„Axel Lárusson“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Smáleiðr.)
Ekkert breytingarágrip
Lína 1: Lína 1:
[[Mynd:AxelLárusson.jpg|thumb|200px|Axel Lárusson]]
Óskar Axel Lárusson fæddist í Fredreksund í Danmörku 15. júlí 1934. Hann lést 24. maí 2003. Móðir hans var Sigrún Óskarsdóttir en kjörforeldrar Axels voru Óskar Lárusson kaupmaður og kona hans, Anna Sigurjónsdóttir. Árið 1954 kvæntist Axel [[Sigurbjörg Axelsdóttir|Sigurbjörgu Axelsdóttur]]. Börn Axels og Sigurbjargar eru: [[Sigrún Óskarsdóttir]], [[Óskar Axel Óskarsson]], [[Guðrún Óskarsdóttir]] og [[Adolf Óskarsson]].
Óskar Axel Lárusson fæddist í Fredreksund í Danmörku 15. júlí 1934. Hann lést 24. maí 2003. Móðir hans var Sigrún Óskarsdóttir en kjörforeldrar Axels voru Óskar Lárusson kaupmaður og kona hans, Anna Sigurjónsdóttir. Árið 1954 kvæntist Axel [[Sigurbjörg Axelsdóttir|Sigurbjörgu Axelsdóttur]]. Börn Axels og Sigurbjargar eru: [[Sigrún Óskarsdóttir]], [[Óskar Axel Óskarsson]], [[Guðrún Óskarsdóttir]] og [[Adolf Óskarsson]].


Lína 8: Lína 9:


{{Heimildir|
{{Heimildir|
* Morgunblaðið 3.júní 2003. Minningargreinar um Axel Lárusson}}
* Morgunblaðið 3.júní 2003. Minningargreinar um Axel Lárusson.}}
[[Flokkur:Fólk]]
[[Flokkur:Fólk]]
[[Flokkur:Kaupmenn]]
[[Flokkur:Kaupmenn]]

Útgáfa síðunnar 17. júlí 2006 kl. 15:08

Axel Lárusson

Óskar Axel Lárusson fæddist í Fredreksund í Danmörku 15. júlí 1934. Hann lést 24. maí 2003. Móðir hans var Sigrún Óskarsdóttir en kjörforeldrar Axels voru Óskar Lárusson kaupmaður og kona hans, Anna Sigurjónsdóttir. Árið 1954 kvæntist Axel Sigurbjörgu Axelsdóttur. Börn Axels og Sigurbjargar eru: Sigrún Óskarsdóttir, Óskar Axel Óskarsson, Guðrún Óskarsdóttir og Adolf Óskarsson.

Axel og Sigurbjörg fluttu til Vestmannaeyja árið 1959 og ráku þar skóverslunina Axel Ó í 42 ár, lengst af í Georgsbúð. Einnig ráku þau skóverslunina Axel Ó. á Laugavegi 11.

Axel tók virkan þátt í félagslífi meðan heilsa hans leyfði. Axel var mikill Þórari, hann var um tíma formaður Íþróttafélagsins Þórs í Vestmannaeyjum og var heiðursfélagi þess. Hann var sæmdur gullmerki Þórs, ÍBV, KSÍ og ÍSÍ. Hann var félagi í Akóges í 42 ár og heiðursfélagi þess. Einnig var hann bæði gjaldkeri og formaður Félags kaupsýslumanna í Vestmannaeyjum. Axel var í Félagi hjartasjúklinga í Vestmannaeyjum og seldi einnig minningarkort fyrir Landssamtök hjartasjúklinga um árabil.

Axel og Sigurbjörg fluttu frá Vestmannaeyjum árið 2000.


Heimildir

  • Morgunblaðið 3.júní 2003. Minningargreinar um Axel Lárusson.