. júní 1873. Þá var hann hálffertugur að aldri og hún árinu yngri eða 34 ára. Þá settu þau saman bú á Yzta-Skála, en faðir hans brá þá búi 81 árs að aldri. Hafði hann þá búið þar í 55 ár.
Kunnugur tjáir mér, að hjónaband Jóns Einarssonar og frú Kristínar Björnsdóttur hafi verið „sjaldfengið ævintýri í mannheimi“, eins og ég skrifaði orð þessi upp eftir honum. „Ást þeirra og hjónayndi stóð óhaggað af sér öll élin og allan barninginn langa ævi. Allt, sem á bjátaði, eyddist í þeim yl.“ Og svo bætti hann við þessi orð sín, þessi víðlesni og gagnfróði náfrændi þeirra: „Hólmfríður frænka hennar frú Kristínar var ávallt sannfærð um, að sálir þeirra hefðu unnazt í fyrri tilveru.“ — Ég undraðist stórum þessi síðustu orð fræðimannsins. Ekki minntist ég þess að hafa nokkru sinni heyrt þessari hugsun fleygt, síðan norskur fræðimaður flutti eitt sinn fyrirlestur um indverska heimspeki fyrir okkur, ungt skólafólk í Noregi fyrir um það bil hálfri öld. Þá las ég fyrst Hinn guðdómlega gleðileik eftir Dante, þetta heimsfræga skáldverk. Síðan hefur þessi grunur leynzt innra með mér, þegar ég minnist ástar skáldsins á hinni kornungu Beatrice. Atvik í eigin lífi hafa ávallt haldið við þeirri hugsun.
Meðan þau hjón, Jón og Kristín, bjuggu á Yzta-Skála, áttu þau hlut í opnu skipi með nábúa sínum, Einari Jónssyni, bónda þar og hreppstjóra, sem bjó í Miðbænum á Skálatorfunni. Þetta skip var áttæringur og hét Kristbjörg. Nafnið á því var sett saman úr nöfnum eiginkvenna eigendanna, frú Kristínar konu Jóns, og frú Ingibjargar Jónsdóttur frá Steinum, konu Einars hreppstjóra.
Áttæringurinn Kristbjörg reyndist jafnan mikið happaskip og kom oft að landi við Eyjafjallasand hlaðið vænum færafiski á vetrarvertíðum, þegar ládeyða var við Sandinn og logn um allan sæ, og fiskurinn gekk í torfum fram með ströndinni.
Hjónin frú Kristín Björnsdóttir og Jón bóndi Einarsson eignuðust fjögur börn, svo að mér sé kunnugt. Þau hétu: [[Halldóra Jónsdóttir í Hlaðbæ|Halldóra]], Gísli, [[Sveinn Jónsson (Landamótum)|Sveinn]] og Björn. Tvö þeirra koma hér við sögu, Halldóra og Sveinn. Gísli sonur þeirra lézt um 1950. Hafði hann þá verið um 40 ár formaður á opnu skipi, sem gert var út frá Eyjafjallasandi.
Hjónin fluttu frá Yzta-Skála til Vestmannaeyja árið 1908. Þá voru þau um sjötugt og höfðu búið á Skálajörðinni í 25 ár. Bæði voru þau þá orðin þreytt og vinnulúin. Jón bóndi hafði ávallt verið mikill eljumaður við bústörfin. Hann gegndi einnig meðhjálparastarfinu í sókninni um árabil.
Frú Kristín húsfreyja var mikil búkona og tóvinnukona með afbrigðum. Marga stundina þeytti hún rokkinn sinn við týruljósið frá litla steinolíulampanum sínum. Á sama tíma kvað hún rímur, sem hún kunni utanbókar, eða hún söng ljóð fyrri alda skálda. Stundum las hún góða bók, meðan hún spann. Hvergi skeikaði. Allt lék í höndum hennar.
Frú Kristín Björnsdóttir húsfreyja í Yzta-Skála er sögð hafa eignazt eina af allra fyrstu saumavélunum, sem keypt var þar í sveit. Það var árið 1880.
Í Vestmannaeyjum voru tvö börn þeirra hjóna búsett, þegar þau fluttu þangað: Halldór Jónsdóttir í Hlaðbæ|Halldóra]], sem gift var [[Bjarni Einarsson í Hlaðbæ|Bjarna Einarssyni]] frá Yzta-Skála og [[Sveinn Jónsson (Landamótum)|Sveinn]] formaður á [[Landamót|Landamótum]], kvæntur frú [[Kristín Þorleifsdóttir (Landamótum)|Kristínu Þorleifsdóttur]].
Ungu hjónin frá Yzta-Skála, frú [[Halldóra Jónsdóttir í Hlaðbæ|Halldóra Jónsdóttir]] og [[Bjarni Einarsson í Hlaðbæ|Bjarni Einarsson]], höfðu byggt sér þægilega stórt íbúðarhús í Vestmannaeyjum, þegar hér er komið sögu, svo að þau gátu veitt öldruðu hjónunum húsaskjól.
En hvernig fóru svo gömlu hjónin að því að framfleyta sér, þegar til Eyja kom? Engan var þá ellistyrkinn að fá nema segja sig til sveitar. Það var þeim fjarri skapi, þó að þau væru orðin vinnulúin og Jón bóndi ekki fær til þess lengur að standa í erfiðu starfi, svo sem aðgerð og öðrum fiskvinnslustörfum. Efni þeirra voru ekki mikil eftir búreksturinn á Yzta-Skála í aldarfjórðung og minna varð úr þeim, þegar flutt var af jörðinni. Ógjarnan vildu þau vera ómagar dóttur sinnar og tengdasonar, nema þau ættu einskis annars úrkosta.
Jón Einarsson fékk sér hest og kerru og hafði það að atvinnu á vertíðum að aka fiskslógi í matjurtagarða Eyjamanna. Einnig fékk hann sér land og ræktaði rófur og kartöflur. Markaður fyrir þá framleiðslu var góður í Eyjum. Garðræktin að vorinu var honum erfiðust, því að plógur var enginn til í byggðarlaginu. Þess vegna pældu allir garða sína með reku, og það var erfitt verk, ekki sizt öldnum og vinnulúnum.
Þá ræktaði Jón Einarsson einnig gulrófnafræ af völdum rófustofni og seldi það bæði í Eyjum og utan þeirra, sérstaklega til bænda í Rangárvallasýslu, þar sem þau hjón áttu marga kunningja og vini. Einnig hafði Jón bóndi það að atvinnu að
„aka skarni á hóla“ fyrir þá, sem höfðu túnblett í Eyjum, höfðu ræktað sér túnbleðil til þess að hafa svo sem eina kú eða svo til heimilisnota.
Þannig tókst Jóni Einarssyni frá Yzta-Skála að fleyta fram sér og konu sinni fyrstu árin, sem þau dvöldust í Eyjum. En síðustu ár ævinnar voru þau algjörlega á framfæri [[Halldóra Jónsdóttir|Halldóru]] dóttur sinnar og tengdasonar. Þá var vinnuþrekið þrotið og til engra að leita um styrk til framfærslunnar nema hjónanna í [[Hlaðbær|Hlaðbæ]], dóttur og tengdasonar.
Frú Kristín Björnsdóttir lézt í [[Hlaðbær|Hlaðbæ]] hjá dóttur sinni 19. marz 1924, 85 ára að aldri. Tveim árum síðar eða 1926 lézt eiginmaður hennar Jón Einarsson. Þá var hann 88 ára gamall.
II <br>
'''Mamma og pabbi'''<br>
''' Brautryðjendur í atvinnulífinu.'''
Eins og ég hef drepið á hér að framan, þá var á Yzta-Skála undir Eyjafjöllum þríbýli í síðari hluta síðustu aldar. Í Suðurbænum, sem svo var kallaður, bjuggu bóndahjónin frú [[Kristín Björnsdóttir frá Ysta-Skála|Kristín Björnsdóttir]] og [[Jón Einarsson bóndi frá Ysta-Skála|Jón Einarsson]], meðhjálpari. Þau hófu þar búskap árið 1883 eins og áður segir. — Börn þeirra voru á æskuskeiði, þegar hér er komið sögu. [[Halldóra Jónsdóttir í Hlaðbæ|Halldóra]] dóttir þeirra var elzt, þá 17 ára. Hún fæddist 28. febr. 1875. Þrjá sonu áttu þau einnig: [[Sveinn Jónsson (Landamótum)|Svein]], síðar kunnan formann og aflamann í Vestmannaeyjum, Svein á Landamótum, eins og hann var nefndur í daglegu tali fólks; — Gísla, sem var á sínum tíma kunnur sjómaður og formaður undir Eyjafjöllum. Mér er tjáð, að hann hafi verið formaður á opnu skipi um 40 ára bil og róið frá Eyjafjallasandi; þriðja barn þeirra var Björn, sem ég veit engin deili á.
Á Miðbæjarjörðinni á Yzta-Skála bjuggu hreppstjórahjónin frú Ingibjörg Jónsdóttir og Einar bóndi Jónsson. Þau voru nokkru eldri en hjónin á Suðurbænum og börn þeirra þá einnig nokkrum árum eldri. [[Jón Einarsson|Jón]] hét sonur þeirra. Hann fluttist til Vestmannaeyja árið 1897 og varð þar kunnur kaupmaður. Hann var fæddur 1867. [[Jón Einarsson]] kvæntist í Eyjum árið 1898 [[Sesselja Ingimundardóttir|Sesselju Ingimundardóttur]] bónda og hreppstjóra [[Ingimundur Jónsson|Jónssonar]] á [[Gjábakki|Gjábakka]] og konu hans, frú [[Margrét Jónsdóttir á Gjábakka|Margrétar Jónsdóttur]].
Annar sonur hjónanna á Miðbæjarjörðinni á Yzta-skála var [[Bjarni Einarsson í Hlaðbæ|Bjarni]], fæddur árið 1869.
Árið 1893 (3. marz) ól heimasætan [[Halldóra Jónsdóttir í Hlaðbæ|Halldóra Jónsdóttir]] á Yzta-Skála barn, sem skírt var heima hjá afa sínum og ömmu og hlaut nafnið [[Björn Bjarnason|Björn]]. Móðirin var 18 ára að aldri, þegar þetta gerðist. Vitað var, að [[Bjarni Einarson í Hlaðbæ|Bjarni Einarsson]] í Miðbænum var faðir þessa barns, enda gekkst hann við því umbúðalaust. Þau felldu svo hugi saman, eins og það var kallað. Við þessu óhappi var ekkert að segja, enda þótt foreldrar stúlkunnar hefðu kosið, að ávöxturinn hefði beðið, þar til móðirin næði meiri þroska.
Þegar leið fram um mitt árið 1894 var heimasætan í Suðurbænum á Yzta-Skála orðin vanfær aftur. Var þá undinn að því bráður bugur, að þau gengu í hjónaband, [[Halldóra Jónsdóttir í Hlaðbæ|Halldóra]] heimasæta og [[Bjarni Einarsson í Hlaðbæ|Bjarni]] í [[Miðbær|Miðbænum]]. Þau giftust svo síðar á árinu 1894. [[Halldóra Jónsdóttir í Hlaðbæ|Halldóra Jónsdóttir]] fæddi annað barnið þeirra í febrúar 1895. Það var stúlkubarn og skírt heima eins og hið fyrra barnið. Meybarn þetta hlaut nafn föðurmóður sinnar og var skírt [[Ingibjörg Bjarnadóttir í Varmahlíð|Ingibjörg]]. Þessi Ingibjörg er þekkt bóndakona undir Eyjafjöllum, frú Ingibjörg Bjarnadóttir húsfreyja í Varmahlíð, gift Einari bónda Sigurðssyni.
Ungu hjónin fengu dálítinn skika af jörð foreldra sinna til afnota. Þarna á Yzta-Skála bjuggu þau stuttan tíma. Þar fannst þeim of þröngt um sig. Nokkur hugur var í hjónunum ungu til þess að stækka bú sitt og efla, því að bæði voru þau dugmikil og kappsöm og sóttu fast að því marki að verða efnalega sjálfstæð og eiga myndarlegt bú, eins og þau voru þá kölluð, stærstu búin undir Eyjafjöllum. Eftir stuttan búskap á Yzta-Skála fengu þau ábúð á jörðinni Efra-Hóli. Þar bjuggu þau fá ár. Þá afréðu þau að flytja til Vestmannaeyja og freista þar gæfunnar við sjávarútveginn. Enda ekki loku fyrir það skotið, að þau gætu fengið þar jörð til ábúðar, því að ávallt losnaði öðru hvoru úr ábúð ein og ein jörðin þar af þeim 49 jörðum, sem sýslumaðurinn hafði þar til ráðstöfunar.
Til Vestmannaeyja fluttu þau síðan árið 1901. Þá höfðu þau hokrað þarna undir Eyjafjöllum við lítil efni í sjö ár og bætt lítið efnahag sinn þrátt fyrir mikinn dugnað, atorku og kappgirni við búskapinn.
En erfitt var að fá inni í Vestmannaeyjakauptúni þá. Mjög lítið var þar um leiguhúsnæði, og það sem fékkst leigt, var vægast sagt mjög lélegt, svo að nú þætti það ekki bjóðandi nokkrum manni til íbúðar.
Hjónin frá Efra-Hóli fengu inni í [[Garðsfjós|Garðfjósinu]], sem svo var nefnt, gamla fjósi einokunarverzlunarinnar þar austur á [[Skansinn|Skansinum]]. Það hafði upp úr miðri fyrri öld verið innréttað og gert íbúðarhœft að mati verzlunarstjórans þá. Sérstaklega virðist það hafa verið til taks handa innflytjendum úr Skaftafells- og Rangárvallasýslu. Samkvæmt gildum heimildum hafa ýmsir mætir innflytjendur úr sýslum þessum hafið tilveru sína í kauptúninu einmitt í þessum aumlegu húsakynnum. Ef til vill var ástæðan sú, að þeir fluttu til Eyja með vissu um vinnu á vegum einokunarverzlunarinnar og þeim holað þar niður þess vegna, þar sem ekki var í annað hús að venda.
Og nú voru hjónin á Efra-Hóli reiðubúin til Vestmannaeyjaferðarinnar, þegar leiði gafst frá Útfjallasandi.
Uppstigningadagurinn 16. maí 1901 rann upp bjartur og fagur. Þó sást blika við sjónarrönd, þegar austur var litið. Nú varð samt að nota leiðið, þó að helgur dagur væxi.
Lognið, bjartviðrið og ládeyðan við sandinn freistaði fólksins til Vestmannaeyjaferðar.
Áttæringurinn Kristbjörg þeirra Yzta-Skálabænda stóð á fjörukambinum búinn til nota, enda höfðu Yzta-Skálamenn og fleiri Fjallabændur stundað færafiskirí á honum þá um veturinn og vorið, þegar fiskurinn gekk í torfum upp undir sandinn.
Og fleiri voru erindin til Eyja en að flytja þau hjónin frá Efra-Hóli. Byrgja skyldi heimilin af nauðsynjum fyrir sumarið, og svo heimsækja frændur og vini í Eyjum, áður en vorannir hæfust að marki.
Búshlutum hjónanna var í skyndi lyft til klakks og haldið til strandar.
Hlaðið var á og ýtt í drottins nafni. Allt lék í lyndi. Brátt rann á austan kul, svo að siglt var og róið undir megin hluta leiðarinnar til Eyja. Lent var heilu og höldnu í Eyjum um hádegisbilið. Þá hafði vindur glæðzt að mun. Þrem tímum síðar eða svo sást Fjallaskip koma siglandi austur við [[Bjarnarey]]. Glöggir Eyjabúar þekktu þar brátt Skarðshlíðarskipið. Formaður þess var hinn kunni sjómaður og bóndi Fjallamanna, Björn Sigurðsson í Skarðshlíð. Nú var sjór tekinn að stækka og austan stormurinn hafði vaxið að miklum mun.
Austur á [[Kirkjubær|Kirkjubæjum]] var fylgzt með skipi þessu. Það nálgaðist brátt [[Ystiklettur|Yzta-Klettinn]]. Þá skipti það engum togum: Skipinu hvolfdi. — Karlmenn á [[Kirkjubær|Kirkjubæjum]] tóku þegar til fótanna og hlupu í dauðans ofboði vestur og niður að höfn. Þar hrundu þeir skipi á flot og réru af fremsta megni austur að [[Ystiklettur|Yztakletti]] gegn stormi og sjóum. Þarna fundu þeir Skarðshlíðarskipið á hvolfi og einn mann á kili. Á skipinu höfðu verið 28 manns alls, 20 karlar og 8 kvenmenn. Alls drukknuðu því þarna 27 manns. — Þetta gerðist eins og áður segir á uppstigningardag 16. maí 1901, tveim til þrem tímum eftir að hjónin frá Efra-Hóli, [[Bjarni Einarsson í Hlaðbæ|Bjarni]] og [[Halldóra Jónssdóttir í Hlaðbæ|Halldóra]], stigu á land í Eyjum heilu og höldnu.
Þau fluttu þegar í [[Garðsfjós|Garðfjósið]] með börnin sín tvö, Björn og Ingibjörgu. Hann var 8 ára og dóttirin 6 ára að aldri.
[[Bjarni Einarsson]] stundaði sjóinn fyrstu árin sín í kauptúninu. Hann var vertíðarmaður á áttæringi.
Tengdaforeldrar [[Jón Einarsson|Jóns Einarssonar]] frá Yzta-Skála bróður Bjarna, [[Ingimundur Jónsson|Ingimundur]] bóndi og hreppstjóri Jónsson og frú [[Margrét Jónsdóttir á Gjábakka|Margrét Jónsdóttir]] á [[Gjábakki|Gjábakka]], voru í hópi hinna fáu efnuðu hjóna í Eyjum, svo að Sesselja kona Jóns fékk dálaglegan heimanmund. Þessi ungu hjón, frú Sesselja og Jón, höfðu ákveðið að ráðast þegar í það stórvirki að byggja sér íbúðarhús þarna austur á Gjábakkajörðinni. Þær byggingarframkvæmdir voru vel á veg komnar, þegar hjónin Bjarni og Halldóra, settust að í [[Garðsfjós|Garðfjósi]] árið 1901. Þegar var afráðið milli bræðranna, að [[Bjarni Einarsson í Hlaðbæ|Bjarni]] og [[Halldóra Jónssdóttir í Hlaðbæ|Halldóra]] fengju íbúð í nýja húsinu, þegar til kæmi. Og það fengu þau von bráðar.
Á [[Gjábakki|Gjábakka]] bjuggu þau síðan næstu fjögur eða fimm árin. Þá fengu þau ábúð á einni [[Vilborgarstaðir|Vilborgarstaðajörðinni]] hjá [[Magnús Jónsson (sýslumaður)|Magnúsi sýslumanni]]. Það var [[Miðhlaðbær|Miðhlaðbæjarjörðin]], sem svo var kölluð. Þar var smákofi til íbúðar. Þessa vistarveru fluttu þau í líklega 1905 eða 1906 og kölluðu [[Skáli|Skála]]. Nafnið var dregið af Yzta-Skálanafninu, sem þeim þótti vænt um. Þarna byggðu þau bráðlega fjós og hlöðu.
Vissulega höfðu hjónin efnast dálítið þessi fáu ár, sem þau höfðu dvalizt í kauptúninu. Atvinnu hafði [[Bjarni Einarsson í Hlaðbæ|Bjarni Einarsson]] haft við sjóróðra á vetrum og fiskverkun á sumrum. Og hjónin héldu vel á, enda var eiginkonan búkona í bezta lagi, hyggin og vinnusöm, svo að henni féll helzt aldrei verk úr hendi.
Og svo hófst nýr þáttur í útgerð og atvinnulífi Eyjafólks. Þar létu þau ekki sinn hlut eftir liggja, heldur urðu með í hópi þeirra karla og kvenna, sem ruddu þar markverðar brautir til að efla vélbátaútveginn til velmegunar og farsældar þessu afskipta og einangraða byggðarlagi.
Á vertíð 1906 hófst útgerð á tveim fyrstu vélbátunum, sem til Eyja komu. Áður hafði að vísu [[Gísli J. Johnsen]] keypt til Eyja eilítið vélbátshorn, sem ekki varð nothæft til fiskveiðanna sökum smæðar. En bátur sá varð til þess að kveikja í framsæknum formönnum í byggðarlaginu, auka hugmyndir þeirra, áhuga og skilning á nýrri tækni, nýjum möguleikum til eflingar útveginum og atvinnulífinu í heild. Jafnframt höfðu hyggnir og dugmiklir Eyjamenn kynnzt vélbátaútgerð Austfirðinga á þessu tímaskeiði, með því að margir þeirra leituðu sér atvinnu á Austfjörðum á sumrum. Þá hafði vélbátaútvegurinn þar gerzt ríkur þáttur í atvinnulífinu og Austfirðingar rutt brautir á því sviði, svo að athygli vakti.
Á vetrarvertíð árið 1907 hófst mjög aukin útgerð vélbáta í Vestmannaeyjum. Haustið áður voru fimm vélbátar þar í notkun. En á þessari vertíð bættust seytján vélbátar í flotann. — Vestmannaeyingar tóku höndum saman til þess að efla vélbátaútveginn sinn. Þeir mynduðu lítil sameignarfélög um kaup á vélbátunum. Fimm til átta menn voru venjulega í hverju sameignarfélagi. Þeir lögðu saman hinar fáu krónur sínar, því að flestir höfðu þá lítið fé milli handa, og afréðu vélbátskaup. Í hópi þessara brautryðjenda voru hjónin í [[Miðhlaðbær|Miðhlaðbæ]], [[Bjarni Einarsson í Hlaðbæ|Bjarni Einarsson]] og frú [[Halldóra Jónsdóttir í Hlaðbæ|Halldóra Jónsdóttir]]. Á fyrstu árum vélbátanna voru það tveir kaupmenn helzt, sem veittu fyrirgreiðslu. Það voru þeir [[Gísli J. Johnsen]] og [[J.P.T. Bryde]], en hann lézt 1910.
Árið 1907 mynduðu nokkrir Fjallamenn, sem flutzt höfðu til Eyja á fyrstu árum aldarinnar, sameignarfélag og festu kaup á vélbát frá Danmörku. [[Gísli J. Johnsen]] studdi dyggilega við bakið á þeim við bátakaupin. Hann gerðist einnig einn af fimm eigendum bátsins. Í þessu sameignarfélagi voru hjónin í [[Miðhlaðbær|Miðhlaðbæ]], [[Bjarni Einarsson í Hlaðbæ|Bjarni]] og frú [[Halldóra Jónsdóttir í Hlaðbæ|Halldóra]]. Þriðji aðilinn að bátakaupum þessum voru hjónin á [[Sandfell|Sandfelli]] (nr. 36) við [[Vestmannabraut]], [[Guðjón Jónsson]] og frú [[Ingveldur Unadóttir]]. [[Guðjón Jónsson|Guðjón]] var kunnur innflytjandi til Eyja undan Eyjafjöllum, sægarpur mikill og aflakló. Hann varð formaður bátsins. — Vélbátur þessi var svipaður á stærð og flestir hinir, sem þegar voru keyptir til Eyja. Hann var 7,5 rúmlestir að stærð með 8 hestafla Danvél. Hann var smíðaður í Friderikssundi í Danmörku og hlaut nafnið [[Ingólfur VE-108|Ingólfur]] og einkennisstafina [[VE 108]]. [[Guðjón Jónsson]] frá [[Sandfell|Sandfelli]] var formaður á bátnum næstu 12 vertíðirnar og aflaði jafnan ágætlega, svo að gróði varð af útgerðinni.
Flestir þeir meðeigendur í vélbátum þessum, sem ekki réru sjálfir á þeim, gerðu að aflahlut sínum og önnuðust að öllu leyti sinn þátt í útgerðinni. Afla var skipt á milli útgerðarmanna, þegar að landi kom, eins og aflanum milli sjómannanna á opnu skipunum áður fyrr um langan aldur.
Eftir fyrstu vertíðina veturinn 1907 sáu hjónin í [[Hlaðbær|Hlaðbæ]] sér fært að hefja byggingu nýs íbúðarhúss á Jörðinni. Jafnframt sáu þau sér tök á að festa fjármuni í nýjum vélbáti. Sameignarmenn að þeim vélbáti voru sex. Eins og fyrri báturinn var hann keyptur frá Frederikssundi í Danmörku, 7,5 rúmlestir að stærð með 8 hestafla Danvél. Hann var einnig keyptur í umboði [[Gísli J. Johnsen|Gísla J. Johnsens]]. Þessi vélbátur hlaut nafnið [[Haffari VE-116|Haffari]] og einkennisstafina [[VE 116]].
Svo liðu árin. Hjónin luku við byggingu íbúðarhúss síns á [[Hlaðbær|Hlaðbæjarjörðinni]] og þau önnuðust útgerðarhluti sína af natni og samvizkusemi. Þau önnuðust verkun aflahlutar síns að fullu, og þau uxu að eignum og áliti í hinni miklu útgerðarstöð. — Ekki var hlutur húsmóðurinnar neitt smáræði í öllum þessum umsvifum. M.a. stjórnaði hún stóru heimili hverja vertíð. Aðkomusjómenn, sem réru á vélbátunum, og svo allt landverkafólk, aðgerðarmenn og þjónustustúlkur, bjuggu heima hjá útvegsbændunum. Það kom þess vegna í hlut húsmæðranna að annast matreiðslu og alla þjónustu við þetta starfsfólk á vertíð hverri, og það starf gerði kröfu til langs vinnudags og mikillar stjórnsemi, ætti þar gagn og gifta að fylgja athöfnum.
Vetrarvertíðin 1911 var með afbrigðum aflasæl. Eftir hana afréðu hjónin í Miðhlaðbæ að leggja enn sitt af mörkum til þess að efla útgerðina og atvinnulífið í kauptúninu. Þau lögðu þá fé í tvö sameignarfélög til kaupa á tveim nýjum vélbátum. — Annar báturinn hlaut nafnið [[Sæfari VE-154|Sæfari]] og einkennisstafina [[VE 154]]. Hann var 12 rúmlestir að stærð með 12 hestafla Gideonvél. Hann var eins og hinir fyrri bátar þeirra smíðaður í Frederikssundi. Fjórir voru eigendur hans og áttu jafnan hlut hver í útgerðinni. Þessi bátakaup minna á sérstakan þátt í þróuninni.
Með auknu fjármagni verða bátarnir stærri, sem keyptir eru til Eyja, og eigendum hvers báts fækkar, sameignarfélögin gerast fámennari. Einn af fjórum eigendum þessa vélbáts var [[Sveinn Jónsson (Landamótum)|Sveinn Jónsson]] frá [[Landamót|Landamótum]] í Eyjum, bróðir frú [[Halldóra Jónsdóttir í Hlaðbæ|Halldóru]] húsmóður í [[Hlaðbær|Miðhlaðbæ]] og mágur [[Bjarni Einarsson í Hlaðbæ|Bjarna]]. Hann var formaður á bátnum, og hann reyndist jafnan aflasæll og dugnaðarsjómaður.
Hinn vélbáturinn, sem hjónin lögðu fé í og keyptur var til Eyja sama árið (1912) hlaut nafnið [[Happasæll VE-162|Happasæll]] og einkennisstafina [[VE 162]]. Hann var 10,67 rúmlestir að stærð með 12 hestafla Scandiavél, sem var sænsk, enda var bátur þessi smíðaður í Svíþjóð. Kaupendur þessa báts voru fimm.
Árið 1917 lögðu þessi athafnasömu hjón fé sitt í siðustu bátakaupin sín. Sá vélbátur var smíðaður í Eyjum. Bátasmíðameistarinn var [[Guðmundur Jónsson]] á [[Háeyri]]. Þessi bátur var 11,17 rúmlestir að stærð með 20 hestafla Alfavél. Hann kölluðu eigendurnir [[Ingólfur Arnarson VE-187|Ingólf Arnarson]] og hann fékk einkennisstafina[[V/b Ingólfur Arnarson, VE 187|VE 187]]. Þrír voru eigendur þessa báts, — aðeins þrír. Og nú er vélaaflið orðið rúmlega hálft annað hestafl á rúmlest hverja. Tveir af eigendunum voru mágarnir [[Bjarni Einarsson í Hlaðbæ|Bjarni]] og [[Sveinn Jónsson (Landamótum)|Sveinn]], og áttu þeir sinn þriðjunginn hvor í bátnum. [[Sveinn Jónsson]] var formaðurinn.
Hjónin í [[Hlaðbær|Hlaðbæ]], [[Bjarni Einarsson]] og frú [[Halldóra Jónsdóttir]], eignuðust sex börn. Þrjú þeirra náðu fullorðinsaldri. [[Björn Bjarnason|Björn]] í [[Bólstaðarhlíð]] var elztur þeirra, eins og áður getur. Hann verður þriðji ættliðurinn, sem ég skrifa hér um í þessu greinarkorni mínu.
[[Björn Bjarnason]] var fyrirmálsbarn elskendanna á Yzta-Skála, eins og ég drap á í upphafi máls míns. Fyrstu átta ár ævinnar dvaldist hann hjá afa sínum og ömmu á Yzta-Skála, móðurforeldrum sínum. Hann fluttist með foreldrum sínum til Vestmannaeyja árið 1901, þegar þau settust þar að.
Annað barn hjónanna er frú [[Ingibjörg Bjarnadóttir í Varmahlíð|Ingibjörg Bjarnadóttir]] húsfreyja að Varmahlíð undir Eyjafjöllum, sem gift er Einari Sigurðssyni bónda þar. Þriðja barn hjónanna var [[Sigurður Gísli Bjarnason|Sigurður Gísli]], skipstjóri og útgerðarmaður í [[Svanhóll|Svanhóli]] í Eyjum. Kona hans var frú [[Þórdis Guðjónsdóttir]] bónda [[Guðjón Eyjólfsson|Eyjólfssonar]] á [[Kirkjubær|Kirkjubæ]].
Árið 1935 keyptum við hjónin íbúðarhúsið [[Háigarður|Háagarð]] í lendum [[Vilborgarstaðir|Vilborgarstaða]] og fengum um leið afnot af nokkrum hluta jarðarinnar, sem var ein af átta jörðum [[Vilborgarstaðir|Vilborgastaðatorfunnar]], eins og [[Hlaðbær|Miðhlaðbærinn]]. Íbúðarhúsið að [[Háigarður|Háagarði]] stóð svo sem 8-10 metrum fyrir vestan [[Hlaðbær|Hlaðbæjarhúsið]]. Þarna bjuggum við hjónin í 12 ár, eða frá 1935-1947. Fyrstu sjö árin, sem við bjuggum í [[Háigarður|Háagarði]], lifði frú [[Halldóra Jónsdóttir í Hlaðbæ|Halldóra]] húsfreyja í [[Hlaðbær|Hlaðbæ]]. Hún lézt 2. júní 1942, 67 ára að aldri.
Sambýlið þarna á jörðum þessum var í alla staði vinsamlegt og gott, — drengilegt og innilegt. Það var laust við allan átroðning frá báðum hliðum. Vissulega getum við hjónin um það borið, hversu [[Halldóra Jónsdóttir í Hlaðbæ|Halldóra]] húsfreyja var mikill forkur við hússtjórnarstörfin. Þá voru mestu útgerðarannir þeirra hjóna um garð gengnar, þegar við fluttum í nágrennið. Hyggin búkona var frú [[Halldóra Jónsdóttir í Hlaðbæ|Halldóra]] einnig. Því veittum við athygli. Enda naut atvinnurekstur hjónanna um tugi ára þeirra eiginleika hennar í ríkum mæli. Svo mikið fé fór um hendur hennar þá í hinu fjölmenna húshaldi. Okkur er í minni, hversu létt var jafnan yfir heimilinu í [[Hlaðbær|Hlaðbæ]], húsráðendur glaðværir og léttir í lund, þegar gesti bar að garði. Og ekki leyndist það neinum, að eiginmaðurinn mat konu sína mikils.
Frú [[Halldóra Jónsdóttir í Hlaðbæ|Halldóra Jónsdóttir]] var gjafmild kona og fátækum hjálpsöm. Þess urðum við vör. Hún var léttlynd, trygg og vinaföst. Það sögðu þeir, sem bezt þekktu hana. Og vissulega nutum við hjónin þeirra góðu eiginleika hennar þau ár, sem hún lifði eftir að við fluttum í nágrennið.
Þegar ég hugleiði eiginleika þessarar mætu konu og fráfall hennar, minnist ég einstaks atburðar, sem mér verður lengst af hugstæður. Þegar lík húsfreyjunnar skyldi kistulagt heima í [[Hlaðbær|Hlaðbæ]], kom eiginmaðurinn til mín með skilaboð frá hinni látnu. Beiðni hennar hin hinzta var sú, að ég læsi vissan Passíusálm við kistu hennar, áður en henni yrði lokað. Frú [[Halldóra Jónsdóttir í Hlaðbæ|Halldóra]] kunni alla Passíusálmana utanbókar frá bernsku- og æskuárum sínum að Yzta-Skála. Vitaskuld gerði ég þessa bón hennar svo vel og innilega, sem mér var unnt. Við hjónin litum á þessa bón hinnar látnu sem vott um hlýhug hennar og traust, vinsemd og innileik, sem ávallt ríkti milli þessara nágranna.
[[Bjarni Einarsson í Hlaðbæ|Bjarni Einarsson]] í [[Hlaðbær|Hlaðbæ]], bóndi og útgerðarmaður, lézt 16. des. 1944, 75 ára að aldri. — Blessuð sé minning þessara nágrannahjóna okkar.
''' Þriðji ættliðurinn.'''<br> 
'''Hjónin í Bólstaðarhlíð.'''
Ég hef áður getið þess, að [[Björn Bjarnason]] fæddist að Yzta-Skála 3.marz 1893. Brátt var hann skírður heima hjá afa sinum og ömmu, móðurforeldrum sínum, þar sem móðir hans dvaldist enn, foreldrar hans ógift og höfðu ekki myndað sér heimili. Björn var heitinn eftir séra Birni Þorvaldssyni í Holti, langafa sínum. Skirnarvatnið var borið fram í sérstakri könnu, sem var erfðagripur frá prestshjónunum í Holti, séra Birni og fyrri konu hans, maddömu Halldóru Finnbogadóttur. Kanna þessi var keypt á Eyrarbakka árið 1865 og síðan vígð til að vera „skírn-rvatnskanna“ prestsins, þegar hann skírði börn heima í Holti, og svo erfast í þessari ætt lið fram af lið. (Sjá nr. 806 í Byggðarsafni Vestmanna-eyja). — Aldrei var kanna þessi notuð til annars hjá skylduliði þessu en að bera fram í henni skírnarvatn, þegar þær hinar helgu athafnir áttu sér stað hjá fjölskyldunni eða nákomnum ættingjum. Og ávallt voru þær athafnir látnar fram fara á heimilunum hjá þessu fólki. Það var sérleg ættgeng venja. Þessum helgu athöfnum þótti fylgja friður og blessun yfir heimilið og fólkið í trú og helgri bæn.
Björn Bjarnason ólst síðan upp hjá móðurforeldrum sínum á Yzta-Skála til átta ára aldurs, en fluttist þá með foreldrum sinum til Vestmannaeyja. Það var árið 1901, eins og áður greinir. Eftir það dvaldist hann aðeins á sumrum á Yzta-Skála til 12 ára aldurs. Hann gekk í barnaskóla Vestmannaeyja, eftir að hann náði 10 ára aldrinum og nam hjá [[Steinn Sigurðsson|Steini skólastjóra Sigurðssyni]] og [[Eiríkur Hjálmarsson|Eiríki Hjálmarssyni]] kennara.
Móðurforeldrar hans, Jón bóndi og frú Kristín, höfðu ávallt mikið ástriki á drengnum sínum meðan þau lifðu, enda var hann þeim innilegt og gott barnabarn.
Séra [[Oddgeir Þórðarson Guðmundsen|Oddgeir]] að [[Ofanleiti]] Þórðarson sýslumanns Guðmundssonar fermdi Björn Bjarnason í [[Landakirkja|Landakirkju]] vorið 1907.
Og svo látum við árin líða. — Foreldrarnir, Bjarni og Halldóra, kosta kapps um að ryðja vélbátaútveginum veg í kauptúninu ásamt fjölda annarra karla og kvenna.
Og unglingurinn hann [[Björn Bjarnason|Bjössi í Hlaðbæ]] hreifst sérstaklega af vélum bátanna. Annað komst naumast að í hugskoti hans. Umfram allt vildi hann verða vélgæzlumaður eða vélstjóri, þegar hann fengi aldur til.
Árið 1908 fékk [[Ísfélag Vestmannaeyja]] sendar frystivélar frá Sabroe í Árhúsum og aflvél frá Englandi. Þessi vélasending kom til Eyja fyrir atbeina [[Gísli J. Johnsen|Gísla J. Johnsens]], útgerðarmanns og kaupmanns, en hann var þá formaður Ísfélagsstjórnarinnar. Þetta voru fyrstu frystivélarnar, sem fluttar voru til landsins. Og þessi merku vélakaup voru vissulega höfð á orði í kauptúninu. Þau mörkuðu nýjan tíma landsmönnum öllum til blessunar, fjárhag þeirra til eflingar og sjálfstæði þeirra til styrktar og sóknar í víðari merkingu.
Unnið var að því haustið 1908 að koma vélum þessum fyrir, setja þær á sinn stað í hinni nýju byggingu Ísfélagsins. Áhugasamur unglingur um vélar og notkun þeirra, eins og Bjössi í Hlaðbæ, fylgdist með uppsetningu vélanna af miklum áhuga, kynnti sér gerð þeirra og gang. Þá var honum ríkust í huga sú ósk, að verða vélamaður hjá honum [[Högni Sigurðsson|Högna Sigurðssyni]] í [[Vatnsdalur|Vatnsdal]], vélamanni Ísfélagsins og forstöðumanni frystihússins. En þess var enginn kostur að komast þar að til náms og vinnu um sinn. Á meðan varð Bjössi að gera sér að góðu að vera innanbúðarmaður í brauðbúðinni hans [[Stefán Gíslason|Stefáns bakara Gíslasonar]] frá [[Ás|Ási]] (eða [[Hlíðarhús|Hlíðarhúsi]], ef við viljum kenna hann heldur við heimili foreldra sinna). Brauðbúð þessi var í [[Boston]] við vestanvert [[Formannasund]], eins og götustubbi þessi hét þá (síðar [[Formannabraut]]).
Þetta búðarstarf var þessum kraftmikla og athafnasama unglingi hvimleitt, þó að hann yrði við það að una, meðan honum óx fiskur um hrygg og kraftar í kögglum, svo að hann gæti stundað sjóinn á vertíðum, orðið vélamaður á útvegi foreldra sinna.
Daglega skrapp Bjössi vestur í Ísfélag úr búðarholunni við Formannasund til þess að fylgjast með gangi vélanna og vexti öllum og viðgangi þar.
Þegar heim kom að loknu dagsverki, tók hann fiðluna sína og æfði sig að spila falleg lög, en hann var músikalskur með afbrigðum og hafði yndi af söng og hljóðfæraslætti.
Og svo kom að því, að Högni Sigurðsson réð sér aðstoðarmann við vélgæzluna. Þá sat unglingurinn hann Bjössi í Hlaðbæ fyrir því starfi. Hann réðst „smyrjari“ til Ísfélags Vestmannaeyja. Jafnframt lærði hann undirstöður vélfræðinnar hjá [[Gissur Filippusson|Gissuri Filippussyni]], vélfræðingi, sem þá var setztur að í Eyjum og var forstöðumaður [[Smiðjufélag Vestmannaeyja|Smiðjufélags Vestmannaeyja]]. (Sjá [[Blik 1969]], bls. 301).
Brátt dró að því, að útgerð foreldra hans, hjónanna í Hlaðbæ, þurfti á lagni hans að halda og viti á vélum og meðferð þeirra. Björn gerðist þess vegna vélamaður á einum af vélbátum foreldra sinna. Og fór brátt orð af hæfni hans og lærdómi í þessari iðju. Eftir það var hann talinn einna færastur vélamaður í Vestmannaeyjum öll þau ár, sem hann stundaði sjóinn, meira en þrjá áratugi.
Eftir að hann gerðist vélamaður á útvegi foreldra sinna, leitaði hann sér atvinnu á Austfjörðum að sumrinu. Þannig atvikaðist það, að Björn frá Hlaðbæ var eitt sumar vélamaður á báti fósturforeldra minna á Norðfirði. Þá var ég unglingsdrengur og beitti á bátinn flesta daga sumarsins. Þá kynntumst við Björn Bjarnason.
Og nú hvörflum við huga til ungrar heimasætu í Eyvindarholti undir Eyjafjöllum. Hún heitir [[Ingibjörg Ólafsdóttir]]. Hún fæddist 12. apríl árið 1895. Foreldrar hennar eru hjónin Ólafur bóndi Ólafsson og frú Sigríður Ólafsdóttir húsfreyja. Árið 1901 fluttust þau að Eyvindarholti frá Dalseli og festu þá kaup á jörðinni, þegar Sighvatur Árnason, bóndi þar og alþingismaður þeirra Rangæinga, hætti búskap og flutti af henni. Þá var [[Ingibjörg Ólafsdóttir|Ingibjörg]] dóttir hjónanna aðeins 6 ára gömul. Sigríður húsfreyja var frá Múlakoti í Fljótshlíð. Hún hafði áður verið gift Þóroddi bónda Magnússyni, og bjuggu þau hjón í Dalseli.
Og árin liðu.
Þegar [[Ingibjörg Ólafsdóttir]] heimasæta í Eyvindarholti nálgaðist tvítugsaldurinn, stundaði hún nám í alþýðuskólanum að Hvítárbakka í Borgarfirði. Þar dvaldist hún veturna 1913 og 1914. Siðan vann hún heimilisstörf hjá fjölskyldu í Reykjavík og svo einn vetur hjá heimavistarnemendum í Flensborgarskólanum í Hafnarfirði.
Á vertíð 1920 réðst [[Ingibjörg Ólafsdóttir]] til heimilisstarfa í Vestmannaeyjum. Þá var þar búsett hálfsystir hennar frá fyrra hjónabandi móðurinnar, frú Sigríðar Ólafsdóttur. Sú kona var þekkt húsmóðir í kaupstaðnum um árabil, frú [[Guðríður Þóroddsdóttir]] í [[Víðidalur|Víðidal]] [[Víðidalur|(nr. 33)]] við [[Vestmannabraut]]. (Sjá [[Blik 1971]], bls. 149.)
Þennan vetur urðu örlög heimasætunnar frá Eyvindarholti ráðin. Þá kynntist hún vélstjóranum snjalla frá [[Hlaðbær|Hlaðbæ]], honum [[Björn Bjarnason|Birni Bjarnasyni]], og þau felldu hugi saman. Hann var þá orðinn útgerðarmaður og vélstjóri á eigin vélbáti, V/b [[Emma VE-219|Emmu VE 219]]. Sameignarmaður hans var [[Eiríkur Ásbjörnsson]], sem var formaður á bátnum og varð síðan einn af kunnustu útgerðarmönnum í kaupstaðnum og fiskimaður góður.
[[Ingibjörg Ólafsdóttir]] og [[Björn Bjarnason]] gengu í hjónaband 12. júní 1921.
Og nú gef ég frú [[Ingibjörg Ólafsdóttir|Ingibjörgu]] sjálfri orðið. Æviþáttur hennar, sem hún rekur hér í fáum orðum, er svo að segja algildur um ungar konur í Eyjum þá og hjón, sem reyndu eftir megni að ryðja sér þar braut til efnalegs sjálfstæðis og farsældar við þröngan kost og erfiðar aðstæður á margan hátt.
„Þegar við hjónin hófum búskap hér í Eyjum, voru mikil húsnæðisvandræði í bænum sökum hins mikla aðstreymis fólks að hinum örtvaxandi vélbátaútvegi og hinnar miklu atvinnu, sem af honum leiddi.
Ýmsir reyndu á þessum árum að koma sér upp kjallarahæð með það fyrir augum að byggja efri hæðina síðar, þegar efnahagur batnaði og aðrar ástæður leyfðu. En leiguhúsnæði lá ekki á lausu. Hvergi var hægt að fá leigt. Við leituðum fyrir okkur mjög víða, en það bar engan árangur. — Að vísu áttu þeir félagar og sameignarmenn í útgerðinni, [[Eiríkur Ásbjörnsson|Eiríkur]] skipstjóri Ásbjörnsson og [[Björn Bjarnason|Björn]] minn, austari hlutann í rishæð tómthússins [[Sjávarborg|Sjávarborgar]] við [[Sjómannasund]] (nr. 8) sunnan [[Strandvegur|Strandvegar]]. Þar áttu þeir innréttaða íbúð, sem var rúmgott herbergi og eldhús. Á vertíðinni sváfu þeir þar ásamt öðrum, sem unnu við útgerð þeirra og ekki voru búsettir hér í bænum, — sem sé aðkomnir vertíðarmenn. Þessi íbúð var laus okkur til nota 11. maí um vorið (1921) eða að lokinni vertíð. Og var það vel boðið af [[Eiríkur Ásbjörnsson|Eiríki]].
Um veturinn kom ég þarna daglega alla fjóra vertíðarmánuðina, sem aðkomufólkið bjó þar, því að ég annaðist þvotta og viðgerð á fötum fólksins og þá fyrst og fremst [[Björn Bjarnason|Björns]] míns. Þannig hafði ég fréttir af honum daglega og fylgdist með aflabrögðunum.
Engin forstofa var í húsinu. Þegar lokið var upp útidyrahurðinni, blasti stiginn við beinn upp á loftið. En það var segin saga, að um leið og ég steig í neðsta stigaþrepið, greip mig svo mikill ömurleiki og leiðindi, að ég var miður mín. Mér fannst á einhvern hátt, að ég gæti ekki búið í þessu húsi. Ekki vissi ég, hvernig á þessu stóð, því að allir, sem áttu þarna heima, voru hinir mætustu menn, og fannst mér þessar kenndir mínar ekki vera á neinn hátt í sambandi við þá, því að mér féll mjög vel við allt fólkið, sem átti þarna sína vistarveru á vertíðinni. En í þessu sambandi vil ég geta þess, að tæpum tveim árum síðar kom þar upp mannskæð taugaveiki í vestari hluta rishæðarinnar og breiddist hún þaðan út víða um bæinn. Sú veiki hafði örlagaríkar afleiðingar fyrir mörg heimili hér í bæ, sem urðu fyrir smiti. — Ég geri ráð fyrir því, að við hjónin hefðum þá átt heima í austurhluta rishæðarinnar, ef við á annað borð hefðum setzt þar að. En þá hafði [[Björn Bjarnason|Björn]] afráðið að byggja okkur íbúðarhús, svo fljótt sem því yrði við komið. Hann lagði fast að mér að flytja í rishæð [[Sjávarborg|Sjávarborgar]], þar sem annað húsnæði var ekki fáanlegt. En ég gat ekki hugsað mér, að við hæfum búskap þar. Einhver æðri verndarmáttur kom í veg fyrir það.
Þegar taugaveikin kom þarna upp, áttum við tvær dætur, — þá yngri aðeins viku gamla. Líklegt er, að við mæðgurnar hefðum þá orðið varnarlitlar gagnvart þessum smitandi sjúkdómi. Ég álít eða er sannfærð um, að guðleg handleiðsla hafi þar verið að verki.
Fram úr húsnæðisvandræðum okkar réðist vel að lokum. [[Guðríður Þóroddsdóttir]], hálfsystir mín, og maður hennar, [[Sigurjón Jónsson|Sigurjón]] útgerðarmaður Jónsson, sem bjuggu þá að [[Hrafnagil|Hrafnagili]] við [[Vestmannabraut]], reyndust okkur þá vel eins og æfinlega. Þau þrengdu að sér og lánuðu okkur stofuna sína til íbúðar og eldhúsrými í kjallara hússins. Sumarið, sem í hönd fór, byggðu þau hús sitt [[Víðidalur|Víðidal]] (nr. 33 við [[Vestmannabraut]]). Þetta hús var talið eitt hið vandaðasta, sem þá var byggt í Eyjum, enda ekkert til sparað að svo gæti orðið. Íbúðarhúsið [[Víðidalur]] kostaði fullbyggt kr. 80.000,00 og þótti mikið fé í þá daga. Húsið var fullgert um haustið eða fyrri hluta vetrarins, og fengum við þar leigt fyrstu búskaparárin okkar. Við leigðum tvö herbergi og eldhús i rishæðinni.
[[Víðidalur|Víðidalsheimilið]] var mannmargt og heimilislífið skemmtilegt. Sá góði heimilisbragur, sem þar ríkti, var til fyrirmyndar. Um það voru hjónin samtaka, að öllum á heimili þeirra liði sem bezt. Sama gilti um samskiptin við okkur hjónin og heimilisfólk okkar. Það var alltaf óvenjulega bjart yfir endurminningum okkar frá þeim árum, sem við bjuggum í [[Víðidalur|Víðidal]].
Veturinn 1924 er mér að ýmsu leyti minnisstæður. Þá gekk hér á miðin svo mikill fiskur, að aflahrotan varð sú mesta, sem menn mundu eftir, og voru þær þó margar góðar á þeim árum. Síðari hluta vertíðarinnar var sjórinn krökur af fiski, hvar sem netin voru lögð, líka upp við landsteina. Mikið var þá unnið í Eyjum og miklu afkastað, bæði til sjós og lands.
Eftir þennan óvenjulega góða aflavetur munu margir hafa verið bjartsýnir um efnahag sinn. Einn þeirra var [[Björn Bjarnason|Björn]] maðurinn minn.
Foreldrar hans, [[Bjarni Einarsson í Hlaðbæ|Bjarni Einarsson]] og frú [[Halldóra Jónsdóttir í Hlaðbæ|Halldóra Jónsdóttir]], hjón í [[Hlaðbær|Hlaðbæ]], gáfu honum húslóð við [[Heimagata|Heimagötu]] ofanverða, en þá var ekki búið að skipuleggja byggingu við hana eins og nú er (1970) og ekki heldur gefa henni nafn.
[[Björn Bjarnason|Björn]] minn byrjaði að grafa fyrir grunni hússins rétt eftir lokin eða um 20. maí (1924). Undanfarin tvö ár hafði hann haft bréfasamband við sænskan arkitekt og fengið frá honum bókarkorn með ýmiskonar húsateikningum. Einnig fékk hann þar fræðslu um styrkleika steypu, bæði í holsteina og milligerðir húsa. Þá fékk hann einnig teikningar af sniði eða gerð holsteina. Þessa fræðslu taldi þann sér mjög nytsama varðandi byggingu hins fyrirhugaða íbúðarhúss okkar.
[[Björn Bjarnason|Björn]] fékk dugmikinn mann í vinnu með sér um vorið. Þeir steyptu holsteina í mótum, sem [[Björn Bjarnason|Björn]] smíðaði sjálfur eftir sænsku teikningunni. Þá var öll steypa í hús hrærð með handaflinu einu saman, því að þá var lítið um véltæknina. Þetta var erfið vinna, ekki sízt vegna þess, að [[Björn Bjarnason|Björn]] vann einnig að fiskþurrkun á [[Stakkstæði|stakkstæðunum]], — vann að sínum hluta að því að þurrka aflann þeirra útgerðarfélaganna.
Byggingarframkvæmdirnar gengu vel þrátt fyrir margt annað, sem kallaði að.
Yfirsmiður hússins var [[Magnús Ísleifsson|Magnús]] trésmíðameistari Ísleifsson í [[London]] (nr.3 við [[Miðstræti]]). Hann var þá talinn einn hinn bezti og vandvirkasti húsasmiður hér í kaupstaðnum. Með honum unnu tveir húsasmiðir úr Reykjavík, því að mikill hörgull var á smiðum hér þetta sumar. — [[Magnús Ísleifsson|Magnús]] setti þau skilyrði, þegar hann tók smíðina að sér, að [[Björn Bjarnason|Björn]] réði til hans tvo góða smiði. Þá fór [[Björn Bjarnason|Björn]] til Reykjavíkur og heppnaðist að ráða til sín þessa smiði, sem höfðu góð meðmæli frá húsasmíðameistara sínum. Þeir reyndust líka ágætir í sinni grein.
[[Björn Bjarnason|Björn]] minn vann af ofurkappi við bygginguna og lagði svo hart að sér, að hann bjó lengi að því á eftir, eins og svo margir hafa gert, sem ofbjóða starfsþrótti sínum.
Byggingarframkvæmdirnar gengu svo vel, að við hjónin gátum flutt í húsið á Þorláksmessu, eða rétt fyrir jólin þetta sama ár (1924). Þá voru um það bil sjö mánuðir liðnir frá því að hann hóf byggingarframkvæmdirnar. — Þá kostaði húsið kr. 20.000,00, ef ekki er vinna [[Björn Bjarnason|Björns]] sjálfs reiknuð með.
Þegar þessum áfanga var náð, þá fannst okkur það merkur viðburður í lífi okkar. Ég var svo hamingjusöm þessa daga, að ég spurði sjálfa mig: Er þetta draumur eða veruleiki?
Þetta hafði allt gengið betur en við höfðum þorað að vona. — Eins og gefur að skilja, þá var þetta annasamur tími hjá okkur hjónunum. Fyrir mörgu þurfti að hyggja í sambandi við húsbygginguna.
Um haustið bættust svo við á heimilið verkamenn og sjómenn auk smiðanna tveggja, sem fyrir voru. Og enn fjölgaði vertiðarfólki hjá okkur eftir áramótin, — fólki, sem vann að útgerðinni.
Við vorum bjartsýn á framtíðina, þó að á ýmsu ylti um efnahaginn, því að við vorum mikið skuldug, eins og gefur að skilja.
Um haustið sóttum við um veðdeildarlán út á húseignina eins og flestir aðrir, sem bjástruðu við að byggja sér íbúðarhús. Þá voru húsin í bænum ekki númeruð, heldur höfðu þau öll sérnöfn. Göturnar voru þröngar og slæmar yfirferðar eftir rigningar og holklaka að vetrinum. Og húsin voru óskipulega byggð við göturnar mörg hver.
Nú vík ég máli mínu að því, þegar við sóttum um veðdeildarlánið.
Einn daginn sagði [[Björn Bjarnason|Björn]] minn við mig, að húsið yrði að fá nafn, áður en við sæktum um veðdeildarlánið, og ég mætti ráða nafninu. — Það fór á annan veg en ætlað var. Ég sagði aðeins sem svo, að fyrir mitt leyti kynni ég bezt við stutt nafn og látlaust. Þau væru viðkunnanlegust. Mér geðjaðist ekki að löngum nöfnum. Fannst þau ekki eins töm í mæltu máli. Svo var ekki meira rætt um það þann dag. Daginn eftir kom [[Björn Bjarnason|Björn]] á heimili foreldra sinna. Þá sagði [[Halldóra Jónsdóttir í Hlaðbæ|Halldóra]] móðir hans honum þennan draum: Henni þótti sem hún væri stödd á heimili sínu. Þá heyrir hún, að drepið er á ytri dyr. Hún gekk til dyra. Úti fyrir stóð maður, sem hún kannaðist ekki við. Hann var meðalmaður á hæð, dökkur á brún og brá, frjálsmannlegur í framkomu og hafði fyrirmannlegan svip. Hann heilsaði henni og mælti: „Segðu honum [[Björn Bjarnason|Birni]] frænda mínum, að húsið hans eigi að heita [[Bólstaðarhlíð]].“ Að svo mæltu kvaddi hann og hvarf á braut. — Þegar [[Björn Bjarnason|Björn]] kom heim um hádegið, sagði hann mér drauminn og mæltist jafnframt til þess, að við létum húsið okkar heita þessu nafni. — Mér þótti sem styttra nafn og betra væri ekki vandfundið. Jafnframt fann ég, að [[Björn Bjarnason|Birni]] var draumnafnið hugleikið. —
Morguninn eftir sagði hann mér, að skjölin með umsókninni ættu að sendast suður þann dag, og mætti ég afráða nafnið á húsinu, ef mér væri það áhugamál. Ég skrifa þá niður þrjú nöfn og bið hann að velja eitt þeirra að ósk sinni. Hann hikaði. — Svo leggur hann leið sína niður í bæ og ætlar á pósthúsið með skjölin. En fram hjá pósthúsinu fór hann í það sinn og gengur rakleitt heim til foreldra sinna. Þá segir [[Halldóra Jónsdóttirí Hlaðbæ|Halldóra]] móðir hans honum, að enn hafi sig dreymt sama mann og nóttina áður. Drepið var á ytridyrahurðina. Úti fyrir stóð sami maðurinn og hið fyrra sinnið. Hann var ákveðinn á svip og fasmikill. Hann ávarpaði frú [[Halldóra Jónsdóttir í Hlaðbæ|Halldóru]] og mælti: „Húsið hans [[Björn Bjarnason|Björns]] frænda míns á að heita [[Bólstaðarhlíð]].“ — [[Halldóra Jónsdóttir í Hlaðbæ|Halldóru]] tengdamóður minni fannst sér verða svarafátt, en spyr þó: „Hvað heitur þú og hvaðan ertu?“ Þá segir hinn ókunni maður: „Ég heiti [[Björn Jónsson]] frá [[Bólstaðarhlíð fyrri|Bólstaðarhlíð]] í Húnavatnssýslu.“ — Þessi [[Björn Jónsson]] var prestur og ættfaði hinnar fjölmennu Bólstaðarhlíðarættar, sem margir kannast við.
(Neðanmáls:
Séra [[Björn Jónsson prestur|Björn Jónsson]] var fæddur árið 1749 og andaðist 1825. Hann var sonur [[Jón Árnason ráðsmaður|Jóns Árnasonar]] ráðsmanns á Hólum í Hjaltadal og konu hans frú [[Margrét Jónsdóttir á Hólum|Margrétar Jónsdóttur]] frá Vík á Vatnsnesi.
Árið 1777 vígðist séra [[Björn Jónsson prestur|Björn]] aðstoðarprestur séra [[Eiríkur Jónsson prestur|Eiríks Jónssonar]] að Hofi á Skagaströnd. En 7 árum síðar fékk séra Björn Bergstaði í Bólstaðarhlíðarhreppi í Austur-Húnavatnssýslu og bjó í [[Bólstaðarhlíð fyrri|Bólstaðarhlíð]] til dauðadags. — Séra Björn Jónsson þótti góður kennimaður. Jafnframt var hann hygginn búmaður, glaðlyndur að eðlisfari, hagmæltur og starfsmaður mikill. Eiginkona séra Björns  Jónssonar var maddama [[Ingibjörg Ólafsdóttir prestsfrú|Ingibjörg Ólafsdóttir]] bónda á Frostastöðum Jónssonar. Dóttir þeirra hjóna hét Kristín. Hún giftist séra Þorvaldi sálmaskáldi Böðvarssyni í Holti undir Eyjafjöllum. Sonur þeirra var séra Björn Þorvaldsson í Holti, faðir frú [[Kristín Björnsdóttir í Ysta-Skála|Kristínar Björnsdóttur]] húsfreyju í Yzta-Skála, konu [[Jón Einarsson í Ysta-Skála|Jóns Einarssonar]] bónda og meðhjálpara. Þ.Þ.V.)
Fyrstu búskaparárin okkar, eftir að við fluttum í [[Bólstaðarhlíð]], bjuggum við á neðri hæð hússins en leigðum efri hæðina. - - Eftir að börnin stálpuðust, veitti okkur ekki af öllu húsinu. Eftir að við fluttum í
[[Bólstaðarhlíð]], kom fastara mót á hið daglega líf okkar hjóna.
[[Björn Bjarnason|Björn]] var vélstjóri á bát þeirra sameignarmannanna, meðan heilsan leyfði. Störf hans voru því svipuð frá ári til árs. Að vísu voru teknar upp nýjungar við fiskveiðarnar, sem léttu og bættu mjög störfin á sjónum, eftir því sem árin liðu og juku um leið öryggi sjómannanna i baráttunni við stórviðri, brim og stórsjói í náttmyrkri og blindhríðum, sem bjó mörgum bátnum grand.
Eftir að talstöðvar komu til sögunnar, var hægt að hafa samband við bátana og vita, hvað þeim leið á hafi úti. Þetta samband jók öryggi sjómannanna og breytti miklu til batnaðar. En samt sem áður var aðeins ein fjöl á milli lífs og dauða á sjónum. Kona sjómannsins veit aldrei örugglega, hvort maðurinn hennar kemur aftur heill á húfi í höfn. Margt getur komið fyrir á sjónum og það jafnvel í blíðskaparveðri. Þess eru ótal dæmi. Hugur sjómannskonunnar dvelur hjá manni hennar öðrum þræði, meðan hann er á sjónum, og hlýtur ávallt að gera það. Annað væri ekki eðlilegt og annað er ekki sjálfsagðara, einkum á hættustundum, sem oft eiga sér stað við strendur þessa lands.
Að vera móðir margra barna er mikil hamingja samfara áhyggjum og óþrjótandi störfum. Það er ábyrgðarmikið hlutverk hverrar móður. Og taka svo að auki marga aðkomumenn inn á heimilið á vertíð til þess að annast matseld fyrir þá og veita þeim aðra nauðsynlega aðhlynningu og þjónustu. Það er næstum ofvaxið verkefni hverri húsmóður, móður og eiginkonu. Við hjónin vorum svo lánsöm eða heppin, að þessir vertíðarmenn, sem hjá okkur bjuggu, reyndust yfirleitt ágætismenn. Sumir dvöldust hjá okkur árum saman á vetrarvertíðum. Og við hjónin litum á þá alla sem heimilismenn okkar. Sama er að segja um stúlkurnar, sem hjá okkur dvöldust á heimilinu á vertíðum.
Þegar landlegur voru, sem oft kom fyrir, sérstaklega fyrri hluta vetrar, var oft glatt á hjalla í [[Bólstaðarhlíð]], þar sem meginið af fólki þessu var ungt og undi sér vel. [[Björn Bjarnason|Björn]] minn var þá hrókur alls fagnaðar. Þá flaug líka mörg stakan við hentug tækifæri.
Þess vegna fannst mér, að dagarnir liðu fljótt, þrátt fyrir þrotlausa vinnu og umhyggju fyrir stórum barnahóp.
Nafn mitt var að vísu skráð á félagaskrá ýmissa félaga hér í kaupstaðnum. Og vissulega hefði ég haft bæði ánægju og gagn af að taka þátt í starfsemi þeirra. En ég átti þess ekki kost. Ég átti svo fáar stundir afgangs, sem ég gat fórnað þeim. Heimilið og fjölskyldan sat alltaf í fyrirrúmi. Gleði mín og hamingja voru samtengdar manni mínum og börnum okkar.
[[Björn Bjarnason|Björn]] minn var gæddur prúðmannlegri framkomu og hafði létta lund. Hann var mjög aðlaðandi persónuleiki. Betri heimilisfaðir en hann mun vandfundinn. Það var mikið gæfuspor í lífi mínu, þegar ég giftist honum. Hann var gleðigjafi, hvar sem hann fór, og lífið og sálin í heimilinu, meðan hans naut við. En oftast fundust mér þær stundir of fáar, sem hann var heima, því að mikið þurfti að vinna utan heimilisins og marga munnana að metta. Já, bjartar og fagrar minningar á ég frá samverustundum okkar. Það voru beztu dásamlegustu ár ævi minnar, meðan hans naut við og öll börnin okka voru heima.
Og árin liðu svo fljótt við mikla annir, sem ætíð fylgja uppeldi margra barna og fjölmennu heimili. — Þó að á ýmsu ylti um fjárhaginn á kreppuárunum (1931-1939), fann ég ekki svo mjög til þess, meðan ég hafði alla þá hjá mér, sem voru mér hjartfólgnastir.
Heimilisástæður okkar fóru batnandi eftir því sem börnin komust til meiri þroska. Eftir fermingu fóru þau að vinna fyrir sér. Með árunum fluttu þau svo burt úr foreldrahúsum og stofnuðu sín eigin heimili.
Árið 1947 dró ský fyrir sólu. [[Björn Bjarnason|Björn]] minn veiktist af illkynjuðum sjúkdómi. Þrátt fyrir margar læknarannsóknir dró að því sama. Enginn varð árangurinn. Eftir sjúkrahúsvist bæði i Reykjavík og hér heima í Eyjum, andaðist hann í september árið 1947. Þá gátu börnin hans og ég sagt með sanni: „Dáinn, horfinn, harmafregn“, eins og eitt listaskáldið orkti eftir hjartfólginn vin sinn. Þetta er lögmál lífsins, sem allir verða að lúta að lokum. Eftir þetta bjó ég í [[Bólstaðarhlíð]] með börnum mínum um 12 ára skeið. Að þeim tima liðnum höfðu þau eignazt eigin heimili og voru öll búsett hér í Eyjum nema yngri sonurinn, sem var fyrirvinna mín, þar til ég missti hann af slysförum árið 1959. Síðan hefi ég búið hér á neðri hæð hússins en leigt efri hæðina. Ég hefi dvalizt hér í skjóli barna minna og tengdabarna og liðið vel eftir atvikum, enda notið mikillar umhyggju og mikils ástríkis hjá þessu nánasta fólki mínu, sem hefur gert allt, sem í þess valdi hefur staðið, til þess að mér mætti líða sem allra bezt. — Ég er þeim öllum hjartanlega þakklát fyrir alla þá umhyggju og hið mikla ástríki þeirra. Það fæ ég þeim aldrei fullþakkað. — Hin síðari árin hefi ég haft næði og aðstæður til að sinna hugðarefnum mínum. Ennþá hefi ég notið þess að lesa góðar bækur mér til fróðleiks og dægrastyttingar á elliárunum. Það hefur verið mér mikils virði og eitt mitt mesta hugðarmál.
Þegar vorsólin vekur gróður jarðar og grænu stráin byrja að gægjast upp úr gróðurmoldinni, finn ég hressandi mátt vorsins fara um sálu mína, og lofa allt það, sem gerir lífið fagurt og heillandi.
Hér áður fyrr hafði ég oft látið það eftir mér að vaka heila nótt um Jónsmessuleytið og njóta alls þess, sem fegurst er, reyna að vera eitt með því fagra og fjölbreytilega lífi, sem lifir þá og dafnar, hvert sem litið er. — Hamingjan býr hið innra með okkur en ekki utan við okkur eða á ytra borðinu. Að mörgu leyti erum við okkar eigin gæfusmiðir, og okkur ber að stuðla að því á allan hátt, að hið fagra og góða í tilveru okkar og annarra megi bera sigur úr býtum.
Margt hefur mistekizt, — annað ekki, og senn er sólarlag.“
Hér lýkur frásögn frú [[Ingibjörg Ólafsdóttir|Ingibjargar]] sjálfrar. Hún sendi [[Blik|Bliki]] hana árið 1970. Frú [[Ingibjörg Ólafsdóttir]] var víðlesin og hugsandi kona, sem trúði einlæglega á æðri mátt og handleiðslu í lífi okkar mannanna. Vanþroski okkar ylli því, ef þær æðri leiðarstjörnur yrðu okkur ekki leiðandi ljós á vegum hins jarðneska lífs til hamingju og farsældar.
Þessi kona unni fegurð í andlegum og efnalegum skilningi. Blómagarðurinn hennar norðan við íbúðarhús hennar, [[Bólstaðarhlíð]], bar þess fagran vott. Hann var um árabil fegursti blómagarður á Heimaey, og vakti aðdáun margra, sem sáu hann.
Gosárið erfiða, 1973-1974, dvaldist frú [[Ingibjörg Ólafsdóttir]] hjá frú [[Kristínu]] dóttur sinni og manni hennar, en öll hin árin, eftir að hún fluttist frá [[Bólstaðarhlíð]], var hún hjá frú [[Soffíu]] dóttur sinni og hennar manni. A heimili þeirra hjóna andaðist hún snögglega 22. júní 1976, 81 árs að aldri. Þá hafði hún verið ekkja nálega 29 ár, því að [[Björn Bjarnason]], maður hennar, lézt 25. sept. 1947. — Við hjónin hugsum til þeirra með hlýhug og biðjum þeim blessunar.
Kápumynd Bliks að þessu sinni er af málverki, sem [[Eyjólfur Eyfells]], listmálari, málaði eitt sinn af blómaskrúði konunnar í [[Bólstaðarhlíð]]. Við sjáum til norðurs frá útidyrunum í [[Bólstaðarhlíð]]. Í baksýn fjærst gnæfir Eyjafjallajökull og Eyjafjöllin í allri sinni dýrð. Nær sést á [[Ystiklettur|Yztaklett]] til vinstri og [[Bjarnarey]] til hægri. [[Elliðaey]] er þarna ekki fjarri. — Af húsum sést gamla sýslumannssetrið á Heimaey, [[Hof]] ([[Hof|nr. 25]]) við [[Landagata|Landagötu]] og lengra til hægri við sömu götu blasir íbúðarhúsið [[Vatnsdalur]] við. Nærst á myndinni er svo blómaskrúð húsmóðurinnar í [[Bólstaðarhlíð]], fegursti blómagarðurinn á Heimaey um langt árabil.


{{Blik}}
{{Blik}}

Útgáfa síðunnar 4. september 2009 kl. 13:26

ÞORSTEINN Þ. VlGLUNDSSON

Þrír ættliðir.

Þáttur eiginkonunnar í uppbyggingu vélbátaútvegsins í Vestmannaeyjum

Hér er minnzt hinnar mikilvægu hlutdeildar, sem húsmæður áttu á sínum tíma í atvinnurekstri og uppbyggingu vélbátaútvegsins í Vestmannaeyjum.

Um árabil hefi ég átt í fórum mínum greinarkorn um „hjónin í Bólstaðarhlíð“, eins og þau voru svo oft nefnd á manndómsárum sínum í Vestmannaeyjakaupstað, frú Ingibjörg Ólafsdóttir frá Eyvindarholti undir Eyjafjöllum og Björn Bjarnason, vélstjóri og útgerðarmaður frá Hlaðbæ í Vestmannaeyjum. Gildar ástæður hafa valdið því, að dregizt hefur úr hömlu fyrir mér að birta þessa grein í Bliki.

Þessi hjón voru athafnasöm og upprennandi, þegar við hjónin fluttumst til Eyja haustið 1927. Þá tókum við á leigu hjá þeim íbúð í húsi þeirra Bólstaðarhlíð (nr. 39) við Heimagötu. Þessi myndarhjón voru þá að mörgu leyti fulltrúar margra ungra og miðaldra hjóna í kaupstaðnum. Þau lögðu svo að segja nótt við dag í starfi til þess að skapa sér og sínum lífvænlega afkomu og byggja um leið upp atvinnuveg, sem átti sér þá fá ár að baki. Þar á ég við vélbátaútveginn. Sá atvinnuvegur dafnaði ört í kauptúninu og svo í kaupstaðnum (eftir 1918) og stóð brátt í miklum blóma. En miklar fórnir og mikið vinnuálag kostaði sú uppbygging öll, og ekki aðeins útgerðarmanninn. Ekki fór eiginkonan og húsmóðirin varhluta af stritinu, vinnuálaginu og áhyggjunum. Hún stjórnaði hinu fjölmenna heimili þeirra hjóna, sem ráku sinn hluta útgerðarinnar. Vertíðarfólkið, sjómennirnir og fiskvinnslufólkið, bjó heima hjá útgerðarmönnunum. Í annað hús var ekki að venda í þeim efnum. Þar varð að sjá því fyrir daglegu fæði, þjónustu allri og umhirðu. Og lítið var um heimilistækin þá, sem létt gátu heimilisstörfin, svo sem þvottavélar, uppþvottavélar, frystikistur og kæliskápa o.s.frv. Þau áhöld þekktust naumast eða alls ekki fyrstu 3-4 áratugina, eftir að vélbátaútvegurinn hófst. Handaflið kom þar ávallt til, seinvirkt og þreytandi.

Fyrst óska ég að rekja hér að nokkru æviþráð afa og ömmu Björns Bjarnasonar. Öldruðu hjónin eru að vissu leyti venjulegir fulltrúar bændakynslóðanna, sem ráku búskap á landi okkar um langan aldur við þröngan kost og lítil efni en óbilandi trú á landið sitt þrátt fyrir allt baslið, trú á framtíð þess og íslenzku þjóðarinnar. — Þegar ellin færðist yfir og starfskraftarnir fóru þverrandi, var ekkert til, sem tryggði þeim afkomuna og mannsæmileg ellikjör, ef börnin reyndust ekki vaxin því að hlaupa undir bagga. Væru þau ekki til, var í flest skjól fokið, þegar starfskraftarnir voru þrotnir.

Þá rek ég hér að nokkru æviþráð foreldra Björns Bjarnasonar. Í mínum huga eru þeir fulltrúar þeirrar kynslóðar, sem ruddi brautir með nýrri tækni til eflingar efnalegu sjálfstæði þjóðarinnar, og svo um leið stjórnmálalegu sjálfstæði hennar. Þau fylktu liði með fjölmennum brautryðjendahópi í Vestmannaeyjum á fyrstu áratugum vélbátaútvegsins. Af litlum efnum, en óbilandi kjarki og dugnaði, miklu hyggjuviti og mikilli bjartsýni og trú á land og þjóð, áttu þau sinn hlut í því að leggja grundvöllinn að vélbátaútvegi landsmanna.

Oft hefi ég lesið vel sögð orð um dugnað og hyggjuvit þeirra karla, sem beittu hug og hönd til uppbyggingar vélbátaútveginum í Vestmannaeyjum á fyrstu áratugum hans. Hins vegar hefur minna farið fyrir skrifum um hinn mikilvæga þátt kvenna í þeim stórstígu framförum, allri þeirri nýsköpun og uppbyggingu, fjárhag allra landsmanna til eflingar og aukinnar menningar um byggð og ból, bæi og þorp.

Þótt flestar húsmæðurnar hefðu að vísu einhverja hjálp við heimilisstörfin á hinum fjölmennu heimilum útvegsbændanna, eins og það var orðað, þá var vinnuálag eiginkonunnar, húsmóðurinnar og móðurinnar býsna oft alveg gífurlegt, meðan vertíð stóð yfir. Hver vinnudagur var langur og erilsamur. Það annríki allt reyndi mjög á taugar og líkamsþrek, ekki sízt, ef hjónin áttu börn, sem oftast var, — eitt, tvö eða fleiri, — og ef til vill barn í vöggu árlega.

Já, þetta getur verið löng og margorð frásögn, því að efnið er í heild kafli úr atvinnusögu heillar þjóðar. En hér verður saga þessi klippt og skorin. Hins vegar er það innileg ósk mín, að mér mætti takast að leiða glöggan lesanda til skilnings á þessum þætti konunnar í atvinnu-sögu þjóðarinnar.