„Örnefni“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 1: Lína 1:
'''Örnefnin''' í Vestmannaeyjum skipta líklega þúsundum. Jafnvel heitið ''Vestmannaeyjar'' er örnefni, og eru til ýmsar heimildir um það örnefni, til dæmis í [[Landnám]]ubók. Ekki er ljóst hverjir hafa búið til örnefnin, og af hvaða tilefni, en víst er að þeim skiptir þúsundum.
'''Örnefnin''' í Vestmannaeyjum skipta líklega þúsundum. Jafnvel heitið ''Vestmannaeyjar'' er örnefni, og eru til ýmsar heimildir um það örnefni, til dæmis í [[Landnám]]ubók. Ekki er ljóst hverjir hafa búið til örnefnin, og af hvaða tilefni, en víst er að þeim skiptir þúsundum.


Á [[Heimaey]] má finna örnefni á borð við [[Sölvaflá]], [[Illugaskip]], [[Páskahellir]] og [[Háhá]]. Í úteyjum má sjá [[Austursvelti]], [[Háidrangur|Háadrang]], [[Höskuldarhellir|Höskuldarhelli]], [[Þolimæði]] og [[Bunki|Bunka]], svo að dæmi séu nefnd.
Á [[Heimaey]] má finna örnefni á borð við [[Sölvaflá]], [[Illugaskip]], [[Páskahellir]] og [[Háhá]]. Í úteyjum má sjá [[Austursvelti]], [[Höskuldarhellir|Höskuldarhelli]], [[Þolimæði]] og [[Bunki|Bunka]], svo að dæmi séu nefnd.


[[Kaplagjóta]]
Fólk sem kemur til Vestmannaeyja í fyrsta skiptið, hvort heldur með flugi eða [[Herjólfur|Herjólfi]], tekur líklegast fyrst eftir [[Einidrangur|Einidrangi]], sem stendur eitt og sér úti í hafi. Um hálfa leið milli Einidrangs og Heimaeyjar má finna [[Þrídrangar|Þrídranga]], sem eru í raun fjórir talsins: Stóridrangur (öðru nafni Háidrangur), Þúfudrangur og Klofadrangur. Fjórði drangurinn, sem sést ekki frá Heimaey, er líklega nafnlaus.


Þegar að komið er að Heimaey þá sjást [[Heimaklettur]], [[Miðklettur]] og [[Ystiklettur]] nyrst og austast á eyni. í Miðkletti má sjá [[Selhellir|Selhelli]], og [[Latur]] stendur þar hjá. [[Elliðaey]] stendur fyrir norðaustan Ystaklett, og [[Faxasker]] skýtur upp kollinum þar á milli. Sunnan við Elliðaey má sjá [[Bjarnarey]], en þær eru einu úteyjarnar sem eru austan við Heimaey.


Þegar farið er inn um innsiglinguna er [[Skans]]fjara sunnan megin, en [[Klettsvík]] norðan megin á milli fjallanna þriggja. Þegar farið er framhjá [[Hringskersgarð|Hringskersgarður]] má sjá [[Stafkirkjan|Stafkirkjuna]] á Skansinum fast upp við [[Heimaeyjargosið|Nýja Hraunið]], ásamt gamla [[Hervirkið|Hervirkinu]]. í Heimakletti má sjá Hörgareyri.
Í [[Vestmannaeyjahöfn]] eru nokkrar bryggjur, t.d. [[Nausthamarsbryggja]], [[Básaskersbryggja]], [[Friðarhöfn]], [[Binnabryggja]].
Þegar að litið er til norðurs frá höfninni má sjá [[Þrælaeiði]], en til vesturs eru [[Stóra-Klif]]ið, [[Litla-Klif]], [[Molda]] og [[Háhá]]. Til austurs má sjá nýja hraunið, og sunnan við það eru [[Eldfell]] og [[Helgafell]].
[[Vestmannaeyjabær|Miðbær Vestmannaeyja]] er byggður á aflíðandi brekku sem kallað var [[Breiðholt]] áður fyrr, en [[Breiðholtsbraut]] heitir [[Vestmannabraut]] í dag, og var hún lengsta gata bæjarins fyrir gos.


[[Flokkur:Stubbur]]
[[Flokkur:Stubbur]]
[[Flokkur:Örnefni]]
[[Flokkur:Örnefni]]

Útgáfa síðunnar 8. júní 2005 kl. 15:12

Örnefnin í Vestmannaeyjum skipta líklega þúsundum. Jafnvel heitið Vestmannaeyjar er örnefni, og eru til ýmsar heimildir um það örnefni, til dæmis í Landnámubók. Ekki er ljóst hverjir hafa búið til örnefnin, og af hvaða tilefni, en víst er að þeim skiptir þúsundum.

Á Heimaey má finna örnefni á borð við Sölvaflá, Illugaskip, Páskahellir og Háhá. Í úteyjum má sjá Austursvelti, Höskuldarhelli, Þolimæði og Bunka, svo að dæmi séu nefnd.

Fólk sem kemur til Vestmannaeyja í fyrsta skiptið, hvort heldur með flugi eða Herjólfi, tekur líklegast fyrst eftir Einidrangi, sem stendur eitt og sér úti í hafi. Um hálfa leið milli Einidrangs og Heimaeyjar má finna Þrídranga, sem eru í raun fjórir talsins: Stóridrangur (öðru nafni Háidrangur), Þúfudrangur og Klofadrangur. Fjórði drangurinn, sem sést ekki frá Heimaey, er líklega nafnlaus.

Þegar að komið er að Heimaey þá sjást Heimaklettur, Miðklettur og Ystiklettur nyrst og austast á eyni. í Miðkletti má sjá Selhelli, og Latur stendur þar hjá. Elliðaey stendur fyrir norðaustan Ystaklett, og Faxasker skýtur upp kollinum þar á milli. Sunnan við Elliðaey má sjá Bjarnarey, en þær eru einu úteyjarnar sem eru austan við Heimaey.

Þegar farið er inn um innsiglinguna er Skansfjara sunnan megin, en Klettsvík norðan megin á milli fjallanna þriggja. Þegar farið er framhjá Hringskersgarður má sjá Stafkirkjuna á Skansinum fast upp við Nýja Hraunið, ásamt gamla Hervirkinu. í Heimakletti má sjá Hörgareyri.

Í Vestmannaeyjahöfn eru nokkrar bryggjur, t.d. Nausthamarsbryggja, Básaskersbryggja, Friðarhöfn, Binnabryggja.

Þegar að litið er til norðurs frá höfninni má sjá Þrælaeiði, en til vesturs eru Stóra-Klifið, Litla-Klif, Molda og Háhá. Til austurs má sjá nýja hraunið, og sunnan við það eru Eldfell og Helgafell.

Miðbær Vestmannaeyja er byggður á aflíðandi brekku sem kallað var Breiðholt áður fyrr, en Breiðholtsbraut heitir Vestmannabraut í dag, og var hún lengsta gata bæjarins fyrir gos.