„Blik 1967/Hákarlaveiðar í Vestmannaeyjum“: Munur á milli breytinga

Fara í flakk Fara í leit
ekkert breytingarágrip
m (Changed protection level for "Blik 1967/Hákarlaveiðar í Vestmannaeyjum" [edit=autoconfirmed:move=autoconfirmed])
Ekkert breytingarágrip
Lína 8: Lína 8:


Sótugum ásjónum, sagði ég. Hversvegna svo?<br>
Sótugum ásjónum, sagði ég. Hversvegna svo?<br>
Jú, milli hákarlavertíða voru skinnstakkarnir látnir hanga uppi í eldhúsum, væru ekki stundaðar þorskveiðar á milli „túra“. Í eldhúsunum urðu stakkarnir sótugir, þó að þeir héldust þar mjúkir og mölurinn grandaði þeim ekki. Þegar svo farið var í þá, urðu andlit sjómannanna sótug. Sótið var ótrúlega „lífseigt“ í stökkunum. Eftir ágjöf urðu svo andlitin sjóstokkin, og þannig börkuð af sóti og salti saman blönduðu.
Jú, milli hákarlavertíða voru skinnstakkarnir látnir hanga uppi í eldhúsum, væru ekki stundaðar þorskveiðar á milli „túra“. Í eldhúsunum urðu stakkarnir sótugir, þó að þeir héldust þar mjúkir og mölurinn grandaði þeim ekki. Þegar svo farið var í þá, urðu andlit sjómannanna sótug. Sótið var ótrúlega „lífseigt“ í stökkunum. Eftir ágjöf urðu svo andlitin sjóstokkin, og þannig börkuð af sóti og salti saman blönduðu.<br>
Í þessum andlitum og rauðþrútnu augum af vökum og seltu skein sigurgleðin og batavonin, þegar vel aflaðist af hákarlinum eða „Havkalve“, eins og búðarþjónarnir hjá Bryde kaupmanni kölluðu hákarlinn á danska vísu. Hákarlslifur hét hjá þeim í daglegu tali „Havkalvelever“. Þannig er hún einnig nefnd í verzlunarbókum Austurbúðarinnar.
Í þessum andlitum og rauðþrútnu augum af vökum og seltu skein sigurgleðin og batavonin, þegar vel aflaðist af hákarlinum eða „Havkalve“, eins og búðarþjónarnir hjá Bryde kaupmanni kölluðu hákarlinn á danska vísu. Hákarlslifur hét hjá þeim í daglegu tali „Havkalvelever“. Þannig er hún einnig nefnd í verzlunarbókum Austurbúðarinnar.


Þegar lifrinni var skipað upp úr skipunum, stóð formaðurinn á klöppinni, þar sem lifrarstamparnir voru látnir á land, því að engin var bryggjan í verstöðinni þá. Hann taldi lifrartunnurnar eða stampana (málin) fyrir hönd útgerðarinnar og skipshafnarinnar. Við hlið formannsins stóð einhver búðarþjónninn eða „utanbúðarmaðurinn“ hjá Bryde kaupmanni og gætti hagsmuna verzlunarinnar. Margt flaug þá spaugsyrðið milli þeirra, ef vel hafði aflazt og gleðin ríkti í hug og sinni formannsins. Stundum sagði formaðurinn „búðarlokunni“ veiðisögur, - oft ýktar vel, svo að þær urðu að einskonar „laxveiðisögum“. Stundum aðeins skrítlur frá hákarlalegum eða lúðudrætti. Já, margt spaugilegt á sér stað á sjó, sagði formaðurinn og fullyrti, að þar bæri það oft við, að „selur væri skotinn í augað.“
Þegar lifrinni var skipað upp úr skipunum, stóð formaðurinn á klöppinni, þar sem lifrarstamparnir voru látnir á land, því að engin var bryggjan í verstöðinni þá. Hann taldi lifrartunnurnar eða stampana (málin) fyrir hönd útgerðarinnar og skipshafnarinnar. Við hlið formannsins stóð einhver búðarþjónninn eða „utanbúðarmaðurinn“ hjá Bryde kaupmanni og gætti hagsmuna verzlunarinnar. Margt flaug þá spaugsyrðið milli þeirra, ef vel hafði aflazt og gleðin ríkti í hug og sinni formannsins. Stundum sagði formaðurinn „búðarlokunni“ veiðisögur, - oft ýktar vel, svo að þær urðu að einskonar „laxveiðisögum“. Stundum aðeins skrítlur frá hákarlalegum eða lúðudrætti. Já, margt spaugilegt á sér stað á sjó, sagði formaðurinn og fullyrti, að þar bæri það oft við, að „selur væri skotinn í augað.“


Opnu skipin, sem notuð voru í hákarlalegurnar, voru fremur lítil, - 6- og 8-æringar, frá 26-33 feta langir milli stafna, með 18-20 manna áhöfn. Þetta voru hin svokölluðu vetrarvertíðarskip á tímum hákarlaveiðanna. Hin stærstu skipin, teinæringarnir og tólfæringarnir, voru þá úr sögunni, - úr sér gengin.
Opnu skipin, sem notuð voru í hákarlalegurnar, voru fremur lítil, - 6- og 8-æringar, frá 26-33 feta langir milli stafna, með 18-20 manna áhöfn. Þetta voru hin svokölluðu vetrarvertíðarskip á tímum hákarlaveiðanna. Hin stærstu skipin, teinæringarnir og tólfæringarnir, voru þá úr sögunni, - úr sér gengin.<br>
Fyrir 8-æringinn - 4 árar á borð - voru goldnir 4 hlutir af óskiptum afla, - fjórir mannshlutir. Áttæringarnir voru kallaðir skip í daglegu tali.<br>
Fyrir 8-æringinn - 4 árar á borð - voru goldnir 4 hlutir af óskiptum afla, - fjórir mannshlutir. Áttæringarnir voru kallaðir ''skip'' í daglegu tali.<br>
Væri hinsvegar um 6-æring að ræða, var hann kallaður bátur. þar voru sem sé 3 árar á borð og goldnir fyrir bátinn 3 mannshlutir í leigu.<br>
Væri hinsvegar um 6-æring að ræða, var hann kallaður ''bátur''. þar voru sem sé 3 árar á borð og goldnir fyrir bátinn 3 mannshlutir í leigu.<br>
Allir minni bátar en þessir, voru kallaðir jul, hvor sem 1 eða 2 hlutir voru goldnir eftir þá.<br>
Allir minni bátar en þessir, voru kallaðir ''jul'' hvort sem 1 eða 2 hlutir voru goldnir eftir þá.<br>


Auk þeirra hluta, sem teknir voru í bátsleigu, var tekinn einn beituhlutur af hákarlslifrinni og tveir hlutir fyrir lán á sókninni, og akkeri með járnfesti, sem nam 5-6 föðmum (10-12 m), og var sá keðjustúfur ofan við akkerið kallaður „forhlaupari“. Þá var tóg til þess að liggja við. Það var allt að 120 faðmar á lengd. Þessum legufærum fylgdu einnig handfæri úr gildri línu með sökku, sem var oftast 8 pund (4 kg) á þyngd, og öngull, hákarlsöngull. Hann var með segulnagla (sigurnagla). Þar í var fest smágerð járnfesti 2-3 faðma löng. Einnig var ofan við sökkuna eða lóðið festi um það bil 1 faðmur á lengd. Í hana var svo færið bundið. Þessi festarstúfur ofan við sökkuna var kallaður bálkur. Járnfestar þessar voru nauðsynlegar til þess að hindra, að „sá grái“ klippti sundur öngultauminn eða færið næst fyrir ofan sökkuna með hinum ofurbeittu sköflum sínum.
Auk þeirra hluta, sem teknir voru í bátsleigu, var tekinn einn beituhlutur af hákarlslifrinni og tveir hlutir fyrir lán á sókninni, og akkeri með járnfesti, sem nam 5-6 föðmum (10-12 m), og var sá keðjustúfur ofan við akkerið kallaður „forhlaupari“. Þá var tóg til þess að liggja við. Það var allt að 120 faðmar á lengd. Þessum legufærum fylgdu einnig handfæri úr gildri línu með sökku, sem var oftast 8 pund (4 kg) á þyngd, og öngull, hákarlsöngull. Hann var með segulnagla (sigurnagla). Þar í var fest smágerð járnfesti 2-3 faðma löng. Einnig var ofan við sökkuna eða lóðið festi um það bil 1 faðmur á lengd. Í hana var svo færið bundið. Þessi festarstúfur ofan við sökkuna var kallaður bálkur. Járnfestar þessar voru nauðsynlegar til þess að hindra, að „sá grái“ klippti sundur öngultauminn eða færið næst fyrir ofan sökkuna með hinum ofurbeittu sköflum sínum.


[[Mynd:Blik 1967 122.jpg|thumb|250px|Ýmis hákarlaveiðitæki<br>
[[Mynd:Blik 1967 122.jpg|thumb|250px|Ýmis hákarlaveiðitæki<br>
Efst á myndinni er tromphnífur með járnskafti. Þá er hákarlaskutull með tógi. Þá ífæra. Þá sakka með járnfesti að taum og hákarls
Efst á myndinni er tromphnífur með járnskafti. Þá er hákarlaskutull með tógi. Þá ífæra. Þá sakka með járnfesti að taum og hákarlsöngull. Neðst á myndinni er hákarlsdrepur.]]
öngull. Neðst á myndinni er hákarlsdrepur.]]


Öll þessi veiðitæki til hákarlaveiðanna áttu skipeigendur að hafa til reiðu ásamt 3-4 skutlum (hákarlaskutlum), skutultaug, skutulsköftum sem voru laus í skutlinum, 4 hnífum eða sveðjum með 18 þumlunga (41 sm) löngu blaði flugbeittu á 2 álna skafti. Þá fylgdi einnig veiðitækjunum „drepari“, hnífur af slíkri stærð og hinir fyrrnefndu, en blaðið á dreparanum var tvíeggjað. - Þá má ekki gleyma tromphnífnum. Hann var hálfpípulagaður með ávala egg, - og með járn- eða tréskafti. Þá er eftir að nefna tromptógið eða trompfestina og nokkrar ífærur eða knúbakka. Það voru ýmist langir eða stuttir járnkrókar gildir en agnhaldslausir. Stundum voru á þeim tréskaft.
Öll þessi veiðitæki til hákarlaveiðanna áttu skipeigendur að hafa til reiðu ásamt 3-4 skutlum (hákarlaskutlum), skutultaug, skutulsköftum sem voru laus í skutlinum, 4 hnífum eða sveðjum með 18 þumlunga (41 sm) löngu blaði flugbeittu á 2 álna skafti. Þá fylgdi einnig veiðitækjunum „drepari“, hnífur af slíkri stærð og hinir fyrrnefndu, en blaðið á dreparanum var tvíeggjað. - Þá má ekki gleyma tromphnífnum. Hann var hálfpípulagaður með ávala egg, - og með járn- eða tréskafti. Þá er eftir að nefna tromptógið eða trompfestina og nokkrar ífærur eða knúbakka. Það voru ýmist langir eða stuttir járnkrókar gildir en agnhaldslausir. Stundum voru á þeim tréskaft.


Allan þennan búnað, öll þessi áhöld, allar birgðir til hákarlaveiðanna þurftu hákarlaformennirnir að hafa til reiðu og á vísum stað, hvenær sem til þurfti að taka á tímanum frá vetrarnóttum til vordaga. Einnig mátti ekki vanta næga beitu, þ. e. hangið hrossakjöt og svonefnt blóðkjöt. Svo nefndu menn hrossakjöt af blóðvelli, látið í ílát ásamt blóðinu, er hirt var til að geyma kjötið í. Flestir létu ögn af rommi í blóðið, svo að það rotnaði síður. Með hrossakjötinu þótti gott að hafa selskjöt og spik. Til þess að hafa það rétt „matreitt“ var selur, - oftast smærri selur, - ýldaður 2-3 mánuði. Var hann þá heill með innyflum látinn í fjós, svo að hann gæti úldnað sem mest og bezt. Af allri þessari hákarlsbeitu var hin sterkasta og versta ólykt, og ekki sjóveikum bent að vera nálægt, er önglarnir voru egndir fyrir hákarlinn. Það verk var ætlað einhverjum þeim manni, er vann bezt í sæti sínu sökum stirðleika og ekki þótti snúningaliðugur við önnur störf á skipinu, til dæmis við skurð á hákarlinum. Þó varð þessi beitumaður að kunna verk sitt, kunna að laga beituna, egna öngulinn eftir því sem siðvenja var og bezt hafði reynzt til veiða. En brjóstheill þurfti beitumaðurinn að vera og laus við sjóveiki, því að stækjan var römm af beitunni, lyktin ferleg. Óþefinn lagði fyrir brjóst.<br>
Allan þennan búnað, öll þessi áhöld, allar birgðir til hákarlaveiðanna þurftu hákarlaformennirnir að hafa til reiðu og á vísum stað, hvenær sem til þurfti að taka á tímanum frá vetrarnóttum til vordaga. Einnig mátti ekki vanta næga beitu, þ. e. hangið hrossakjöt og svonefnt blóðkjöt. Svo nefndu menn hrossakjöt af blóðvelli, látið í ílát ásamt blóðinu, er hirt var til að geyma kjötið í. Flestir létu ögn af rommi í blóðið, svo að það rotnaði síður. Með hrossakjötinu þótti gott að hafa selskjöt og spik. Til þess að hafa það rétt „matreitt“ var selur, - oftast smærri selur, - ýldaður 2-3 mánuði. Var hann þá heill með innyflum látinn í fjós, svo að hann gæti úldnað sem mest og bezt. Af allri þessari hákarlsbeitu var hin sterkasta og versta ólykt, og ekki sjóveikum hent að vera nálægt, er önglarnir voru egndir fyrir hákarlinn. Það verk var ætlað einhverjum þeim manni, er vann bezt í sæti sínu sökum stirðleika og ekki þótti snúningaliðugur við önnur störf á skipinu, til dæmis við skurð á hákarlinum. Þó varð þessi beitumaður að kunna verk sitt, kunna að laga beituna, egna öngulinn eftir því sem siðvenja var og bezt hafði reynzt til veiða. En brjóstheill þurfti beitumaðurinn að vera og laus við sjóveiki, því að stækjan var römm af beitunni, lyktin ferleg. Óþefinn lagði fyrir brjóst.<br>
Einnig var saltað selspik notað til beitu. Var þá skinnið haft við spikið til þess að beitan héldist betur á önglinum.
Einnig var saltað selspik notað til beitu. Var þá skinnið haft við spikið til þess að beitan héldist betur á önglinum.


Lína 52: Lína 51:


Nú hafa öll tæki og áhöld verið borin í skipið og allt annað, sem þar á og þarf að vera. - Síðan leggjum við af stað í „hákarlatúrinn“. Formaðurinn ætlar austur í Fjallasjó, austur fyrir Holtshraun, því að þar er jafnan mest veiðivonin, fyrst enginn hefur hleypt þar niður hákarlsskrokkum að undanförnu.<br>
Nú hafa öll tæki og áhöld verið borin í skipið og allt annað, sem þar á og þarf að vera. - Síðan leggjum við af stað í „hákarlatúrinn“. Formaðurinn ætlar austur í Fjallasjó, austur fyrir Holtshraun, því að þar er jafnan mest veiðivonin, fyrst enginn hefur hleypt þar niður hákarlsskrokkum að undanförnu.<br>
Svo er skipi ýtt úr vör, Læknum, lagðar úr árar og damlað austur úr Leiðinni. Á meðan les skipshöfnin berhöfðuð sjóferðabæn sína og rækir þannig kristilegar skyldur sínar við kirkju og kristindóm, guð og allar góðvættir, en þó fyrst og fremst við sjálfa sig.
Svo er skipi ýtt úr vör, [[Lækurinn|Læknum]], lagðar úr árar og damlað austur úr [[Leiðin|Leiðinni]]. Á meðan les skipshöfnin berhöfðuð sjóferðabæn sína og rækir þannig kristilegar skyldur sínar við kirkju og kristindóm, guð og allar góðvættir, en þó fyrst og fremst við sjálfa sig.
:''„Í skaparans nafni ýtt var út''  
:''„Í skaparans nafni ýtt var út''  
:''opnu skipi, er leyst var festi.“''
:''opnu skipi, er leyst var festi.“''
Lína 72: Lína 71:
Og svo erum við þarna fyrir austan Holtshraunið. Akkeri er hleypt til botns og legutógið gefið út á tamp. Brátt tekur skipið við sér.
Og svo erum við þarna fyrir austan Holtshraunið. Akkeri er hleypt til botns og legutógið gefið út á tamp. Brátt tekur skipið við sér.
   
   
:''„Jafnan var demt á dýpstu mið,''
:''„Jafnan var dembt á dýpstu mið,''
:''dregnar inn árar, lagst við stjóra.''
:''dregnar inn árar, lagst við stjóra.''
:''Nútíð mun naumast fyrir óra,''
:''Nútíð mun naumast fyrir óra,''
Lína 78: Lína 77:


Þá er gripið til hákarlasóknanna.<br>
Þá er gripið til hákarlasóknanna.<br>
Hinir vönu og síður velgjugjörnu karlarnir, sem bola lyktina af beitunni, raða hrossakjöts- og selsspik-teningunum á önglana eða hneifarnar og svo er sóknunum rennt til botns í drottins nafni, einni á hvort borð miðskipa og þeirri þriðju í framrúmi.
Hinir vönu og síður velgjugjörnu karlarnir, sem þola lyktina af beitunni, raða hrossakjöts- og selsspiksteningunum á önglana eða hneifarnar og svo er sóknunum rennt til botns í drottins nafni, einni á hvort borð miðskipa og þeirri þriðju í framrúmi.


Þegar sakkan hefur fundið botninn, er tekið grunnmál: Sóknarfærið er dregið upp, svo að öngullinn með beitunni lyftist eilítið frá botni.<br>
Þegar sakkan hefur fundið botninn, er tekið grunnmál: Sóknarfærið er dregið upp, svo að öngullinn með beitunni lyftist eilítið frá botni.<br>
Lína 89: Lína 88:
Í enda snærisspottans er trompkeðjan bundin, og þannig er hún dregin gegnum gatið á hákarlshausnum. Síðan eru endar trompkeðjunnar festir undir langbönd
Í enda snærisspottans er trompkeðjan bundin, og þannig er hún dregin gegnum gatið á hákarlshausnum. Síðan eru endar trompkeðjunnar festir undir langbönd
beggja vegna í skipinu þannig, að lykkja hennar liggur slök undir kjöl skipsins. Sígur svo hákarlsskrokkurinn niður í bugðuna á festinni eða tromptóginu og hangir þar. Þetta er kallað að kjöltrompa.
beggja vegna í skipinu þannig, að lykkja hennar liggur slök undir kjöl skipsins. Sígur svo hákarlsskrokkurinn niður í bugðuna á festinni eða tromptóginu og hangir þar. Þetta er kallað að kjöltrompa.
Suddi og súld, gustur og garri með ýlgju í sjó og öldugangi gerir líf sjómannanna heldur kalsafengið og ömurlegt þarna austur í Fjallasjónum. Þó er ötullega að veiði verið og vakað nótt með degi.
Suddi og súld, gustur og garri með ylgju í sjó og öldugangi gerir líf sjómannanna heldur kalsafengið og ömurlegt þarna austur í Fjallasjónum. Þó er ötullega að veiði verið og vakað nótt með degi.


:''„Dvölin var köld og þurrleg þar,''  
:''„Dvölin var köld og þurrleg þar,''  
Lína 96: Lína 95:
:''en minnstur þó jafnan svefninn var;''  
:''en minnstur þó jafnan svefninn var;''  
:''því eins og þú nærri getur getið,''  
:''því eins og þú nærri getur getið,''  
:''gustaði bar um rekkjurnar.''
:''gustaði þar um rekkjurnar.''
   
   
:''Kaldari hef ég hvergi frétt''  
:''Kaldari hef ég hvergi frétt''  
Lína 109: Lína 108:
:''Hörkufrostin og hrannalaugar''
:''Hörkufrostin og hrannalaugar''
:''hömruðu í skapið dýran móð.''  
:''hömruðu í skapið dýran móð.''  
:''Orpnar voru þeim engir haugar,''  
:''Orpnir voru þeim engir haugar,''  
:''en yfir þeim logar hróðurglóð.“''
:''en yfir þeim logar hróðurglóð.“''


Við kjöltrompum allt að 30 hákarla í þessari legu, og úr þeim fáum við um það bil 50 tunnur af lifur. Þó var „sá grái“ býsna tregur á köflum.
Við kjöltrompum allt að 30 hákarla í þessari legu, og úr þeim fáum við um það bil 50 tunnur af lifur. Þó var „sá grái“ býsna tregur á köflum.


:''„Því hann hafði jafnan hákarlinn''  
:''Því hann hafði jafnan hákarlinn''  
:''hugleitt það vel og rökum metið,''  
:''hugleitt það vel og rökum metið,''  
:''hvort ginnandi hráa hrossaketið''
:''hvort ginnandi hráa hrossaketið''
Lína 184: Lína 183:
Eftir þeim tölum, sem hér eru birtar um verð á hákarlslifur, sem teknar eru upp úr verzlunarbókum einokunarverzlunarinnar hér í Eyjum, nemur verð hákarlslifrarinnar á tunnu um það bil 50% af því verði, sem norðlenzkir sjómenn fengu fyrir lifrina á sama tíma. Hvað veldur? Ég geri ráð fyrir, að norðlenzkir lifrarkaupendur hafi selt hákarlslýsið á sama heimsmarkaðsverðinu og einokunarkaupmaðurinn í Vestmannaeyjum. Hvað veldur þá þessum mikla verðmun? Gæti ástæðan verið sú, að Norðlendingar höfðu myndað með sér verzlunarsamtök til kaupa á almennum nauðþurftum og sölu á afurðurðum sínum, - Gránufélagið? Í Vestmannaeyjum fundust engin slík samtök með almenningi. Þar var einokunarverzlunin alls ráðandi. Ef þetta skyldu vera staðreyndir, mættu þær vissulega sannfæra okkur öll um blessun samtakanna, máttinn til þess að þoka steininum af veginum, eins og Jónas Halgrímsson kveður um og hvetur til.
Eftir þeim tölum, sem hér eru birtar um verð á hákarlslifur, sem teknar eru upp úr verzlunarbókum einokunarverzlunarinnar hér í Eyjum, nemur verð hákarlslifrarinnar á tunnu um það bil 50% af því verði, sem norðlenzkir sjómenn fengu fyrir lifrina á sama tíma. Hvað veldur? Ég geri ráð fyrir, að norðlenzkir lifrarkaupendur hafi selt hákarlslýsið á sama heimsmarkaðsverðinu og einokunarkaupmaðurinn í Vestmannaeyjum. Hvað veldur þá þessum mikla verðmun? Gæti ástæðan verið sú, að Norðlendingar höfðu myndað með sér verzlunarsamtök til kaupa á almennum nauðþurftum og sölu á afurðurðum sínum, - Gránufélagið? Í Vestmannaeyjum fundust engin slík samtök með almenningi. Þar var einokunarverzlunin alls ráðandi. Ef þetta skyldu vera staðreyndir, mættu þær vissulega sannfæra okkur öll um blessun samtakanna, máttinn til þess að þoka steininum af veginum, eins og Jónas Halgrímsson kveður um og hvetur til.


(Úr dánarbúi [[Gísli Lárusson|Gísla heitins Lárussonar]] í [[Stakkagerði]], hins fjölfróða útgerðarmanns og gullsmiðs, sem var fæddur og alinn upp hér í Vestmannaeyjum og í ríkum tengslum við atvinnulíf Eyjabúa frá bernskualdri, bárust mér á sínum tíma ýmsar minnisbækur, er geymast skyldu í Byggðarsafni Vestmannaeyja. Ein þessara bóka er skrifuð með blýanti. Þar hefi ég fundið meginefni þessarar greinar minnar um hákarlaveiðarnar í Vestmannaeyjum, flest, sem varðar áhöld, nesti, skip og báta).
(Úr dánarbúi [[Gísli Lárusson|Gísla heitins Lárussonar]] í [[Stakkagerði]], hins fjölfróða útgerðarmanns og gullsmiðs, sem var fæddur og alinn upp hér í Vestmannaeyjum og í ríkum tengslum við atvinnulíf Eyjabúa frá bernskualdri, bárust mér á sínum tíma ýmsar minnisbækur, er geymast skyldu í [[Byggðasafn Vestmannaeyja|Byggðarsafni Vestmannaeyja]]. Ein þessara bóka er skrifuð með blýanti. Þar hefi ég fundið meginefni þessarar greinar minnar um hákarlaveiðarnar í Vestmannaeyjum, flest, sem varðar áhöld, nesti, skip og báta).


{{Blik}}
{{Blik}}

Leiðsagnarval